Ísland skotmark í styrjöld Rússa & Vesturlanda?

AtómstöðinÁrið 1976 flutti Dagblaðið, frjálst, óháð fréttir af fullyrðingum erlendra samtaka um kjarnorkuvopn á Íslandi. Samtökin Center for Defence í Washington og International Peace Research Association höfðu fullyrt að Keflavíkurflugvöllur væri atómstöð. Sá flotti fréttamaður og þá blaðamaður DB, Helgi Pétursson bar hitann og þungann af fréttum blaðsins um atómstöðina. Í Kalda stríðinu voru menn smeykir um að Nato-stöðin í Keflavík væri skotmark. Halldór Laxness skrifaði skáldverkið Atómstöðin í upphafi Kalda stríðsins sem geisaði af hörku, kvikmynd 1984. Fyrir hálfri öld áttum við í þorskastríðum við Breta. Dagblaðið var nokkurra mánaða gamalt, ferkst og djarft. Ég hafði orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera meðal stofnenda Dagblaðsins, 24 ára gamall.

Nú geisar stríð í Austurvegi. Vesturlönd eru í stríði við Rússland. Dag frá degi eykst skriðþungi stríðsæsinga: War is Escelating on a Escelator. Ríkisstjórn okkar á leið upp rúllustigann lætur etja sér á foraðið. Þar fara fremstar Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem þeytast milli Nato-funda. Báðar voru í Þýskalandi á dögunum, Katrín í Berlín og Þórdís í amerísku herstöðinni í Ramstein. Sömu daga sagði utanríkisráðherra Þýskalands, græninginn Annalena Baerbock að Þýskaland sé í stríði við Rússland: We are fighting a war against Russia. ESB vanbúið í stríð æsir fólk til styrjaldarátaka í Austurvegi við öflugasta kjarnorkuveldi heims. Stóra-skriðdrekamálið er ósvífinn stríðsáróður Nato til að kynda bál styrjaldar.

Úkraína Ramstein     Ramstein & Atómstöðin í Keflavík

Nú þegar stríð er skollið á milli Vesturlanda og Rússlands, þá er spurt hver kunni að vera helstu skotmörk Rússa. Herstöðin í Ramstein ... þarf nokkuð að ræða? Rússar eru með eldflaugar á margföldum hljóðhraða. Amerískar eldflaugar sem traktorar í samanburði. Hvað um brúna milli Evrópu og Ameríku, Keflavíkurflugvöll? Sjálfa Atómstöðina. Í aðdraganda stríðsins í Austurvegi skýrðu fjölmiðlar frá vaxandi umsvifum, milljarða fjárfestingum samanber frétt vinar míns Sigmundar Ernis í Fréttablaðinu í janúar 2022. „Þunginn er að færast til norðurs,“ hafði SER eftir vini okkar Alberti Jónssyni. Keflavíkurflugvöllur hervæðist. Hefur þjóðin verið spurð? Stríð er ekki tölvuleikur, það er dauðans alvara. Þúsundir falla í hverjum mánuði í Úkraínu. Der Spiegel segir: Ukraine Losing Hundreds of Soldiers Every Day. Zelinskiy biður um orrustuþotur. Rússar hafa gereyðilagt „strategíska“ flugvelli í myrkvaðri Úkraínu. Fljúga þoturnar frá Ramstein? Sprengjuþotur frá Íslandi?

Dr Strangelove     How I became to Love the Bomb

Við sem eldri erum munum eina áhrifamestu kvikmynd allra tíma; Dr. Strangelove; How I Stopped Worring and became to Love the Bomb. Satíra sem átti að frumsýna 22.nóvember 1963, daginn sem John F. Kennedy var myrtur í Dallas Texas af CIA en var frestað til 1964. Ég var gutti.

Við höfum sogast inn í miðju stormsins meðan Færeyingar halda sig utan við brjálæðið. Allar þessar konur á stjórnlausum stríðsvagni. Er ekki tími til kominn að líta á sviðsmynd styrjaldar og gereyðingar. Eitt sinn var kyrjað vanhæf ríkisstjórn ...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Þetta eru pólitískar vændiskonur.

Helgi Viðar Hilmarsson, 28.1.2023 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband