Tucker hættur á Fox News

Tucker CarlssonTucker Carlsson hefur yfirgefið Fox News, vinsælasti, beinskeyttasti þáttastjórnandi Bandaríkjanna 2016-2023. Fréttamaðurinn sem  hefur gengið gegn eigendum Ameríku ... Hefur gengið gegn pólitískum leppum CIA, Military Industrial Complex & Big Pharma hugrakkur og óhræddur.

Slíkur var asinn á Fox að Tucker fékk ekki einu sinni að kveðja áhorfendur.  Eini fréttamaður Bandaríkjanna sem sagði frá samsæri CIA að myrða John F. Kennedy, spurt áleitinna spurninga um 9/11, afhjúpaði lygi 6J. Hann hefur óspart gagnrýnt covid og mRNA sprautur, tekið viðtöl við fremstu lækna heims sem hafa afhjúpað covidlygina. Tucker hefur gagnrýnt Úkraínustríðið ... Innrásina í Ameríku í skjóli Opinna landamæra en 77 þúsund ungmenni deyja árlega vegna smyglað fentanyl dóps ...

SÖLUMENN BIG PHARMA & STYRJALDA 

Á meðan cnn, washington post, new york times, bbc, rúv, stöð 2, mbl, visi, dv og fréttablaðinu var skipað í Framvarðasveit Ríkislögreglustjóra: Trusted News Iniative beggja vegna Atlatnshafs og frétta- og blaðamenn létu smala sér í réttir eins og sauðum þá neitaði Tucker Carlsson láta að smala sér, hugrakkur skoraði myrkrið á hólm. Fjölmiðlar eru sölumenn Big Pharma & styrjalda. Með síðustu viðtölum Tucker voru við Donald Trump og Elon Musk.  Auðvitað vissi Tucker hvar þetta endaði ... Á Vesturlöndum er ekki pláss fyrir hugrekki og sannleika ... Aðeins pláss fyrir eina ríkisskoðun ... Ein síðasta setning Tucker var: ‘Allt sem ólst upp við er lygi.‘ 


Með kyndil frelsis á lofti

Hallur Hallson í RigaJón Baldvin Hannibalsson þá utanríkisráðherra fór í frelsisför til Vilnius Litháen, Riga Lettlandi og Tallinn Eistlandi í janúar 1991 til þess að styðja sjálfstæðisbaráttu þjóðanna út úr myrkri og guðleysi Sovétríkjanna sálugu. Ég var með í för, þá á Stöð 2. Ragnar Axelsson RAX einn fremsti ljósmyndari veraldar, rifjar upp förina á Stöð 2. Hann var fyrir Morgunblaðið, tók þessar mynd af mér með fólkinu í Riga skömmu áður en blóði var úthellt og með svo ráðherra, lífvörðum og Pétri heitnum Gunnarrsyni.

Laugardaginn 19.01.1991 ókum við framhjá stjórnvarpsturninum í útjarðri Vilnius þar sem fjórtán höfðu beðið bana undir sovéskum skriðdreka. Jón Baldvin vottaði hinum föllnu virðingu. Hann hitti Vytautas Landsbergis í vígvæddu þinghúsinu, víggirðingar voru á torginu, fólk ornaði sér við bálkesti albúið að mæta skriðdrekum Sovétsins. Arnór Hannibalsson 1934-2012 skipulagði för bróður síns, menntaður í Sovétríkjunum. Arnór sagði RAX skömmu áður en hann lést, að íslensku blaðamennirnir hefðu verið á skotlista sovésku sérsveitanna. Skjöl þar að lútandi hefðu fundist í sumarbústað í Lettlandi. Arnór lést skömmu síðar og með honum vitneskjan. 

Eystrasaltslönd 1991 raxFRÁ VILNIUS TIL RIGA

Frá Vilnius ók bílalest okkar á ofsahraða til Riga í fylgd varða undir alvæpni. Við gistum á Hótel Ridzene í Riga næst innanríkisráðuneytinu. Sunnudagur 20.01.1991 reyndist örlagadagur í sögu Lettlands. Riga var víggirt, borgarar undir alvæpni stóðu vörð um ráðuneytið, sovéskar vígasveitir með reiddar vélbyssur um öxl biðu átekta. Á hótelinu voru Andris Slapins, Gvido Zvaigzne og Juris Podniek sem voru að filma frelsisbaráttu þjóðanna gegn ofbeldi og kúgun sovétsins. Þeir höfðu verið í Chernobyl og Vilnius nú voru þeir á heimaslóð í Riga. Jón Baldvin hitti Anatolij Gorbanov forseta þingsins. Síðdegis hlupum við út í bílana fyrir utan hótelið og stefndum á ofsahraða til Tallinn Eistlandi. Gvido og Andris hlupu út með kvikmyndavélar sínar en voru báðir skotnir til bana. Juris drukknaði í vatni í Lettlandi í júní 1992.

Andris SlapinÍ beina útsendingu CNN

Þegar við komum til Tallinn um þremur tímum síðar þá sáum við í sjónvarpi á hóteli okkar að harðir skotbardagar höfðu brotist út í Riga þegar vígasveitir sovétsins réðust á innanríkisráðuneytið. Gorbanov hafði sloppið út um bakdyr yfir á Hótel Ridzene. Fréttir voru óljósar, fimm voru fallnir og tólf særðir. Við vorum þarna íslenskir blaða- og fréttamenn, þar á meðal þeir góðu drengir Ellert B. Schram DV, Jón Ólafsson RÚV, Pétur heitinn Gunnarsson og RAX Mogganum ásamt Arnóri heitnum.

Jón Baldvin var horfinn af hótelinu. Einfarinn ég fór á stúfana aleinn, lét mig hverfa, rauf útgöngubann. Ég gat mér til að Jón Baldvin hefði farið í utanríkisráðuneytið til þess að hitta Lennart Meri utanríkisráðherra og fór um mannlausar götur Tallinn. Ég hafði rétt fyrir mér. Ég var leiddur upp á skrifstofu Meri með Jón Baldvin sér við hlið. Þeir voru sambandslausir við umheiminn því Sovétmenn höfðu klippt á tengsl Eista við umheiminn en án vitneskju sovétsins höfðu Eistar lagt símalínu um Kirjálabotn yfir til Finnlands. Ég kom þeim í samband við CNN, mundi símanúmer í New York. Meri útskýrði ódæðisverk Sovétmanna í Riga og Jón Baldvin stuðning Íslands við frelsisbaráttu þjóðanna. Við vorum þarna fram á nótt. Þannig hafði ég lagt lítið lóð til að vekja athygli umheimsins á baráttu Letta fyrir frelsi.

Riga Gvido  

Götur og torg eru nefnd eftir Íslandi; Islandijos Street & Square sem þakklæti fyrir veittan stuðning. Mikhail Gorbatsjov stýrði Sovétinu, sagður friðarins maður á leiðtogafundinum í Höfða 1986, þá var ég á Sjónvarpinu. Ronald Reagan mælti hin fleygu orð: Frelsi er hverrar kynslóðar að verja.


Bloggfærslur 24. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband