29.7.2024 | 21:55
Biden hækkar um tvo þumlunga á fimm dögum & breytir Hæstarétti ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2024 | 20:40
Lou Dobbs 1945-2024
Fréttamaðurinn Lou Dobbs er látinn, 78 ára að aldri, einn kunnasti fréttamaður sinnar tíðar í Bandaríkjunum. Lou Dobbs hóf störf á CNN árið 1980. Hann fór á Fox Business News fyrir fimmtán árum þar sem hann lengst af var með þáttinn Lou Dobbs Tonight. Lou Dobbs naut mikils trausts viðskiptalífsins og borgarasinnaðs fólks. Þegar hinar umdeildu kosningar í nóvember 2020 fóru fram, var Dobbs með fréttir af kosningasvikum demókrata. Lou Dobbs var með röð frétta um kosningasvikin, þar á meðal uppljóstara Póstsins sem flutti 200 þúsund ólögleg póstatkvæði frá New York til Pennsylvaníu á kosninganótt. Dobbs var ofsóttur og rekinn.
1.265 MANNS SAKSÓTTIR
Í Bandaríkjunum hafa staðið yfir mestu pólitísku ofsóknir vestrænnar sögu. Mestu pólitísku ofsóknir frá dögum Maó og Stalín. Alls hafa saksóknarar Biden-stjórnarinnar saksótt 1.265 manns frá fimmtíu fylkjum vegna 6Jan mótmælanna, þar af 460 verið varpað í fangelsi. Reynt var að dæma Trump úr embætti; Impeach vegna Rússagaldurs og Úkraínu allt lygi. CIA & FBI lugu sex vikum fyrir kosningar 2020 að tölva Hunter sonar Biden hafi verið runnin undan rifjum Pútins. Í vikunni vísaði dómari frá máli Biden-stjórnarinnar vegna leyndarskjala í vörslu Trump. Þegar pólitískar ofsóknir virkuðu ekki heldur þvert á móti juku vinsældir Trump, var gula karlinum sýnt banatilræðið í Pennsylvaníu.
TUCKER AFHJÚPAÐI 6JAN
Tucker Carlson afhjúpaði 6.Janúar 2021, stýringu FBI á fólkinu inn í þinghúsið og sýndarréttarhöld Þingsins. Tucker var rekinn. Lou Dobbs var virtasti fréttamaður Fox og Tucker Carlson vinsælasti. Þeir voru kunnustu fréttamenn Ameríku sem reknir voru fyrir fréttir af kosningasvikunum sem bannað er að nefna í Ameríku. Á Fox var Tucker með um 6 milljóna áhorf en áhrifameiri en nokkru sinni á sinni eigin sjónvarpstöð TCN; Tucker Carlson News, tug milljóna áhorf. Í tilfelli viðtals við Trump yfir 200 milljóna áhorf og viðtal við Pútin yfir milljarð. Í 2000Mules heimildamyndinni 2022 skráði Denis DSouza margslungna atkvæðasmölun þúsunda múldýra demókrata. Í desember 2023 birtu Heartland Institute og Rasmussen stofnunin könnun sem sýndi að fimmti hver kjósandi játaði víðfem kosningasvik með póstatkvæði.. Öll umræða er bönnuð og fólk sem efast um úrslitin 2020 ofsótt. Líkt og á Íslandi er allri frjálsri umræðu sópað undir teppi. Vesturlönd lúta forystu heilabilaðs Biden en að baki luktum dyrum er harðsvíruð fasísk skuggastjórn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.7.2024 | 17:12
Átök góðs og illsku ... fórnardauði Jesú & benjamítinn Donald Trump ...
Mannkyn hefur vitað um árþúsundir að maður er andi. Jesús sagði frá átökum tveggja megin afla; góðs og ills. Það var svo sem vitað en með fórnardauða sínum á Krossinum afhjúpaði Jesús illskuna; sigur anda yfir efni. Jesús sagði: Verið hughraust. Ég hef sigrað heiminn, Jóhannes 16:33. Páll postuli var fyrstur til að skilja Jesú í hörgul: Baráttan er ekki við menn af holdi og blóði, heldur tignir og völd myrkurs, andaverur vonskunnar. Efususbréfið 6:12-14.
Fyrir um hundrað árum færðu vísindin okkur innsýn í nýja veröld. Quantum Physics; magnfræðin opnaði undur atómsins. Niels Bohr [1885-1962] birti samspil kjarna atóms og rafeinda sem fara milli orkusviða sem opnaði nýja sýn á undur lífsins. En einmitt þegar dyr vonar voru að opnast, voru vísindin tekin í herkví af tignum myrkurs og festu mannkyn í drullumixi efnishyggju með lyfjarisana við fótstall Baal; Satans. Big Pharma er verkfæri illsku. Endalausar styrjaldir fram á þennan dag.
FURÐUTRÚ OKKAR TÍÐAR
Nútíma furðutrú í nafni vísinda boðar að maðurinn komi úr myrkrinu þar sem ekkert sé og hverfi til myrkursins að loknu lífshlaupi. Karma skipti engu. Þessi bábilja er kennd í ríkisvæddu skólakerfi. Við sitjum uppi með prófessora efst á pýramída fákunnáttu og kjánaskapar. Manneskjan er óumræðilega mikilfenglegri í ríki Drottins en hinni nýju myrku furðutrú guðlausrar Siðmenntar sem boðar ...sannfæringarfrelsi sem segir skilið við alla skynsemi og rústar lífi. Það stendur yfir árás á vestræna siðmenningu og arfleifð Jesú Krists. Það er verið að hneppa mannkyn í þrældóm þar sem við erum svipt eignum okkar; own nothing and be happy.
SÖMU ÖFL AÐ VERKI
Átök kærleika og illsku má lesa í Biblíunni; Opinberun Jóhannesar og Ragnarökum Völuspár norrænnar goðafræði. Sömu öfl á bak við víg Snorra Sturlusonar [1179-1241] eru nú í Úkraínu þar sem ...bræður berjast. Þegar Surtur fer sunnan sem sótrauður hani, þá vekur Gullinkambi hölda að Herjaföður. Átökin eru milli góðs og ills. Völvan segir frá Óðni við Mímisbrunn Yggdrasils með hrafnana Huginn og Muninn. Völvan birtir spádóma sína. Í Heimskringlu segir Snorri frá landvættunum sem nú eru í skjaldarmerki Íslands og kallast á við Ísraelsþjóðina í eyðimörkinni, Esekíel 1:10-13. Íslenska þjóðin er af ætt Benjamíns syni Jakobs og Söru. Ættkvísl Benjamíns var með Móse í eyðimörkinni. Þessari arfleifð er verið að tortýma; íslensku lýðveldi, þjóð, menningu og tungu.
NÝ VERÖLD KRISTS Á GIMLÉ
Við erum við fótskör dýrðar Jesú Krists og nýrrar veraldar á Gimlé. Samkvæmt Völuspá er Gullinkambi með sitt gullinsnið að vekja hölda veraldar. Gullinsnið er arkitektúr Drottins. Donald John Trump á rætur til Suðureyja af ætt Benjamíns. Við Íslendingar erum Benjamínítar. Fjölmargir spádómar eru um Trump. Í spjallþætti Steve Cioccolanti þann 14. mars sl. lýsti prestur að nafni Brandon Biggs sýn sem lýsti tilræðinu í smæstu atriðum svo ekki verður skáldað sem er á fb-færslu minni. Það er verið að vísa tignum myrkurs á dyr...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.7.2024 | 11:24
Mögnuð tilviljun bjargaði Trump ...
Ef Donald Trump hefði horft yfir hinn gríðarlega mannfjölda í Butlerbæ Pennsylvaníu í stað þess að snúa sér með snöggri hreyfingu til hægri, þá væri 45. forseti Bandaríkjanna látinn. Tilræðið hefði heppnast, meistaraskytta tók í gikk. Svo stutt er milli lífs og dauða forsetaframbjóðanda í Ameríku. Ótrúleg tilviljun bjargaði Trump sem þakkar Guði almáttugum. Bandaríski fáninn sem blaktir yfir blóðugum Trump fer í sögubækur, rákin eftir riffilkúluna mögnuð. Trump fékk riffilkúlu í brjóstið en skothelt vesti bjargaði forsetanum, enn óbirt. Trump féll til jarðar, öryggisverðir skýldu honum, fólkið óttaðist hið versta. En Trump er warrior; stríðsmaður. Hann reis á fætur hrópandi: Fight, fight, fight; berjist, berjist, berjist, veifaði, steytti hnefa til þess að sýna fólkinu sínu að hann væri heill þó blóðugur væri. Fólkið stóð upp og kyrjaði: USA, USA, USA. Ekkert fær knésett fólk sem elskar ættjörð sína. Glóbalistar eru dæmdir til ósigurs.
AULAGANGUR EÐA INNHERJAJOBB
Fleiri spurningum er ósvarað en svarað, segja menn í Ameríku og bæta við: Collossal Failure of Secret Service; Gríðarleg mistök leyniþjónustu. Leyniþjónustan heyrir undir alríkisstjórn Joe Biden. Hvers vegna lét leyniþjónustan viðvaranir sem vind um eyru þjóta? Það var riffilmaður á þaki lághýsis um 130 metra frá ræðupúlti forsetans? Vitni reyndu ítrekað að gera viðvart. Gengt riffilmanninum voru tveir þungvopnaðir agentar. Átta skotum var hleypt af áður en guttinn var skotinn. Af hverju ekki fyrr? Annað hvort er þetta aulagangur eða inside job; innnherjajobb, segir Clayton Morris á Redacted. Repúblikanar í þinginu boða rannsókn og kalla Kimberley Cheattle forstýru Secret Service fyrir þingnefnd. Skúrkar vilja leiðitama vanhæfni.
FIMMTUGUR FAÐIR & AFI LÁTINN
Fimmtugur faðir, afi og slökkviliðsstjóri er látinn, tveir liggja milli heims og helju. Við vitum ekkert um hvernig fólkið lenti í skotlínum. Tvítugur gutti er sagður tilræðismaður. Sama leikrit alla daga frá morðinu á John F. Kennedy í Dallas 1963. Þá var það Lee Harvey Oswald, nú Thomas Matthew Crooks; lone wolf. Það getur svo sem verið en munið að FBI rannsakar málið! FBI ásamt CIA lugu um morðið á Kennedy, lugu um 9/11, lugu um Rússatölvu Hunter Biden, lugu um Rússa-galdur. Crooks er sagður repúblikani en myndskeið sýna fádæma hatursorðræðu hugstola drengs. Falsmiðlar leika hlutverk sitt, upplýsingum haldið frá almenningi. Hatrið sem demókratar magna á Trump er fordæmalaust frá Abraham Lincoln 1861-1865. Lincoln tók frá þeim þrælana og var skotinn. Síðasta tilræði við forseta var í mars 1981 þegar Ronald Reagan var skotinn.
HATURSORÐRÆÐA JOE BIDEN
Biden sagði styrktaraðilum demókrata fimm dögum fyrir tilræðið að tími væri til kominn að setja Trump fyrir nautsauga. Its time to put Trump in the Bullseye. Hvað þýðir að vera í sjónlínu nauts? Hitta beint í mark. Biden hefur áður nefnt bullseye. Joe Biden hefur margoft uppnefnt Trump threat to democracy; ógn við lýðræði hægri öfgamann. Trump sætir pólitískum ofsóknum stjórnar Biden. Trump verið uppnefndur Hitler. Arnari Þór Jónssyni var líkt við Hitler. Sama orðræða hér á landi, raunar um alla Evrópu, endalausar falsfréttir um hægri-öfga. Flokkur Marie le Pen í Frakklandi er grímulaust uppnefndur Hægri öfgaflokkur; fékk 37.1% á dögunum, ADF í Þýskalandi með 22%, Fidesz í Ungverjalandi með yfirgnæfandi fylgi. Orban talar fyrir friði í Evrópu, hitti Trump fyrir helgi til þess að ræða frið. Biden magnar stríð. Vinstra villt fólk andskotast yfir því að tilræðið hafi misheppnast og skammast út í Bjarna Ben fyrir að senda Trump kveðjur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.7.2024 | 15:26
Fjölskyldudrama hinna ríku & voldugu & fökk feðraveldinu ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2024 | 17:55
Af feministum, saksókn í landinu & ákærunni á hendur Alberti
Albert Guðmundsson knattspyrnumaður hefur verið ákærður fyrir meint kynferðisbrot. Nú þekki ég ekki málavöxtu frekar en aðrir í landinu annað en að Albert neitar sök. Ég ætla ekki að fjalla um málið sem slíkt heldur afar sérstakan málatilbúnað þeirra valdakvenna; feminista sem í hlut eiga og full ástæða er að ræða. Finna má sömu fingraför á fósturvísamálinu þar sem saksóknarvaldi er misbeitt með grófum hætti svo og opinberu valdi. Hér er um dauðans alvöru að ræða. Á helstu póstum eru það konur sem misfara með vald. Og líkt og í fósturvísamálinu er Eva Bryndís Helgadóttir hjá LMG lögmönnum í auga stormsins.
Sumarið 2023 lagði kona fram kæru til lögreglu á hendur Alberti Guðmundssyni fyrir meint kynferðisbrot. Eftir rannsókn lögreglu ákvað héraðssaksóknari Ólafur Þór Gunnarsson að láta málið niður falla þar sem það var talið ólíklegt til að leiða til sakfellingar. Það var febrúar síðastliðinn. Ég er saklaus af ásökunum, hefur Albert sagt. Í lok maí felldi Ríkissaksóknari, Sigríður Friðjónsdóttir, úrskurð héraðssaksóknara úr gildi og skipaði fyrir um að sakamál yrði höfðað gegn Alberti. Fyrirskipun feministans í stól ríkissaksóknara um ákæru er sérkennileg, svo vægt sé til orða tekið. Hvað breyttist? Það hefur ekki komið fram. Hins vegar leikur Eva Bryndís allt í senn verjanda, saksóknara og dómara í fjölmiðlum. Framburður brotaþola þykir einkar trúverðugur, segir Eva og bætir við að málinu sé búið að snúa rækilega. Hverju var snúið rækilega til að ná fram ákæru?
EVA, LMG LÖGMENN & SPILLING
Eva B. Helgadóttir er spilltur lögmaður. LMG lögmannstofa Evu tók að sér fyrir tveimur árum að spinna lygavef til þess að hylma yfir siðlausan stuld nítján fósturvísa hjónanna Gunnars Árnasonar og Hlédísar Sveinsdóttir. Tæknifrjóvgunarfirmað Art Medica var þar að verki nú Livio Reykjavík. LMG lögmenn gæta hagsmuna Livio Reykjavík, Livio AB í Svíþjóð og fimm hjóna sem beðin hafa verið um dna-rannsókn á uppruna ellefu barna. Eva sér um að hylma yfir uppruna barnanna en rökstuddur grunur er um að hjónin Gunnar Árnason og Hlédís Sveinsdóttir séu líf-foreldrar þeirra. Það er grunnréttur hvers barns að þekkja uppruna sinn. Fósturvísamálið opinberar spillingu þar sem Eva heldur um þræði. Í raun ætti að vera búið að svipta Evu lögmannsréttindum. Og það fyrir löngu. Þegar hún fékk 55 milljarða þrotabú Byrs frá Steingrími Joð árið 2010 þá fól hún eiginmanni söluna! Eva var kölluð slitadrottningin. Þessi kona er oddviti kjörnefndar í Reykjavík, falin umsjón yfir talningu atkvæða af Degi & co! Systir Dags er flækt í málið. Hversu galið er þetta?
SPILLING FEMINISTA
Ríkissaksóknari, Sigríður Friðjónsdóttir, kemur í veg fyrir að fósturvísamálið fái rannsókn og börnin fái þekkt uppruna sinn. Við erum með gerspilltan ríkissaksóknara óhæfan til verka. Lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu Halla Bergþóra Björnsdóttir og yfirmaður ákærusviðs LRH María Káradóttir hylma yfir fósturvísamálið með Evu og hafa sigað lögreglu á hjónin. Það er vont hjá Sigríði en versnaði með lögregluofbeldi Höllu og Maríu. Í forsætisráðuneytinu sá Katrín Jakobsdóttir um hylmingu meðan hún var þar. Alma Möller landlæknir er hliðvörður, svo og Ingbjörg Lárusdóttir á Landspítala og Helga Þórisdóttir í Persónuvernd. Allar þessar konur grafa undan réttarríkinu og láta sig engu varða lögbrot Art Medica og lögvarinn rétt barna til að þekkja uppruna sinn. Eva Bryndís situr í Viðskiptaráði. Hún með rætnum hætti notaði stjórnarmenn að þeim forspurðum til þess að koma höggi á hjónin Gunnar og Hlédísi. Við héldum að svona della væri bara í Hollywood handriti! LMG lögmenn hafa yfirumsjón með spillingu!
HERFÖR GEGN FEÐRUM
Eva ásamt Maríu og Höllu Bergþóru siguðu lögreglu á mig norður yfir heiðar til þess að kæfa frjálsa blaðamennsku og ofsækja einn reyndasta blaðamann landsins. Þær kröfðust fjögurra ára fangelsis yfir karlinum og ævilöngu banni að ferðast frjáls um Reykjavík og Garðabæ. Ég hef áður rökstutt og segi enn að rætur feminisma liggja í fazisma sem er alræðisstefna. Feminismi er ógn við lýðræði. Fökk feðraveldinu, var öskrað á Arnarhóli. Öfgafeministar flytja inn múslimskt karlaofbeldi svo sem við urðum vitni að með hertöku Austurvallar. Ég véfengi ekki jafnrétti kynjanna en konur verða að átta sig á að þær eru leiddar af öfgafeministum sem leiða yfir þjóðina kvalræði og alræði
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2024 | 19:44
Er prófessor Torfi alræðissinni eða bara nytsamur kjáni ...
Torfi Túliníus er professor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands, afar ljúfur maður og viðkunnanlegur. Við gengum um Hornstrandir fyrir um aldarfjórðung og áttum mörg ánægjuleg samtöl. Torfi mætti í fréttasett RÚV með æskuvini mínum Boga Ágústsyni eftir fyrri umferð frönsku kosninganna. Þeir höfðu miklar áhyggjur af sigri frönsku þjóðfylkingarinnar sem væri ógn við lýðræðið. Hætta er á að franska þjóðin fái Marine Le Pen yfir sig. Þetta er mjög alvarlegt,. Vonir Torfa um minna fylgi frá Evrópukosningunum hefðu ekki ræst. Nú veltur allt á að flokkar sem standa vörð um lýðræðisleg gildi nái að vinna saman. !!! Þetta er ekki hægt að skálda.
ÆTTJARÐARVINIR EVRÓPU; PATRIOTS FOR EUROPE
Bogi var jafn miður sín því Macron forseti hefði gert mikil mistök, að efna til kosninga. Torfi svaraði að Macron hefði skotið sig í fótinn þetta er ekkert til að hlæja að. Það vantaði bara að þeir félagar tárfelldu í beinni. RÚV tönnlast á því að Þjóðfylkingin sé hægri öfgaflokkur. Sumsé að þriðjungur frönsku þjóðarinnar sé fífl og öfgafólk. Torfi þykist hlutlaus fræðimaður en er í raun bara pólitískur aðgerðasinni. Þessi framganga er RÚV til háborinnar skammar en gerist á hverjum degi. Babelturninn í Strassborg er nútíma tákn um uppreisn gegn Guði. Berlaymont er í uppnámi. Þjóðir Evrópu eru að rísa upp svo sem Evrópukosningarnar sýndu, Frakklandi í ljósum logum, prófessor Torfi á gati. Hægri flokkar Ungverja, Tékka og Austurríkismanna hafa tilkynnt bandalag undir kjörorðum Patriots for Europe; Ættjarðavinir Evrópu. Uppreisnin breiðist út. Við Íslendingar eigum ekki öflugan leiðtoga patriot; ættjarðavin. Af hverju halda menn að svo sé? Alþingi er undir Evrópufána, fullveldi glatað.
NÚTÍMA ALRÆÐI & ÚTRÝMING ÞJÓÐAR
Þeir félagar Torfi & Bogi eru hliðverðir um glóbalískan rétttrúnað og nútíma alræði; afnám vestrænnar siðmenningar sem ég hef skrifað um frá janúar 2017. Í Háskóla Íslands fer fram innræting menntafólks inn á við. RÚV sér um innrætingu út á við, heilaþvott þjóðar. Pólitísk múslimavæðing Íslands þýðir útrýmingu íslenskrar þjóðar, menningar, sögu og tungu. Ísland að verða þriðja heims land. Kannast einhver við að þjóðin hafi verið spurð? Hvernig má það vera að íslenskur miðaldafræðingur stefni íslensku lýðveldi og þjóð í tvísýnu? Hið sama á við um framtíð franskrar þjóðar. Torfi er útskrifaður frá Sorbonne, Sæmundur fróði frá Svartaskóla. Ólíkt aðhafast menn.
ÞEGAR VATIKANIÐ TÓK NOREG OG SVO ÍSLAND
Áttar hann sig á þýðingu bandalags Hákonar gamla og Georgíusar IX páfa sem leiddi til þess að flugumenn voru sendir með tilskipun um að drepa Snorra Sturluson í Reykholti árið 1241, eftir að Skúli jarl var veginn þegar hann flæmdist út úr logandi klaustrinu í Niðarósi. Vatikanið hafði náð undir sig Noreg og tók svo Ísland. Auðvitað þekkir Torfi orrustuna um Tours suður af París þegar múslimar voru sigraðir 732AD og umsátrið um Vínarborg 1529AD þar sem Ottómanar voru stöðvaðir. Vestrænni siðmenningu var bjargað. Nú stendur yfir enn ein innrásin og það innan frá. Er Torfi guðlaus alræðissinni eða bara nytsamur kjáni ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.6.2024 | 14:08
Heilabilun Joe Biden, paník demókrata & skelfing glóbalista ...
Veröldin varð vitni að heilabilun; dementíu Joe Biden forseta í kappræðum við Donald Trump á dögunum. Demókrötum er brugðið yfir ruglinu í Biden og fátt um meira talað í Ameríku sem er í sjokki. Það er paník meðal demókrata. Meðan kappræðum stóð var álit almennings á sigurvegara mælt. Trump fór í 63% en Biden hrundi í 35%. Það birtist ný hlið á Trump sem amerísku þjóðinni líkaði vel við! Karlinn fékk ekki að rífast!
Biden sem leiðir Vesturlönd í tveimur styrjöldum er heilabilaður imbesíl ófær um heila hugsun. Skuggastjórn er við völd í Ameríku. Það er dauðans alvara. Ég hef bent á heilabilun Joe Biden undanfarin fjögur ár frá því hann kom upp úr kjallaranum í Delaware eftir valdaránið 2020. Biden var með heilabilun; dementíu þegar árið 2019. Dementían hefur verið falin fyrir fólki öll þessi ár með falsfréttum sem haldið er úti um allan hinn vestræna heim.
HRUN PETRÓ-DOLLARS
Biden hélt ekki marktækan kosningafund 2020 en sagður hafa fengið 81 milljón atkvæði, fleiri en nokkur í sögunni; Obama fékk 66 milljónir 2012. Donald Trump fékk 75 milljón atkvæði 2020, tólf milljón fleiri en þegar hann vann Hillary Clinton 2016. Það eru ekki atkvæðin sem skipta máli, heldur þeir sem telja, er haft eftir Jósep Stalín. Ameríka í dag minnir á Sovétríkin fyrir 40 árum þegar senílum Leonid Brezhnev var haldið á lífi árum saman. Ameríka er heimsveldi að falli komið. Petró-dollar er fallinn. Saudi-Arabía neitar að endurnýja samninginn um olíuviðskipti í dollar sem gerður var 1974 og rann út fyrr í mánuðinum. Saudi Arabía er gengin til liðs við BRICS líkt og 80% mannkyns, Vesturlönd einangrast. Dollar er að missa stöðu sem heimsmynt. Evrópskir kjánar elta Washington og glóbal útþenslu Nato í Austur-Evrópu og Mið-Austurlöndum þar sem hafa geisað Endalausar styrjaldir í aldarfjórðung. Amerískir glóbalistar ráða ekki við Trump fremur en franskir Le Pen, breskir Nigel Farage og Brussel Viktor Orban. Íslendingar eiga engan. Skelfing ríkir meðal evrópskra glóbalista eftir afhroðið í Evrópukosningunum á dögunum.
Í kappræðunum benti Trump á hið augljósa að Úkraína er að tapa stríðinu við Rússa. Því var lengi logið að Rússar færu halloka. Hin aldraða Pelosi segir að Úkrar verði að berjast til síðasta manns. Trump benti á Rússa-lygina; Russia-Hoax falsmiðla að Trump væri leppur Pútin sem rannsókn leiddi í ljós að var lygi; framburð 51 cia-fbi agents að tölva Hunter Biden væri Rússaáróður. Allt lygi. Öllu er logið og fact-tékk helsta lygarans CNN broslegt.
TRUMP ÞURFTI EKKI AÐ BRILLERA
Donald Trump þurfti ekki að brillera til þess að líta vel út. Yfirvegun hans var eiginlega þvinguð fram en mér finnst hann lítt hafa endurnýjað sig málefnalega, sjálfsagt upptekinn að verjast pólitískum ofsóknum og málaferlum. Ósköpin hafa gert karlinn að alþýðuhetju og stuðningur vaxið jafnt og þétt. Trump bakaði sér ofsareiði amerísku hermaskínunnar; Military Complex þegar hann 2017-2021 batt endi á Endalausar styrjaldir Clinton, Bush og Obama. Þau vilja endalaus stríð, ekki vinna stríð; they want endless wars, not successful wars, sagði Julian Assange 2011. Trump hefur verið rægður og svívirtur af falsmiðlum ríkis- & ríkramiðla, líkt og íslenskur pólitíkus bakaði sér ofsareiði Wall Street í New York og City of London; ofsareiði þrotabúa föllnu bankanna sem leiddi til valdaráns í Reykjavík 2016 þegar íslenska þjóðin var svipt fullveldi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2024 | 15:16
Julian Assange, George Orwell & ofsóknir nútíðar ...
Julian Assange stofnandi Wikileaks hefur verið látinn laus. Því fagna allir lýðræðissinnar. Fjórtán ár eru frá því Assange afhjúpaði stríðsglæpi Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. Það er flottasta blaðamennska 21. aldar. Árið var 2010. Ofsóknir á hendur Assange hófust strax í nóvember 2010. Svíar tóku að sér skítverk og gefin var út evrópsk handtökutilskipun. Assange flúði í sendiráð Ekvador í London 2012 og fékk hæli á grundvelli pólitískra ofsókna. Svíar ofsóttu Assange til 2019 þegar rannsókn var hætt. Ekvador hætti að veita Assange skjól. Breska lögreglan stormaði sendiráðið og Assange var varpað í Belmarsh fangelsi í London, haldið í fimm ár frá 2019 til 2024.
ASSANGE & GEORGE ORWELL
Líklega verður Assange hissa þegar hann nú fagnar frelsi. Vestrænir fjölmiðlar hafa grímulaust breyst í 4ða vald ríkisins, háværa áróðursmaskinu. Helstu fjölmiðlar okkar eru á ríkisfé með ríkisfréttir; eina og sömu frétt á rauntíma, Marteinn Mosdal með einn ríkissannleik. Ritskoðun hefur verið innleidd um öll Vesturlönd. Í aðdraganda covid var blaða- og fréttamönnum skipað í framvarðasveit ríkislögreglustjóra. Skúli Sveinsson lögmaður benti fyrstur á samræmdan sannleika á rauntíma; Trusted News Initiative. Spádómur George Orwell í 1984 hefur ræst; sannleikur er lygi. Lygi er sannleikur gjallarhornum ríkis- og ríkramiðlum. Assange okkar tíðar er Winston Smith, söguhetja Orwell í 1984. Stríð okkar tíðar í Úkraínu, langt, langt í burtu endalaust stríð. Alþingi undir erlendum fána myrkvað.
MÉR HÓTAÐ 4RA ÁRA FANGELSI
Með RÚV í broddi fylkingar flytja fjölmiðlar okkar tíðar samræmda lygi sem þeir kalla sannleik og ofsækja þá sem efast, já fólkinu í landinu er bannað að efast. Hugsanalögreglan; Thought Police mætir á vettvang. Ég hef fjallað um svokallað fósturvísamál sem fjölmiðlar þegja og þagga. Mér var hótað 4ra ára fangelsi fyrir að fjalla um stuld tæknifrjóvgunarfirmans Art Medica á nítján fósturvísum í eigu hjónanna Gunnars Árnasonar og Hlédísar Sveinsdóttur. Fósturvísar voru afhentir vandalausum. Rökstuddur grunur er um að lífbörn hjónanna séu út í bæ og þekki ekki uppruna sinn.
1984 ER MEÐ OKKUR
Ég var kærður og sakaður um umsáturs-einelti. Lögregla stormaði norður yfir heiðar. Ég, einn reyndasti blaðamaður landsins sakborningur, yfirheyrður og þess krafist að meðan ég tóri verði mér bannað að fara frjáls um Reykjavík og Garðabæ. Það heitir nálgunarbann. Þetta er atlaga að réttarríkinu. Hvorki ríkis- eða ríkramiðlar hafa tekið mál mitt upp, enginn þingmaður hefur gert það. Kröfu lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins Höllu Bergþóru Björnsdóttur var hafnað en 1984 er með okkur. Hugsanalögreglan er mætt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.6.2024 | 13:49
Rússnesk árás á Moggann ...
Þetta er afar alvarleg árás á mitt gamla, góða & ástkæra Morgunblað. Það ber að fordæma. Ef marka má mbl.is þá stendur rússnesk mafía á bak við árásina. Spurningin er hvort rússnesk yfirvöld séu að baki. Ég hef ekkert fyrir mér í því en spurningin vaknar.
Ísland hefur gengið langt í að ögra Rússlandi og eitt Natoríkja skellti sendiráði sínu í Moskvu í lás og hefur fórnað hlutfallslega líklega meiri viðskiptahagsmunum en flest Natoríki. Nato með hinn seníla Biden sem leiðtoga hefur gefið Úkraínu leyfi til eldflaugaárása á Rússland. Árásir inn í Rússland hafa verið gerðar og eldflaugarásir, einkum Belgorod 25 kílómetra frá landamærum Úkraínu, svo og hryðjuverkið í Moskvu í vor.
Það er stigmögnun stríðsins og Nato er með 300 þúsund manna her í viðbragðsstöðu. Ísland er tvímælalaust framarlega á lista skotmarka. Ísland er í stríði við Rússland og hefur boðað 25 milljarða króna til vopnakaupa Úkraínu. Ísland er skotmark...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)