9.2.2023 | 08:51
Sy Hersh: Ameríka & Noregur sprengdu Nord Stream
Hvernig Ameríka tók niður Nord Stream, er fyrirsögn greinar eftir fremsta rannsóknarblaðamann veraldar, Seymor Sy Hersh sem lýsir nákvæmlega aðdraganda. Kafarar frá Köfunar- & björgunarmiðstöð Bandaríkjanna í bænum Panama City í Flórída sprengdu Nord Stream leiðsluna í september 2022 í samvinnu við norsku leyniþjónustuna og flotann. Í júní höfðu kafararnir tekið þátt í BALTOPS 22 æfingu Nato í Eystrasalti. Þeir komu fyrir sprengjum við þrjár af fjórum leiðslum sem sprungu þremur mánuðum síðar. Noordstream 1 hafði séð Þýskalandi og V-Evrópu fyrir ódýru rússnesku gasi í áratug. Nordstream 2 var tilbúin en ekki starfandi. Biden-stjórnin leit á gasleiðsluna sem rússneskt vopn sem yrði að eyðileggja. Þegar hún sprakk 29. september 2022 neituðu Hvíta Húsið og CIA aðild þegar fréttamenn spurðu: Þetta er lygi og algjör skáldskapur, sagði Hvíta Húsið, benti á Rússa og meginmiðlar dilluðu rófunni.
Þegar í upphafi litu bandarísk stjórnvöld á ódýrt Gazprom gas sem ógn við yfirburðastöðu Bandaríkjanna í Evrópu. Nordstream 2 hefði tvöfaldað gassölu til V-Evrópu og verið Rússlandi dýrmæt tekjulind. Litið var á Nordstream 2 sem ógn og ósigur Biden ef gas rynni um leiðsluna. Ósigur á pari við útreiðina þegar Ameríka hrökklaðist frá Afganistan svo vakti upp minningar um útreiðina í Víetnam fyrir næstum 50 árum. Í febrúar 2022 hafði Biden með Ólaf Scholz kanslara sér við hlið sagt: ...það verður engin Nord Stream 2. Við munum enda hana; we will bring an end to it. Í september 2022 kvað Blinken utanríkisráðherra felast mikið tækifæri að fjarlægja Nord Stream: Its a tremendous opportunity to once and for all remove the dependence on Russian energy. Ameríka hryðjuverkaríki.
Bandaríkin hafa aukið mjög viðbúnað sinn í Noregi á undanförnum árum. Þeir hafa byggt upp aðstöðu fyrir flota- og flugher í Noregi og hlera djúpt inn í Rússland. Í nóvember 2021 samþykkti norska þingið viðbótar varnarsamning; Supplementary Defense Cooperation Agreement sem veitir ameríska lögsögu í tilteknum herstöðvum, ekki ólíkt Keflavíkurflugvelli í den sem auðvitað var amerískt landsvæði. Harðlínugarpurinn Stoltenberg er framkvæmdastjóri Nato, einkavinur KötuJak. Hann er hanskinn sem passar á amerískar hendur. He is the glove that fits the American hand, skrifar Hersh. Í mars 2022 fór sveit til Noregs til fundar við norsku leyniþjónustuna og flotann til að kortleggja hentugan stað til að sprengja. Norðmenn bentu á stað skammt undan Borgunarhólmi. Sveit kafara frá Panama City var flogið til Noregs. Það kann hafa verið bónus fyrir Norðmenn. Eyðilegging Nord Stream gerði Noregi kleyft að auka gassölu til Evrópu. Koma varð í veg fyrir að Danir og Svíar hefðu veður af plotti Kana og Norðmanna. Kersher skrifar að Norðmenn hafi lagt til að sprengjunum yrði komið fyrir á BALTOPS æfingu Nato. Það þóttu of augljós tengsl að sprengja í júní, svo finna varð leiðir til að stilla sprengjurnar þegar Biden gæfi skipun sem svo kom í september.
Norsk P8 varpaði baujunni í sjóinn
Þann 26.september 2022 flaug norsk P8 eftirlitvél yfir staðinn og lét falla bauju sem virkjaði sprengjurnar á hafsbotni, fyrst Nort Stream 2 og svo 1. Hryðjuverk Bandaríkjanna og Noregs hafði heppnast fullkomnlega, eitt mesta mengunarslys sögunnar og enginn sagði neitt. Neo-cons og neo-libs í Washington fögnuðu innilega hryðjuverkinu. Vestrænir fjölmiðlar allir sem einn sökuðu Rússa um að sprengja eigin leiðslu. Samræmdar fréttir þessa efnis fóru um öll Vesturlönd og íslenskir fjölmiðlar létu sitt ekki eftir liggja. Þýskaland hafði orðið fyrir gífurlegu tjóni og garmurinn Ólafur Scholz grjótnhélt kjafti, svo töluð sé íslenska. Hver verður dómur þýsku þjóðarinnar yfir þessum manni?
Pulitzer fyrir My Lai, Víetnam
Seymor Sy Hersh er fyrrverandi blaðamaður New York Times Pulitzer-hafi. Hersch afhjúpaði fjöldamorðin í My Lai í Víetnam, lofárásir Nixon á Kambódíu, pyntingar í Abu Ghraib fangelsinu í Írak, ósannindi Obama um dauða bin Laden og um efnavopn í Sýrlandi. Enginn blaðamaður á feril sem Sy Hersh. Hér er linkur á frétt Sy Hersh.
Auðvitað neitar Jói Biden í Hvíta Húsinu þar sem satt orð aldrei heyrist en allur hinn vestræni heimur eltir.
Hér á landi benti Hallur Hallsson borgara-blaðamaður ásamt nokkrum öðrum á hið augljósa sem var hótun Biden að sprengja leiðsluna. Megin-miðlar sáu ekki, heyrðu ekki, sögðu ekkert. Hversu vandræðaleg er vestræn blaðamennska, íslensk blaðamennska?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.