Helga Þórisdóttir, Persónuvernd & fósturvísamálin

Mesta furðuframboð til forseta Íslands er forstýru Persónuverndar, Helgu Þórisdóttur. Hún lýsti framboði 27. mars sl. til þess “…að vera þjónn fólks­ins í land­inu.“ Fólkið í landinu var hissa enda Helga óþekkt og hafði ekki verið á Facebók í níu ár að eigin sögn. Helga Þórisdóttir er einn helsti hliðvörður “fósturvísamálsins.“ Engu líkara er en að hún sé að “flýja réttvísina“ með framboði sínu til forseta Íslands. “Fósturvísamálið“ er nú til umfjöllunar hjá Umboðsmanni Alþingis. Helga Þórisdóttir fór í forsetaframboð viku eftir að Umboðsmaður Alþingis hóf að fara fram á við Persónuvernd að fá afhent gögn í “fósturvísamálinu“ vegna 44 kæra Gunnars Árnasonar og Hlédísar Sveinsdóttur á hendur læknum og læknanemum vegna um fjögur þúsund ólöglegra innbrota í sjúkraskrár Hlédísar. Á árunum 2008-2010 höfðu 50 egg verið tekin úr Hlédísi í Art Medica svo til urðu 29 fósturvísar þeirra hjóna. Hlédís fékk tíu fósturvísa án þess að lánast barn. Nítján fósturvísum var leynt fyrir þeim hjónum og afhentir hinum ríku og voldugu. Gunnar og Hlédís hafa farið fram á ellefu lífsýni úr börnum sem þau telja sín. Í einu tilviki er staðfest að líf-barn þeirra er meðal barnanna ellefu. Það var ekki fyrr en uppljóstrari vék sér að Gunnari Árnasyni á Kárastíg í Reykjavík 17. desember 2021 sem þau hjón hófu að fá vitneskju um líf-börn sín.

 

HELGA BRAUT STJÓRNSÝSLULÖG

Samkvæmt lögum bar Helgu að meta sjálf hæfi sitt sem forstjóri Persónuverndar. Hafið er yfir vafa að hún var vanhæf að lögum. Helga upplýsti ekki að margir hennar nánustu fjölskyldumeðlimir er starfsfólk Landsspítalans en sjálf er hún dóttir þjóðþekkts látins læknis. Henni hafði borið að bera vanhæfi sitt undir stjórn Persónuverndar. Þegar kærur hjónanna bárust Persónuvernd þá hylmdi Helga Þórisdóttir yfir með Landspítalanum. Helga fól Landspítalanum að svara fyrir alla fjörtíu og fjóra sem kvartanir beindust að en hafði ekki samband við hvern og einn líkt og kærurnar kveða á um og spillti þannig málum. Rétt er að árétta að Landspítalinn er formlega ekki aðili máls heldur þeir læknar sem brutust inn í sjúkraskrárnar. Samt lýsir Landspítalinn hjónin sem „...ógn við valdstjórnina.“ Í janúar 2015 hafði Landspítalinn látið þeim hjónum í té falsaðar sjúkraskýrslur þar sem fram kom að um 400 sinnum hafði verið farið í sjúkraskrárnar. Sex árum síðar 2021 lét uppljóstrarari þeim hjónum í té sjúkraskrár þar sem fram kom að innbrotin voru um fjögur þúsund talsins á árunum 2012-2022. Enn vantar árin 2008-2011. Persónuvernd er hliðvörður í hinu skelfilega máli. Getur þjóðin  treyst Helgu til að gæta að grundvallarreglu um rétt barna til að þekkja uppruna sinn? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þetta er hið furðulegasta mál Hallur, það er gott að við eigum mann sem kann að hafa ofan af spillingunni sem viðgengst hér á landi. Þú ert frábær.

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.5.2024 kl. 16:44

2 Smámynd: Skúli Jakobsson

Þú ert yndislegur, Hallur!!!

Vel skrifað!

Skúli Jakobsson, 10.5.2024 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband