17.3.2024 | 18:16
Kolsvart elítu-framboð Höllu Tómasdóttur ...
Halla Tómasdóttir útsendari hins ameríska útibús wefaranna í Davos hyggst taka húsfreyjuvald Bessastaða í skjóli kvenna elítu sem komið var á laggirnar fyrir 25 árum. Full ástæða er fyrir íslenska þjóð að átta sig á þungri undiröldu framboðs Höllu. Bakland Höllu er klíka í Samtökum kvenna í atvinnulífi sem komið var á laggirnar 1999 til þess að koma kvenfólki í stjórnir fyrirtækja með þvingunum. Kvennaklíkan klappaði ákaft og skríkti þegar Halla tilkynnti framboð sitt í Grósku enda kokteilboð á Bessastöðum í sjónmáli. Það er táknrænt að hvorki fáni né skjaldarmerki Íslands voru sjáanleg þegar framboðið var tikynnt.
B-TEAM AMERÍSKT ÚTIBÚ DAVOS
Halla er forstjóri B-Team útibús Davos í Ameríku. Hún talar fyrir Great Reset; hina miklu endurræsingu sem ... við þörfnumst svo; so badly, að hennar sögn. Reset er valdataka hinna ríku og voldugu á Vesturlöndum. Halla Tómasdóttir talar fyrir friði en vinnur að stofnun alheimsstjórnar; world governance sem stendur fyrir útþenslu stríðum Nato. Halla talar fyrir jafnrétti en vinnur að reset hinna ríku og voldugu. Halla talar fyrir sjálfbærni en hér verður málið svart. Í samráðsgátt stjórnvalda liggja fyrir drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sem færir ráðherra óhóflegar valdheimildir til upptöku lands bænda. Í Evrópu standa yfir víðtæk mótmæli bænda og sjómanna vegna sjálfbærni-stefnu útsendara hinna ríku og voldugu til valdatöku heimsins, fólks eins og Höllu Tómasdóttur.
HALLA & BRANSON
Halla mælir fagurgala til þess að fela slóð sína í innsta hring wefaranna. Bretinn Richard Branson contributor wefaranna í Davos stofnaði B-Team árið 2013, vinur Jeffrey Epstein líkt og margir hinna ríku og voldugu. Halla er útsendari Klaus Schwab í Davos stofnanda World Economic Forum. Íslenskt útibú wefaranna í Davos hér á landi er félagið Festa, sem vinnur að afsali fullveldis og grefur undan íslensku lýðveldi; íslenskri menningu, íslenskri tungu, íslenskri þjóð. Hinir ríku og voldugu vilja ekki jafnrétti heldur afsal auðlinda; orku, fiskimiða og stefna að vindmylluvæðingu. Af hverju halda menn að ríkasti maður Englands hafi keypt jarðir á Norð-Austurlandi sem nema stærð sautján Þingvallavatna?
Athugasemdir
Halla mun líkt og 2016 örugglega vera með vel smurða kosningavél
en staðan er bara allt önnur núna
Hvar og hvernig nærð þú til kjósenda í dag ?
Að ná "góðum" fréttamanni hjá RUV á sitt band er tvímælalaust kostur
Mun hún þora að segja eitthvað um hælisleitendur, Palestínu, Eurovision, Borgarlínu
Grímur Kjartansson, 18.3.2024 kl. 16:05
Hún fékk ekki mitt atkvæði síðast og Guðni ekki heldur... Þau eru í sömu jólasveina klíkunni..
Agný, 19.3.2024 kl. 02:31
Staðan er alvarleg er lítur að framtíð þjóðar ... Þetta hyski hefur alla peninga veraldar & svakalegasta þykir mér að ríkasti maður Englands Hr. Ratcliffe á sem nemur 17 Þingvallavötnnum nú þegar Gulli græni er á harðaspretti með vindmyllur sínar; Hvernig er hægt að heita Hr. Ratcliffe ... & ríkið rænir lendum bændum. Það er sótt að þjóðinni ...
Hallur Hallsson (IP-tala skráð) 20.3.2024 kl. 09:39
Ekki má gleyma því að hún nýtti sér kauprettarákvæði í starfssamningi sínum við Glitni á sínum tíma og kvaddi með milljarð í vasanum. Ekki má heldur gleymst að hún var einn æðsti stjórnandi í Viðskiptaráði sem á sínum tíma lagði til að Íslendingar tækju upp ensku sem móðurmál og henti alfarið íslenskunni á ruslahauga sögunnar ásamt því að vera helsta klappstýra útrásarvíkinganna.
Fyrir starfslokagreiðslu sína frá Glitni stofnaði hún, ásamt fleiri kvennrembum, auð í krafti kvenna, fjárfestingarsjóð, nú auður, dóttir Kviku. Þær stærðu sig af því hafa engu tapað í hruninu. Ástæðan var einföld, þær tóku við fjármunum frá almenning og lofuðu góðri ávöxtun, rukkuð það um umsýslugjald en fjárfestu síðan eingöngu í ríkisskuldabréfum. Eitthvað sem viðskiptavinirnir hefðu sjálfir getað gert og sparað sér umsýslugjaldið.
Þessi aurapúki á ekkert erindi í forsetaembættið.
Bjarni (IP-tala skráð) 20.3.2024 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.