Færsluflokkur: Bloggar
8.10.2023 | 22:45
Metkóngar Víkings ...
Víkingar luku Íslandsmótinu með stæl 5-1 gegn silfurliði Vals í Víkinni á laugardag. Víkingur lauk Íslandsmótinu með nýju stigameti 66 stig. Liðið fékk 59 stig í 22 leikjum 19 2 1 með markatöluna 65-20. Það eru 2,68 stig í leik, 2,95 mörk skoruð í leik. Svona tölur hafa aldrei sést áður, met eftir met. Sjö stiga bæting frá fyrra meti en KR 2svar (2013, 2019) og Stjarnan (2014) höfðu náð 52 stigum. Bikarinn í Víkina í fjórða sinn í röð eftir 3-1 sigur á KA. Sannlega magnaður árangur. Til að kóróna sumarið þá unnu stelupurnar Bikarinn eftir 3-1 sigur á Blikum og Lengjudeildina. Þær endurtóku árangur karlaliðsins frá 1971 þegar Víkingur varð sigurvegari 2. deildar og vann Bikarinn eftir 1-0 sigur á Blikum á Melavelli. Hamingjan ríkti í Víkinni um helgina þegar Víkingar fögnuðu. Arnar Gunnlaugsson valinn þjálfari ársins með goðsögnum á Mount Rushmore og Birnir Snær Ingason leikmaður ársins.
SIGURGANGA Í EVRÓPU Í VÍKINNI
Það hefur gætt misskilnings um árangur Víkings í Evrópukeppnum og því jafnvel haldið fram að Evrópuför Víkings síðastliðin tvö ár hafi verið sneypuvör. Það er einfaldlega rangt. Víkingar hafa ekki tapað Evrópuleik á heimavelli í Víkinni í tvö ár. Víkingar hafa unnið meistaralið San Marínó 1-0 og Eistlands 6-1. Þeir gerðu jafntefli við sænsku meistarana í Malmö 3-3 í Víkinni, unnu New Saints meistara Wales 2-0 og loks Lech Poznan Póllandi, 1-0. Í ár unnu þeir núverandi meistara Riga frá Lettlandi 1-0 í Víkinni. Víkingar gerðu jafnfefli í Wales 0-0, töpuðu 3-2 í Malmö í dómaraskandal þegar Kristall Máni var rekinn útaf í stöðunni 1-1. Leikurinn í Póllandi fór í framlengingu 2-1, Poznan náði þá loks að knýja fram sigur. Víkingur tapaði einvíginu við Riga samtals 2-1. Sannlega sögulegur árangur.
MÁLAFERLI OG ÁFRÝJANIR
Annað sögulegt við Íslandsmótið eru málaferli sem hófust á sama tíma. Annars vegar kærur Vals fyrir dómstólum sem höfðu krafist þess að stórsigur Víkings á Hlíðarenda yrði ógiltur og stigin féllu Val í skaut. Ef Valur hefði náð að sölsa undir sig stigin sex þá hefði leikurinn í Víkinni um helgina verið hreinn úrslitaleikur um Íslandsskjöldinn. Dómur féll ekki fyrr en eftir að Víkingar urðu sófameistarar. Hins vegar áfrýjanir Blika um að fresta leik við Víking í Víkinni. KSÍ tók kröfu þeirra fyrir í þrígang og Blikar áfrýjuðu og áfrýjuðu. Breiðablik krafðist þess að Víkingur léki við Blika í landsleikjahléi án landsliðsmanna í aðdraganda úrslitaleiks Bikarsins. Til þess að láta fýlu sína í ljósi mættu Blikar of seint í Víkina og neituðu að nýta búningsklefa vegna meintrar fýlu. Blikar voru sektaðir fyrir tiltækið. Segja má að þarna hafi Blikar misst fókus í titilvörn sinni en þeir enduðu með tuttugu og fimm færri stig en meistarar Víkings og Valur ellefu stigum minna.
Bloggar | Breytt 9.10.2023 kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2023 | 07:30
Rússland mesta efnahagsveldi Evrópu ...
Rússland varð stærsta efnahagsveldi Evrópu í sumar, fimmta mesta efnahagsveldi heims með 5.32 trilljón dollara GDP á grunni PPP samanburði kaupgetu; purchasing power parity, stærra en Þýskaland með 5.3 trilljón dollara. Kína er farin framúr Ameríku með 30 trilljón dollara GDP samanborið við 25 trilljón dollara GDP í Ameríku. Þetta gerist þrátt fyrir viðskiptabann Vesturveldanna á Rússland. Viðskiptabann átti að rústa rússneskum efnahag. Í staðinn er efnahagur Rússa nú stærri en Þýskalands ... Gjald Evrópu er afiðnvæðing og verðbólga, tvítaði D.M. Collingwood, ritstjóri BritanniQ. Vanmat Vesturveldanna á rússneskum efnahag er að koma illa í bakið á íbúum Evrópu og Ameríku. Viðskiptabann átti að gera Rússa fátæka og ókleift að heyja stríð. Þvert á móti er efnahagur Rússa kröftugur og dýnamískur meðan Ameríka og Evrópa eru í frjálsu falli stöðnunar og verðbólgu. Ekkert ríki í heiminum á jafnmikla gnægð olíu, gas, kola, málma með öflugan landbúnað. Rússland er þess vegna vel í stakk búið að takast á við ófriðartíma.
Vesturlönd hafa sent vopn sín til Úkraínu illa fær um að endurnýja þau. Í þessu samhengi er vert að nefna að vestrænar þjóðir reiða sig á þjónustugreinar en Rússland er framleiðslu- og iðnríki. Á styrjaldartímum skiptir þetta sköpum. Um áratugaskeið hafa Vesturlönd flutt framleiðslu sína úr landi til ríkja sem hafa verið kölluð þriðji heimurinn. Nú vilja Vesturlönd koma á alheimsstjórn til þess að ná tökum á stjórn þriðja heimsins til þess að arðræna. Þessu er þorri mannkyns ósammála og segir hingað og ekki lengra.
SAMANBURÐUR HAGKERFA Á ÓFRIÐARTÍMUM
Franski hagfræðingurinn Jaques Sapir bendir á að frá upphafi stríðsins í Úkraínu hafi spurningin um stærð hagkerfa Vesturlanda samanborið við hið rússneska og raunar líka kínverska, fengið aukið vægi. Sérstaklega hafi vestrænir pólitíkusar bent á að hagkerfi Rússa sé á stærð við Spán og Ítalíu. Nú þegar menn hafi endurvakið Kalda stríðið og ófriður ríki í Evrópu þá skipti sköpum að auka skilning á samanburði hagkerfa. Vestræn hagkerfi reiða sig á þjónustugreinar. Þau eru veik fyrir þegar kemur að framleiðslugreinum, námugrefti og landbúnaði. Mæling þjóðarframleiðslu GDP; Gross Domestic Production hafi blindað Vesturveldin. Á friðartímum virðist baksvið litlu skipta en öðru gildi á ófriðartímum. Þetta þurfi Vesturveldin að líta til. Frá heimstyrjöld no. 2 1939-1945 World War II hafi menn einblínt á þjóðarframleiðslu og auðsköpun á hlutabréfamörkuðum og gengi gjaldmiðla almennt miðað við dollar. En þessi einfalda lausn hefur þann veikleika að endurspegla ekki endilega efnahagsstyrk þjóða. Á stríðstímum missa þjónustugreinar mikilvægi í samanburði við landbúnað, iðnað og byggingariðnað. Það verður nauðsynlegt að mæla vöruframleiðslu einstakra þjóða til þess að skilja raunverulegan samanburð, skrifar Sapir í American Affairs 2022. Ólíkt Rússum hafa hvorki Evrópa né Ameríka lagað efnahag að stríði. Stríðið í Úkraínu er Proxy-stríð; staðgengisstríð með vestrænum vopnum og peningum í þágu útþenslu Nato. Allt er greitt af Vesturlöndum og hefur svo verið frá valdaráninu 2014.
Hin fræga Big-Mac vísitala gefur samanburð á lífskjörum milli þjóða. Dollar; $1 í Rússlandi færir kaupanda miklu mun meira en $1 í USA. Big Mac kostar 5.15 dollara í USA en 2.44 dollara í Rússlandi. Heimamenn tóku yfir rekstur McDonalds eftir að viðskiptabanni var skellt á. Viðskiptabannið hefur gert Rússa sjálfum sér nóga á mörgum sviðum, til dæmis kaupa þeir innlenda bíla Avto og GAZ í stað Benz og Audi sem Þjóðverjar seldu í stórum stíl.
RÚSSUM VEX ÁSMEGIN
Lokun markaða í Evrópu og Ameríku var sem högg á rússneskan efnahag árið 2022 en Rússar hafa aðlagað sig og markaðir einkum í Asíu hafa opnast. Það skiptir sköpum að 80% mannkyns styður Rússa í deilunni í Úkraínu. BRICS-löndin; Brasilía, Indland, Kína og S-Afríka eru í efnahagsbandalagi með Rússum ásamt tugum annarra ríkja sem eru að ganga inn. Þar eru sérlega eftirtektarverð Saudi-Arabía, Íran og Egyptaland. Líklega eru dagar petro-dollars taldir. Olíubann átti að lama Rússa en það hefur þvert á móti komið illa við orkusnauða Evrópu. Rússar beindu olíu- og gasviðskiptum frá Evrópu til Asíu, einkum Kína og Indlands sem áframselur rússneska olíu, þar á meðal til Vesturlanda. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir tæplega eins prósents hagvexti í Rússlandi en heimamenn 2% meðan stöðnun ríkir í Evrópu og upplausn í Ameríku sem á undanförnum áratugum hefur flutt verksmiðjur sínar erlendis, alveg sérstaklega Kína. Rússland nútímans minnir á Ameríku fyrir hundrað árum.
EVRÓPA Í TÆTLUM
Í Evrópu ríkir Alræði sérfræðinganna en á dögum bolsevika var það alræði öreiganna sem hrundi. Það er að koma í bakið á Vesturveldunum að vanmeta Rússland og kjánaleg ummæli vestrænna leiðtoga stinga í augu. Ursula van der Leyen kvað í ræðu í setember 2022 að Rússland væri í tætlum; in tatters þar sem þrjú þúsund alþjóða firmu hefur yfirgefið landið. Skortur væri á tölvukubbum í vopn og Rússar leituðu í þvottavélar. Viðskiptabann var vissulega högg en Rússar eru að aðlaga sig og ný heimsmynd að birtast. Evrópa er þvert á móti er í tætlum meðan efnahagur Rússa vex. Josep Borell utanríkisstjóri ESB uppnefndi Rússa "efnahagsdverg ... gasstöð með kjarnorkuvopn". Borell þessi segir líka að Evrópa sé sem aldingarður umkringdur frumskógi; Europe is a garden. The rest of the world [...] is a jungle. Annalena Boerback utanríkisráðherra Þýskalands varð sér til háðungar þegar hún sagði að Vladimir Pútin yrði að breyta stefnu sinni varðandi Úkraínu um 360°. Það hafði áður vakið uppnám þegar hún sagði að Þjóðverjar yrðu að sætta sig við að Úkraína væri í forgangi og Þýskaland væri í stríði við Rússland. Nú er komið á daginn að þýskir Bundeswehr hermenn stýra þýskum Leopard skriðdrekum sem Rússar hafa eyðilagt í stórum stíl.
ÞÝSKALAND Á BRAUÐFÓTUM
Economist og Der Spiegel kalla Þýskaland veika mann Evrópu; sick man of Europe. Þar er samdráttur, lífskjör hrapa og þýska iðnveldið á brauðfótum. Orkukreppt Þýskaland er í kreppu. Hryðjuverkið í Eystrasalti þegar Nord Stream leiðslan var sprengd í tætlur er mesta mengunarhryðjuverk sögunnar. Ódýrt gas hætti að streyma til Þýskalands sem hefur komið illa við efnahag landsins. Auðlindir eru undirstaða velsældar, orkuskortur er ávísun á stöðnun. Andrezj Duda forsætisráðherra Póllands líkir Úkraínu við drukknandi mann; drowning man. Pólverjar, Ungverjar og Slóvakar neita að kaupa mengað úkraínskt korn og er af því hörð deila. Sigurvegari kosninga í Slóvakíu um helgina krefst þess að stríðinu linni líkt og Ungverjar. Sá dellumosktur er við lýði á Vesturlöndum að taka beri út CO2 orkugjafa án þess að því sé svarað hvað koma eigi í staðinn. Kolefni er undirstaða lífs. Gróður svolgrar í sig CO2 og framleiðir súrefni sem við öndum að okkur. Jörðin framleiðir olíu á nútíma sem fyrri skeiðum. Kolefnislaus veröld er leið fátæktar og helsis. Vesturlönd eru á hraðferð fram af Svörtuloftum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2023 | 22:57
Heimir Karlsson opnar umræðu um Úkraínu á Bylgjunni ...
Það er áhugavert að hlusta á viðtal Heimis Karlssonar á Bylgjunni við Arnar Loftsson sem búsettur er í Rússlandi. Það markar þáttaskil að því ég best veit því að í fyrsta sinn frá stríðsbyrjun í febrúar 2022 tekur meginmiðill viðtal við stuðningsmann Rússa í stríðinu í Úkraínu. Heimir er afburða þáttastjórnandi, farsæll og vinsæll. Arnar fór yfir helstu ástæður fyrir því að Rússar gerðu innrás. Ég er hér með samantekt í tilefni þessa.
BLÓÐUG BYLTING CIA 2014
Á útmánuðum 2014 var blóðugt valdarán í Kænugarði að undirlagi CIA stýrt frá tveimur efstu hæðum gömlu KGB byggingarinnar í Kænugarði. Engum Úkra var hleypt upp. Allt að hundrað manns voru skotnir til bana á Sjálfstæðistorginu og um fimmtíu Rússar brenndir inni í Alþýðuhúsinu í Odessa. Lýðræðiskjörinn forseti landsins Viktor Yanukovic flúði land. Íbúar Donbass, Luhansk og Krímskaga eru Rússar. Þeim hafði verið bannað að rækta menningu sína og tungu, svo og börnum í skólum. Það var brot á Helsinki-sáttmálanum frá 1975. Oligarkinn Petro Poroshenko var kjörinn forseti en rússneskir íbúar kusu sjálfstjórn með yfir 90% atkvæða. Fræg eru ummæli Poroshenko: Okkar börn fara í skóla meðan þeirra börn hírast í kjöllurum. Þetta var í raun þjóðernisstríð gegn rússneskum íbúum A-Úkraínu. Nazismi hefur verið landlægur í Úkraínu og nazistinn Stepan Bandera þjóðhetja styttur reistar honum til heiðurs.
ÁRÁSARSTRÍÐ GEGN EIGIN ÞEGNUM
Það hefur verið algengur misskilningur að Rússar hafi ráðist inn í Krímskaga. Rússar tóku yfir stjórn Krím. Þeir voru þar fyrir. Úkrinn Nikita Krútsjov hafði fært Úkraínu að "gjöf" árið 1954. Lenín hafði rennt Donbass og Luhansk inn í sovétlýðveldið Úkraínu 1922. Stalín hafði rennt inn V-Úkraínu sem hafði tilheyrt Póllandi. Stjórnin í Kænugarði hóf árásarstríð gegn eigin þegnum í A-Úkraínu og á næstu árum féllu að minnsta kosti 15 þúsund manns og um tvær milljónir flúðu austur á bóginn til Rússlands. Árið 2015 voru Azov-nazistar sendir í fremstu víglínu. Þekkt eru myndskeið af þingmönnunum Lindsey Graham og John McCain lofandi azov-hermönnum vopnum og dollurum haustið 2016. Tvívegis voru gerðir svokallaðir Minsk-samningar I & II en sviknir af Vesturlöndum og Úkrum. Angela Merkel kanslari hefur lýst því yfir að samningarnir hafi verið til að vinna tíma til að byggja upp úkraínska herinn.
Svikin voru loforð sem Mikhaíl Gorbatsjov voru gefin um að Nato færi ekki þumlung austur á bóginn; not-inch-east. Markmið Vesturveldanna er að lama Rússa, skipta landinu upp og arðræna líkt og Blackrock gerir nú þegar í Úkraínu. Hafið í huga að gjald Íslendinga að ESB er framsal fiskimiða og orkulinda til Brussel ...
HIN ENDALAUSU ÁRÁSARSTRÍÐ NATO
Undanfarna áratugi hafa ríki A-Evrópu gengið í Nato sem hefur breyst í árásarbandalag með Endalausum styrjöldum undir forystu Ameríku. Fyrst á Balkanskaga þegar Kosovo var tekin af Serbum og loftárásum á Belgrad. Þá styrjöldum gegn Afganistan, Írak, Lýbíu, Sýrlandi og Súdan; allir íslenskir flokkar hafa tekið þátt. Bandaríkin og Evrópa hafa borið kostnað af stríðinu í Úkraínu. Bandaríkin standa straum af lögreglu, sjúkra- og slökkviliðum í Úkraínu. Andstaðan gegn stríðinu hefur vaxið í Ameríku og Bandaríkjaþing neitar frekari fjárframlögum. Raunar hafa Bandaríkjamenn verið í uppreisn gegn Endalausum stríðum síðan 2016 og eru enn, enda gjald bandarískrar alþýðu hátt.
ZELINSKY LOFAÐI FRIÐI
Volomodyr Zelinsky var kjörinn forseti 2019 og lofaði friði en stríðið gegn íbúum Donbass hélt áfram. Í febrúar 2022 réðust Rússar inn og í apríl lágu fyrir friðarsamningar í Istanbúl að frumkvæði Erdogans en Boris Johnson hélt þá til Kænugarðs og kom í veg fyrir frið. Meðlimur í viðræðunefnd Úkra í Istanbúl sem leiddi frið við Rússa, Denys Kirieiev var myrtur af öryggissveitum Úkra og líkið skilið eftir á götu í Kænugarði.
Nú er allt að hálf millón Úkraínumanna fallin eftir nánast samfellda ósigra og hörmungar alveg sérstaklega í Bakmut sem féll í maí 2023 þar sem um 75 þúsund Úkrar féllu. Að undanförnu hafa þúsundir úkraínskra hermanna veifað hvítum fánum og gefið sig fram. Clayton Morris á Redacted hefur skýrt frá því.
RÚSSLAND MESTA EFNAHAGSVELDI EVRÓPU ... EVRÓPA Í TÆTLUM
Þegar stríðið hófst 2022 spáði Ursula van der Leyen í ræðu að Rússland yrði í tætlum; in tatters. Evrópa þvert á móti er í tætlum. Andrezj Duda forsætisráðherra Póllands líkir Úkraínu við drukknandi mann; drowning man. Pólverjar, Ungverjar og Slóvakar neita að kaupa mengað úkraínskt korn og er af því hörð deila. Kröfur um frið í Úkraínu gerast stöðugt háværari. Economist kveður Þýskaland veika mann Evrópu; sick man of Europe. Þar er samdráttur, lífskjör hrapa og þýska iðnveldið á brauðfótum. Orkukreppt Þýskaland í kreppu. Hryðjuverkið í Eystrasalti þegar Nord Stream leiðslan var sprengd í tætlur er mesta mengunarhryðjuverk sögunnar. Ódýrt gas hætti að streyma til Þýskalands sem hefur komið illa við almenning.
Rússland er stærsta efnahagsveldi Evrópu, fimmta mesta efnahagsveldi heims með $5.32 Trilljón GDP, stærra en Þýskaland $5.3T. Kína er farin framúr Ameríku í frjálsu falli. Vesturveldin vanmeta Rússland. Josep Borell utanríkisstjóri esb uppnefnir Rússa "efnahagsdverg ... gasstöð með kjarnorkuvopn". Annalena Boerback utanríkisráðherra Þýskaland segir að Vladimir Pútin verði að breyta stefnu um 360°!!! Þetta eru leiðtogar titlaðir sérfræðingar ... við lifum skeið alræðis sérfræðinganna.
Þekktasti blaðamaður Ameríku, Symour Hersh hefur afhjúpað að hryðjuverkið í Eystrasalti var framið af Bidenstjórninni með norskri aðild. P-8 þotan sem sveimaði yfir Nord Stream nóttina 26.10 2022 lagði upp frá Keflavíkurflugvelli. Athygli vert, ekki satt? Af hverju höfnuðu Vesturveldin rannsókn Öryggisráðs SÞ á hryðjuverkinu?
80% MANNKYNS ANDÆFIR
80% mannkyns hafnar stuðningi við Vesturlönd í stríðinu við Úkraínu. BRICS er bandalag Brasilíu, Rússlands, Indlands, Kína og S-Afríku þar sem gjaldmiðlar styðjast við gullfót. Auðlindir eru undirstaða velsældar. Tugir ríkja með Saudi-Arabíu, Egyptaland, Íran, Argentínu og Afríkuríki eru að ganga í BRICS og taka upp hið nýja fyrirkomulag. Dagar olíudollars; petrodollars eru taldir. Ameríka sem heimsveldi að syngja sinn svanasöng. Þeim fjölgar sem átta sig á að Ameríka er "failed state." Nýlendustefna Vesturveldanna heyrir senn sögunni til. Blackrock, Vanguard & State Street sem eiga meir en þrjá fjórðu hlutabréfa á hlutabréfamörkuðum Vestanhafs eiga alla helstu fjölmiðla á Vesturlöndum sem í bandalagi við ríkismiðla; Trusted News Iniative flytja eina og sömu fréttina á rauntíma. Íslenskar ritstjórnir fá lygina beint í æð, líkt og ritstjórnir um allan hinn vestræna heim.
Prentararnir í Federal Reserve hafa haft einkarétt á prentun dollars síðan 1913. Allar götur síðan hafa ríkt styrjaldir og plágur í veröld. Menn kvarta undan íslenskum sægreifum en þeir eru á stuttbuxum við þessi ósköp sem einkaréttur á prentun dollars er. Menn geta svo spurt sig, hverjir prentararnir eru ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2023 | 23:51
Víkingur Íslandsmeistari 2023 - Fimm titlar á þremur árum
Víkingur varð Íslandsmeistari 2023 um helgina eftir að KR og Valur gerðu jafntefli 2-2 í Vesturbænum. Víkingar urðu sófameistarar en spiluðu sinn lakasta leik í sumar gegn Breiðabliki. Fjölmenn stuðningssveit Víkinga lét það ekki á sig fá og hyllti meistarana. Augljóst spennufall líkt og gerist þegar titill er í höfn. ManCity vann alla leiki eftir áramót og varð sófameistarari en vann ekki leik í deildinni eftir það, svo Víkingar þurfa að gæta sín. Blikar heiðursmenn þegar þeir stóðu heiðursvörð. Það var ánægjulegt að sjá eftir að þeir mættu of seint til leiks í Víkina á dögunum og voru sektaðir fyrir. Víkingur hefur sannlega safnað titlum undanfarin ár.
Eftir að tveir af bestu miðvörðum íslenskrar knattspyrnu, Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen snéru heim og Arnar Gunnlaugsson tók við þjálfun 2018 hefur Víkingur verið óstöðvandi. Unnið titil eftir titil eftir titil. Víkingsliðið er eitt besta lið Íslandssögunnar. Fimm titlar á þremur árum, sex af níu á fimm árum er stórbrotinn árangur.
2019: BIKARMEISTARAR
2021: ÍSLANDS- & BIKARMEISTARAR
2022: BIKARMEISTARAR
2023: ÍSLANDS- & BIKARMEISTARAR
Ævintýrið byrjaði með bikartitli 2019 eftir að slá út Blika í undanúrslitum í Víkinni 3-1. Bikarmeistarar fjórum sinnum í röð, unnu Blika í undanúrslitum 2022 í Fífunni 3-0. Valkyrjur Víkings heilluðu þjóðina, lögðu Blika í úrslitum Bikarsins á Laugardalsvelli; unnu tvöfalt 2023; Lengjudeild- og Bikar. Þær endurtóku leik Bikarmeistara karla frá 1971 sem unnu Breiðablik 1-0 í úrslitum á Melavelli og 2. deild með miklum yfirburðum. Magnaðar rimmur milli þessara nágranna í sögulegu ljósi.
Víkingur 108 Reykjavík
Nú eru 50 ár frá því Víkingar tóku ákvörðun að flytja í Fossvog undir forystu Jóns Aðalsteins Jónssonar heitins. Stjórn Antons Arnar Kærnested hóf framkvæmdir á níunda áratugnum. Árið 1991 var íþróttahúsið tekið í notkun og búningsaðstaða. Stúka í kjölfarið. Hins vegar kom það forystumönnum Víkings í opna skjöldu að Kópvogsbær bjó HK setur skammt frá í Fossvogi. HK óx og dafnaði sem eitt öflugasta íþróttafélag landsins. Jafnframt að borgaryfirvöld ákváðu að reisa Fram setur í Safamýri þar sem glæsilegt íþróttahús reis. Nú hins vegar eru þessi félög flutt. HK upp í Kóra og Fram í Úlfarsárdal.
Víkingur er eitt félaga í 108 Reykjavík, hefur tekið yfir Safamýrina og er landfræðilega með eitt besta félagssvæði íþróttafélaga á landinu og líklega með bestu forystusveit íþróttafélaga í landinu sem hefur sameinað 108 Reykjavík að baki Víkingi. Sannlega er framtíð Víkings björt og 50 ára væntingar forystumanna hafa ræst.
Bloggar | Breytt 26.9.2023 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2023 | 22:51
Glæstur sigur í torfkofa ...
Fátt gleður íslenska þjóð meir en glæsilegir sigrar Íslands í íþróttakappleikjum; fótbolta, handbolta og körfu. Einn slíkur var gegn Bosníu þar sem Ísland vann sigur á öflugu liði Bosníu 1-0. Stórbrotinn sigur þar sem Alfreð Finnboga skoraði sigurmarkið, maður á réttum stað eftir að Jóhann Berg, Hákon Örn og Jón Dagur höfðu sundurspilað vörn Bosníu. Við sannlega eigum efnilegt lið og stórbrotin unglingalið í öllum íþróttum beggja kynja. Framtíðin er björt.
Sá skuggi er yfir íslenskum íþróttum að þeim eru gerð setur í torfkofum; Laugardalshöll og Laugardalsvelli, mannvirkjum sem voru tekin í notkun fyrir meir en hálfri öld og eru á undanþágu. Ráðamenn þykjast aftur og aftur ætla að búa sómasamlega að íþróttum en svíkja jafnan. Við höfum öll orðið vitni að þessum svikum og hrist höfuðið meðan aðrar þjóðir skjótast fram fyrir okkur, ég nefni Luxemborg og Færeyjar. Sannleikurinn er að pólitíkin grefur undan íslensku þjóðerni, menningu, tungu og karlmennsku. Þar fara fremstir feministar í öllum flokkum sem öllu tröllríða. Konur eru jafnvel meiri fasistar en karlar. Síðar mun ég rekja fasískar rætur feminisma.
Nærfellt 40% drengja eru ólæsir og efa sáð í huga barna um kyn sitt. Reykvísk námskrá gerir út á kynvæðingu barna í samræmi við markmið Sameinuðu þjóðanna. Okkur er sagt að fólk sé óvelkomið í skóla sem kallaðir eru vinnustaðir kennara og barna! Lögreglu sigað á fólk sem var að líta á aðstæður. Hvað er verið að fela? Drengir eru limlestir með skelfilegum hætti, þeim er talin trú um að þeir séu hán, limur fjarlægður og líkamar þeirra fylltir kemískum efnum siðlausra lyfjarisa. Fjölmiðlar elta þessa bábilju. RÚV er skelfilegast fjölmiðla. Þar er herför gegn karlmennsku. Sérstök herför hefur verið gegn fótboltalandsliði okkar. Við þekkjum það öll. Á 17. júní sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga var Gylfi Þór Sigurðsson níddur í þætti eftir hádegisfréttir á Rás 1. Á sjálfan þjóðarhátíðardag Íslendinga hampaði RÚV höfuðleðri karlmennsku í þessu landi. Það var táknrænn gjörningur. Hversu fyrirlitlegt var það? Níðárás á Gylfa Þór. Þetta er ógeðfellt svo orð fá ekki líst. Við erum vitni að Alræði sérfræðinga sem kom í stað martraðar Alræðis öreiga fyrir hundrað árum. Meira um það síðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2023 | 22:43
Hnignun Íslands ...
Það eru allir sammála um að framganga Íslands í Luxemburg er ein lélegasta í manna minnum í nýjum þjóðarleikvangi Lúxera. Íslenska liðið var arfaslakt segja allir, eiginlega jafn slakt og íslensk pólitík segi ég. Fyrirgefið mér að blanda þessu saman en getuleysi ríkisstjórnar og borgaryfirvalda að skapa umgjörð um þjóðaríþróttir er þjóðarskömm. Þjóðaríþróttir okkar, fótbolti, karfa og handbolti eru í torfbæjum á meðan Lúxerar og Færeyingar reisa þjóðarmannvirki. Nýr leikvangur Lúxera var líkt og nudda salti í sárin. Töpum við í Þórshöfn? Um langt árabil hefur verið rætt um að reisa þjóðarleikvang og íþróttahöll en ekkert gerist, bara alls ekkert frekar en Sundabraut þann arðbæra veg sem myndi leysa reykvíska umferðahnúta og gerbreyta samgöngum í landinu. Spyrjið af hverju vilja þau ekki umbylta samgöngum en krefjast 280 milljarða í borgarlínu?
Pólitíkin hefur engan áhuga á því að lyfta Íslandi og því sem íslenskt er. Það er alvarlegur skortur á stolti í þessu landi. Pólitíkin eyðir milljörðum í stríðsrekstur og tugum milljarða í fólk ólöglega í landinu. Ekkert fjármagn er til þess að lyfta íslenskri þjóðarvitund, bara alls ekkert. Er ekki rangt gefið?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2023 | 22:32
Hnignun Íslands ...
Það eru allir sammála um að framganga Íslands í Luxemburg er ein lélegasta í manna minnum í nýjum þjóðarleikvangi Lúxera. Íslenska liðið var arfaslakt segja allir, eiginlega jafn slakt og íslensk pólitík segi ég. Fyrirgefið mér að blanda þessu saman en getuleysi ríkisstjórnar og borgaryfirvalda að skapa umgjörð um þjóðaríþróttir er þjóðarskömm. Þjóðaríþróttir okkar, fótbolti, karfa og handbolti eru í torfbæjum á meðan Lúxerar og Færeyingar reisa þjóðarmannvirki. Nýr leikvangur Lúxera var líkt og nudda salt í sárin. Töpum við í Þórshöfn? Um langt árabil hefur verið rætt um að reisa þjóðarleikvang og íþróttahöll en ekkert gerist, bara alls ekkert frekar en Sundabraut þann arðbæra veg sem myndi leysa reykvíska umferðahnúta og gerbreyta samgöngum í landinu. Spyrjið af hverju vilja þau ekki umbylta samgöngum en krejast 280 milljarða í borgarlínu?
Pólitíkin hefur engan áhuga á því að lyfta Íslandi og því sem íslenskt er. Það er alvarlegur skortur á stolti í þessu landi. Pólitíkin eyðir milljörðum í stríðsrekstur og tugum milljarða í fólk ólöglega í landinu. Ekkert fjármagn er til þess að lyfta íslenskri þjóðarvitund, bara alls ekkert. Er ekki rangt gefið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2023 | 11:34
Don Quixote með heimilisfesti í Kópavogi?
Það verður ekki annað sagt en vængstýfðir Blikar hafi klæðst brynju Don Quixote og slegist við vindmyllur þegar kemur að Íslandsmótinu í sumar. Sérlega hafa Víkingar farið í taugarnar á grænum Blikum sem ekki nýttu búningsaðstöðu í Víkinni á dögunum því hún væri ljóslaus og illa lyktandi, svo sem Gummi Ben upplýsti í Stúkunni á Stöð 2. Búningsaðstaðan hefði verið Blikum ósamboðin. Blikar hituðu því upp í Kópavogi, skiluðu leikskýrslu og mættu seint í Víkina til þess að ...mótmæla á táknrænan hátt, segir á heimasíðu Blika. Víkingar unnu ungt og flott lið Blika 5-3. Blikahöfundur skrifar að ...föst leikatriði heimapilta og mistök dómaratríósins [hafi orðið] Blikaliðinu að falli ... Einn lítill Víkingur [Danijel Djuric innsk. HH] skoraði mark en hann var svo rangstæður að jafnvel rangeygðustu menn sáu það. Danijel einn efnilegasti leikmaður landsins uppalinn í Kópavogi hefur þroskast vel undir handleiðslu Arnars þjálfara.
VETTVANGSKÖNNUN DV
Víkingar svöruðu ekki aðfinnslunum Blika en fréttamaður DV fór í vettvangskönnun í Víkina, kveikti ljós og fann enga vonda lykt. Kári Árnason sagði í viðtali við DV að aðstaðan í Víkinni ...væri bara eins og á Laugardalsvelli; strípuð og old school. Af þessu tilefni má nefna að Víkingar gerðu samninga um hina farsælu uppbyggingu í Fossvogi fyrir 50 árum og vígðu Víkina árið 1991. Sjálfsagt er kominn tími til að taka næstu skref. Spyrja má hvort Blikar sætti sig við búningsklefa Ísfirðinga fari svo að Vestri fari upp í Bestu deild eða hvort Skagamenn hafi endurnýjað klefa nýlega? Bara spyr.
Óskar Hrafn Blikaþjálfari fór niðrandi orðum um Evrópuárangur Víkinga sem væri ekki sambærilegur Blika en þar er hann sjálfsagt að vísa til Evrópusigra Blika á Tre Tenne, Budoconos, Shamrock Rovers og Struga. Þegar Blikar loks mættu til leiks tók Óskar ekki í hönd Arnars Víkingsþjálfara, að sögn Stöðvar 2. Á trofullum Heimavelli hamingjunnar sáu Blikar Víkinga afhenda Ljósinu, stuðningsamtökum krabbameinssjúkra, þriggja milljón króna ávísun ágóða af góðgerðatreyju til minningar um tónlistarmanninn Svavar Pétur Eysteinsson betur þekktan Prins Póló sem féll frá í september 2022 eftir harða baráttu við krabbamein. Fjölskyldan býr í Fossvogi. Treyjan hafði selst upp á nokkrum klukkstundum áletruð Nú! er góður tími. Kóróna Prinsins er fyrir ofan Víkingsmerkið.
HARMAKVEIN AÐ ÁRI?
Blika-höfundur vitnar í Halldór Laxness: Minn herra á aungvan vin. Með þremur synjunum KSÍ að fresta Víkingsleiknum hafi Blikar skapað vesen fyrir KSÍ og félög í Bestu deild og gætir biturðar í skrifum en höfundur kallar aðdraganda leiksins farsa og kveður Víkinga koma sér í ...einhver kjánaleg sjálfskaparvíti án þess að útskýra nánar. Vandséð er hvað hann á við. Víkingur er á þröskuldi Íslandstitils og í úrslitum Bikarsins við sterkt lið KA. Að loknum 22 leikjum í Bestu eru Blikar 21 stigi á eftir Víkingi. Hinn bókvísi Bliki hefur svo í hótunum við Víkinga: Áhugavert verð[ur] að heyra harmakveinin úr Fossvoginum þegar þeir röndóttu verða hugsanlega í sömu stöðu og við eftir ár! Svo mörg voru þau orð. Við lestur Blikasíðu skilst af hverju Ungmennafélagið Breiðablik hefur ekki beðist afsökunar á ummælum Óskars Blikaþjálfara fyrr í sumar þess efnis að Víkingar séu fávitar og Höskuldur fyrirliði uppnefndi Víkinga geltandi hunda. Er Don Quixote kominn með heimilisfesti í Kópavogi?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2023 | 13:15
Blikar og Valsarar strá salti í eigin sár ...
Allt stefnir í að Víkingur verði Íslandsmeistari 2023. Þeir hafa þegar sett stigamet. Víkingur með 56 stig í 21 leik og 62 mörk skoruð, í úrslitum Bikarsins í fjórða sinn í röð. Víkingar hafa notið mikillar velgengni undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Sú furðulega uppákoma varð í Víkinni að Blikar mættu seint og skiluðu leikskýrslu stuttu fyrir leik. Þrisvar hafði KSÍ hafnað beiðni Blika um að fresta leiknum og þrisvar pönkuðust Blikar á KSÍ en fengu jafnan neitun. Óskar Hrafn þjálfari Blika mætti í Víkina eins og stormsveipur og mun hafa neitað að heilsa Arnari þjálfara Víkings. Óskar var augljóslega reiður og bar á Víkinga lélegan árangur í Evrópukeppni! Enginn hefði haft áhuga að rétta Blikum hjálparhönd, kvartaði Óskar.
Blikar pönkuðust á Víkingi og reyndu að skemma umgjörð leiksins. Algjörlega óheyrt í íslenskri knattspyrnusögu. Víkin var þéttsetin og knattspyrnudeild afhenti þrjár milljónir króna til Ljóssins. Blikar misreiknuðu sig og sýndu virðingarleysi. Hvað um kurteisi við gestgjafa, við áhorfendur? KSÍ hafði farið í gegn um ómöguleika frestunar með Blikum samanber greinagerð en það stöðvaði ekki Blika. Ég vona að minn gamli vinur, fréttastjórinn átti sig á frumhlaupinu. Eftir leik félaganna í Kópavogi í sumar kallaði Óskar Hrafn Víkinga fávita í tvígang og Höskuldur fyrirliði kallaði Víkinga geltandi hunda. Hvorki þeir né Breiðablik hafa beðist afsökunar. Það virðist mikil græn reiði og heift þrífast í Fífunni.
VALSMENN FARA OFFARI
Á sama tíma vilja forystumenn Vals að félaginu verði dæmdur sigur eftir stórtap fyrir Víkingi á Hlíðarenda á dögunum. Niðurstaða KSÍ nægir ekki forystumönnum Vals svo þeir hafa áfrýjað og krafist þess að leikurinn verði dæmdur Víkingi tapaður. Um þetta var ekki rætt við þjálfara og leikmenn Vals! Af hverju skapa þessi tvö félög neikvæða umræðu um Íslandsmótið? Ef Blikar hefðu ráðið, þá hefði Víkingum verið gert að stilla upp liði án landsliðsmanna sinna í landsleikjahléi, Íslandsmót framlengt inn í myrkur haustsins. Blikar báru saman upphaf móts í N-Makedóníu við lok móts á Íslandi. Það er ólíku saman að jafna og fremur grunnhyggið. Bæði Blikar og Valsmenn strá salti í eigin sár.
Eru Kópvogsbúar og Valsmenn sáttir með framgöngu forystumanna?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2023 | 21:28
Þegar Ísland reið á vaðið um pólitísk réttarhöld ...
Ísland reið á vaðið meðal vestrænna ríkja með pólitísk réttarhöld þar sem ríkisvaldi var gróflega misbeitt í boði Jóhönnu og Steingríms. Sérstakur saksóknari skipaður og verðlaunaður með feitu embætti. Nú er rúmur áratugur frá því Geir Haarde var dæmdur af Landsdómi fyrir að halda ekki ráðherrafundi fyrir Hrun 2008. Það þótti langt til seilst í pólitískum ofsóknum með RÚV klappandi á 1. bekk. Ísland var með óbragð í munni og margir þingmenn sem véluðu hafa beðið Geir afsökunar. Í Ameríku fetar Biden í fótspor þeirra skötuhjúa þó hafa beri í huga að réttarhöldin hér voru örútgáfa af því sem nú á sér stað í Vesturheimi. Mjór er mikils vísir. Hryllingur pólitískra réttarhalda Stalíns og Hitlers lifir með mannkyni.
248 MILLJÓNA ÁHORF Á TRUMP
Í Ameríku fjölgar ákærum á hendur 45. forseta Bandaríkjanna, Benjamítanum Dónaldi Jóni Trump með rætur á Suðureyjum. Síðasta ákæra var gefin út í Georgíufylki. Átján eru ákærðir með Trump. Trump var ekki meðal frambjóðenda repúblikana í umræðum á FoxNews, en var í viðtali við Tucker Carlsson á Twitter. Á hádegi 25.08 höfðu 248 milljónir manns horft á samtal þeirra. Fox garmurinn með 11.1 milljón að sögn CNN með sitt öráhorf 500 þúsund að meðaltali, amerískir falsmiðlar í sjokki. Svona bregst Ameríka við pólitískum ofsóknum.
TRUMP Í FULTON PRISON
Trump gaf sig fram við Fulton Prison í nótt þar sem Johnny Carson söng forðum. Við fáum að sjá mugshot af Trump líkt og hverjum öðrum sakamanni. Aldrei í sögu Vesturlanda hefur jafn svakalegu hatri verið beint að einum pólitíkus. Trump er ákærður fyrir að reyna hnekkja úrslitum kosninganna 2020. Þetta er súrealískt. Rúmu ári fyrir kosningar er honum bannað að tjá sig um málaferlin. Múlbundinn Trump þarf líklega að verja tugum milljarða í málsvarnir. Þrátt fyrir ofsóknir eða kannski þeirra vegna ber Trump höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálamenn að vinsældum í Ameríku. Hann fékk 75 milljónir atkvæða 2020 og 248 milljóna áhorf með Tucker !!!
SENÍLL MAFÍÓSI ÁKÆRANDI
Seníll mafíósi Joe Biden er í praxís ákærandi. Stöðugt bætist við syndaregister þeirra feðga Joe og Hunter. Biden verndaður af FBI og CIA er ofar lögum; above the law. Bandaríkin eru höfuðból spillingar í veröld stýrt af prenturum dollars, Big Pharma og Hermaskínu sem hefur tæmt lager sinn í Úkraínu. Davíð Oddsson kallar mál Bidenfeðga mesta spillingarahneysklið. Fréttafólk okkar tíðar lætur sér lynda að lepja fréttaskeyti Reuters og elta CNN, New York Times í eigu Blackrock og Vanguard sem eiga allar eignir veraldar til að halda lýðnum í myrkri. Íslenskir ríkis- og ríkramiðlar láta sem allt sé með felldu í Ameríku. Engar umræður eru leyfðar; efasemdir úthrópaðar Election Denial.
FORINGJAR FRAMVARÐASVEITAR
Svo bara tveir séu nefndir, þá leiða Bogi Ágústsson á RÚV og Kolbeinn Tumi á Stöð 2 útburð spunaveitna hinna ofsaríku um endalausar styrjaldir, linnulausar plágur og loftslagsvá. Þeir eru foringjar í framvarðasveit ríkislögreglustjóra, málpípur ofvaxins ríkisvalds sem hefur gengið glóbalizma á hönd og framselt fullveldi þjóðar. Titlunum var úthlutað í covidplágu gegn ríkisfé. Ömurlegir titlar að bera. Þeir hafa lagt orðstýr sinn að veði ónýtum málstað. Bogi leiðir RÚV í samstarfi evrópskra ríkismiðla um eina og sömu frétt á rauntíma. Svartara verður það ekki. Þeir eru í skjóli valds en vindar snúast svo sem við öll þekkjum. Abraham Lincoln sagði: Þú getur stundum blekkt fólk og sumt fólk alltaf en þú getur aldrei blekkt alla öllum stundum. You can fool all people some of the time and some people all the time. But you can never fool all people all the time.
AF HVERJU LÝGUR ISAVIA?
Í stað friðar er Ísland hervætt. Nato-stöðin orðin atómstöð með B-2 váfugla hlaðna kjarnorkusprengjum, Helguvík er kjarnorkukafbátalægi, vígadrekar Nato tíðir gestir í höfnum. Þöggun ríkir um Nord Stream gasleiðslurnar og íslenska aðild. Þrír B-2 váfuglar ögruðu og skelfdu Reykvíkinga með yfirflugi og háværum drunum á sólríkum ágústdegi. Váfuglarnir hófu sig til lofts í norðvestur frá Keflavíkurflugvelli yfir Leiruna og tóku hægri beygju áleiðis til Reykjavíkur á vegum Pentagon í samvinnu við Gæsluna, Isavia með samþykki Dísu ráðfreyju. Af hverju lýgur Isavia að váfuglarnir hafi flogið í 17 þúsund feta hæð þegar þeir voru í lágflugi í um fimm þúsund fetum? Af hverju er logið að þoturnar hafi beygt yfir Reykjavík vegna anna við flugleiðsögu. Ef satt væri hversu vanhæft batterí er Isavia að hleypa þremur váfuglum meðal borgaralegrar flugumferðar? Isavia veit sem er að fjölmiðlar okkar sópa öllu sem sópa þarf undir teppi. Kolbeinn Tumi blaðraði við Albert Jónsson, Mogginn skrifaði um herlegheit og gæsir sem ærðust og ruv.is kvað frétt sína um váfuglana því miður ekki vera til svona eins og sópa undir teppi, suss suss. Þetta er ekki hægt að skálda.
PRIGOZHIN & PÚTIN
Nú hefur þota Prigozhin hrapað í Rússlandi með þeim afleiðingum að Wagnerforinginn fórst ásamt átta eða níu manns. Hann var á farþegalista. Myndir sýna eld í vinstri væng þotunnar þegar hún hrapaði til jarðar. Ríkis- & ríkramiðlar okkar kváðu strax uppúr um að Pútin sé að verki. RÚV segir þá sem styggja Pútin vera drepna. RÚV virðist þekkja vel að tjaldabaki í Kreml þó Haukur Hauksson fréttamaður sem búið hefur í Moskvu í 30 ár sé á svörtum lista ríkismiðilsins. Pútin var kennt um Nord Stream hryðjuverkið. Það er þaggað og Vesturlönd komu í veg fyrir rannsókn Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Svo mikið um vestræna sannleiksást.
Nú hef ég ekki hugmynd um hvort Pútin sé að baki dauða Prigozhin. Það má þó heita merkilegt að Pútin drepi Prigozhin til þess að gleðja Úkra á þjóðhátíðardaginn og skapa umræðu um eigin illsku á BRICS ráðstefnunni í S-Afríku dagana sem Suður-Arabía, Íran, Argentína, Egyptaland, Sameinuðu furstadæmin og Eþíópa ganga í samstarf um gjaldmiðla á gullfæti. Dagar pappírsdollars eru taldir og ameríska öldin á enda. En auðvitað kemur það ekki upp í huga Alberts sem er að skapa sér nafn sem nato-albertí. Guðlausir kenna að manneskjan komi úr myrkrinu þar sem ekkert er, rotni og morkni í moldinni að loknu lífshlaupi. Er furða þó guðlaus Vesturlönd séu í kreppu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)