Bréf Pontíusar Pílatusar til Tíberíusar keisara um Jesú Krist ...

Upprisa Jesú Krists er áhrifamesti viđburđur mannkynssögunnar, píslardauđi Jesú á krossinum á föstudaginn langa fyrir senn tvö ţúsund árum. Frá öndverđu hafa menn deilt um hvort Jesú hafi raunverulega veriđ uppi í Landinu helga. Vitnisburđir Biblíunnar segja ađ svo hafi veriđ. Viđ höfum frásagnir guđspjallanna, trúverđugar og áhrifamiklar. Ţar er ţó engin lýsing á útliti Jesú sem út af fyrir sig skiptir ekki máli. Flest ţekkjum viđ frásögn Bibilíunnar ađ Jesú hafi veriđ pyntađur og krossfestur á dögum Pontíusar Pílatusar. Fáir vita af bréfi Pontíusar Pílatusar til Tíberíusar keisara og réttargögnum yfir Jesú Kristi. Pílatus lýsir yfirbragđi og útliti Jesú. Áriđ 1913 kom út ţýđing um hina miklu atburđi: “Archko Volume – Bréf Pontíusar Pílatusar til Ceasars um Jesú Krist.“ Fornrit Sanhedrim og Talmud Gyđinga. Opinber dómsgögn frá dögum Jesú Krists, ţýđing dr. McIntosh og dr. Tyman, fornrita deild [lodge] Genúa, Ítalíu. Frá handritum í Konstantínópel og gögnum Öldungaráđs Vatikansins í Rómaborg. Útgefandi W.F. Randall, fornbókafélagiđ í  Fíladelfíu, USA. Bréf Pontíusar Pílatusar er í VIII kafla verksins.

 

JESÚS LJÓSHĆRĐUR MEĐ SKEGG

Pílatus kvađ Jesú hafa veriđ ljóshćrđan međ skegg. Hann kvađst fyrst hafa séđ Jesús frá Galileu yfirvegađan ávarpa fjöldann um nýtt lögmál í nafni guđanna; “in the name of the gods“, hallandi sér upp ađ tré. Pílatus skrifađi: “Gyllt hár hans og skegg gáfu útiliti hans himnesk yfirbragđ; celestial aspect. Hann virtist um ţrítugt ... Ég yrđi ekki hissa ađ ţegar tíma líđa kunni ţessir atburđir breyta örlögum ţjóđar okkar. Ég er nánast tilbúinn ađ segja, ađ bölvađur sé sá dagur ţegar ég lét undan[lýđnum].“ Jesús fćrđi mannkyni skilning á lífi í ljósi. Ţú, ég og viđ öll erum andi sem birtum okkur í efni frá getnađi til dauđa. Ţessi skilningur varđ undanfari kristinnar siđmenningar, lýđrćđis, jafnréttis og vísindalegrar ţekkingar. “Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífiđ,“ sagđi Jesú sem lofađi ađ opna augu okkar og senda Heilagan anda. Í tvö ţúsund ár bráđum hefur kristiđ fólk fariđ fram fyrir Jesú og ţegiđ gjafir hans. Fólk hefur játađ syndir sem Jesú tekur á sínar herđar. Enginn söfnuđur, engin kennisetning, engir milliliđir, engir kennimenn, ađeins ábyrgđ fyrir Guđi Drottni allsherjar. Ţú biđur Jesú Krist ađ koma inn í líf ţitt. Allt og sumt.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Örn Ragnarsson

Davíđ Stefánsson frá Fagraskógi orti ţennan sálm um píslardauđa Jesú:

Ţín braut er ţyrnum ţakin,

hver ţyrnir falskur koss.

Ég sé ţig negldan nakinn

sem níđing upp á kross.

Ég sé ţig hćddan hanga

á Hausaskeljastađ.

Ţann lausnardaginn langa

var líf ţitt fullkomnađ.

En Páll Jónsson prestur í Viđvík samdi sálm um sigur Jesú yfir dauđanum á Páskadag:

Sigurhátíđ sćl og blíđ

ljómar nú og gleđi gefur,

Guđs son dauđann sigrađ hefur,

nú er blessuđ náđartíđ.

Nú er fagur dýrđardagur,

Drottins ljómar sigurhrós,

nú vor blómgast náđarhagur,

nú sér trúin eilíft ljós.

Guđmundur Örn Ragnarsson, 29.3.2024 kl. 21:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband