10.3.2025 | 20:13
Ósigur blasir við Úkraínu í Kúrsk í Rússlandi ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2025 | 17:29
Ný forysta Sjálfstæðismanna á tímum breytinga ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2025 | 04:17
Úkraína Zelinskys er lögregluríki fjármagnað af USaid
Úkraína Zelinsky er lögregluríki; Police State. Zelinsky er einræðisherra. Þjóðin vill ekki stríð. Í Úkraínu er friður glæpur. USaid varði 30.6 milljörðum dollara í Úkraínu árin 2021-2024 sem var fimmti hver dollar á erlendri grund. Fjögur þúsund og þrjú hundruð milljarðar; IsKr. 4.300.000.000.000. Úkraína var leppríki Biden-stjórnarinnar til þess að koma á lögregluríki í Úkraínu.
Þrjótar Zelinsky fara um landið, elta uppi og sjanghæja unga menn í herinn, líkt og JD Vance benti á í Oval Office. Tólf pólitískir flokkar hafa verið bannaðir í Úkraínu. Slavneski flokkurinn; Slavic Party bannaður fyrir fjórum mánuðum. Bandaríski blaðamaðurinn Gonzalo Lira [1968-2024] fangelsaður lést af illri meðferð í Kharkiv. Biden-stjórnin hreyfði hvorki legg né lið. Mótmæli í Úkraínu eru bönnuð. Hundruð blaðamanna, bloggara og stórnmálamanna hafa verið handteknir. Sjónvarpstöðvar eru undir stjórn Zelinsky; sem minnir á Ísland, 99% bloggara á mála Kyiv, skrifar hinn landflótta ljósmyndari Myroslav Olesko. Hann birti mynd af ungum manni með mótmælaspjald: Stríð réttlætir ekki einræði. Drengurinn var handtekinn varpað í fangelsi. Landflótta andófsmenn eru ofsóttir, þingmaður Oleksandr Dubinsky handtekinn fyrir að styðja Trump. Nú er að upplýsast að Bucha-stríðsglæpir Rússa voru sviðsettir af MI-6 bresku og úkraínsku SBU leyniþjónustunum. Við fylgjumst með.
TRÚAROFSÓKNIR Í ÚKRAÍNU
Zelinsky í græna T-bolnum stefnir á útrýmingu Úkraínsku Orthódox Kirkjunnar; Ukranian Orthodox Church UOC sem á meir en þúsund ára vegferð með úkraínsku þjóðinni. Löggjöf nr. 3894/2024 í úkraínska þinginu, Verkhovna Rada færðu stjórnvöldum vald til að ofsækja Orthódox kirkjuna og takmarka rétt fólks til trúartilbeiðslu, prestar eru ofsóttir. Þrjótar Zelinsky hafa tekið yfir um 1500 orthódox kirkjur og fært í hendur nýrrar ríkistrúar, fjármögnuð af USaid stýrt af Mike Pompeo og Victoriu Nuland. Meðan fólkið í landinu fyllir gömlu Orthódox kirkjurnar, standa hinar haldlögðu tómar.
Alþjóðlegt lögfræðifirma í Washington DC og Lundúnum; Amsterdam and partners, stofnandi Robert Amsterdam hefur tekið að sér málsvörn fyrir UOC og ofsótta prestsins Vadym Novynskyi. Amsterdam segir í viðtölum við Tucker Carlson að Úkraína sé Police State. Úkraína hafi varið 3.6 milljón dollurum til þess að rægja hann í Washington. Í Úkraínu sé friður glæpur; Peace is Crime. Amsterdam lýsir því hvernig kirkjur hinnar nýju ríkistrúar standa tómar meðan orthódox-kirkjur séu fullar út ýr dyrum. Amsterdam er enginn Pútin aðdáandi. Hann segir frá heimsókn lögreglu árið 2005 á hótel hans klukkan eitt að nóttu, skipað að hafa sig úr landi innan 24 stunda þegar Pútin tókst á við oligarkana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2025 | 21:54
Tilfinningaóreiða er ógn við þjóðaröryggi ...
Aldrei á lýðveldistíma höfum við haft jafn vanhæfa leiðtoga. Það er verið draga Ísland inn í ESB á tímum styrjaldar við Rússa. Það er verið að rústa samskiptum við Bandaríkin. Öryggi Íslands með varnarsamning við Bandaríkin er stefnt í tvísýnu. Ísland í stríð við Rússland langfjölmennustu þjóð Evrópu. Ísland ein þjóða skellti í lás sendiráði í Moskvu. Út við ysta haf fjarri átakasvæðum eru Frostrós frosta, Togga töff og Dísa reykás með lokuð augu, snortnar tiilfinningaóreiðu. Þær eru hrein ógn við þjóðaröryggi; íslenska þjóðarhagsmuni og hegningarlöggjöfin tekur á því. Þetta endar illa, nema fókið í landinu grípi í taumana.
SPECTATOR: TRUMP EINA VON ÚKRAÍNU
Fyrirsögn í hinu virta Spectator: Trump ekki Zelinsky er eina von Úkraínu. Zelinsky vill stríð, Evrópa vill stríð. Bandaríkin velja frið, hafna stríði og vilja viðskipti. Þeir vilja opna Nordstream til að bjarga orkusnauðu Þýskalandi, ef marka má fréttir og draga herafla frá ströndum Kína. Úkraínskur almenningur er miður sín eftir að hafa fylgst með klúðri Zelinsky í Hvíta húsinu á föstudag. Það átti að undirrita samvinnu um nýtingu Rare Earth; sjaldgæfra frumefna. Mynda efnahagsbelti þar sem bandarísk fyrirtæki áttu að vinna með heimamönnum; 50-70 kílómetra öryggisbelti. Því klúðraði Zelinsky. Bandaríkin munu ekki senda hermenn til Úkraínu; US Boots on the Ground. Það verður ekki stríð meðan guli karlinn er í Hvíta Húsinu. En nei utanríkiskómizar ESB segir: "...hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga. Þessar konur eru veruleikafirrtar.
BRESKIR HERMENN TIL ÚKRAÍNU
Keir Stromer greip tækifærið með fundi litla fólksins i Lundúnum þar sem Mette Frederiksen var fulltrúi Íslands. Friður er hættulegra en stríð. Þetta er ekki hægt að skálda. Keir Starmer ætlar að senda 25.000 hermenn til Úkraínu;UK Boots on the Ground and planes in the air. Stormer 008; License to Bore er sagt um garminn fyrirlitinn af bresku alþýðufólki. Hann gerði 100 ára leynisamning í Kænugarði, þar á meðal Rare Earth að er sagt en breska ljónið er pappírstígur. Bretar verða að fá bandarískt Security Guarantee. Þannig á að lokka Ameríku í heimstyrjöld; WW III með nýjum Biden.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.3.2025 | 20:17
Lygari afhjúpaður fyrir opnum tjöldum ... keisarinn er án fata
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2025 | 22:38
Lygar og blekkingar Zelinsky í Hvíta Húsinu ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2025 | 12:24
Stefna Kristrúnar ógnar þjóðaröryggi ...
Frostrósin okkar var í Osló á fundi krataflokka eftir hörmullegt klúður sitt í Kænugarði með hinum sigruðu á lokadögum Zelinsky í T-bolnum. Hún hefði átt að halda sig á Íslandi, fylgjast með dauðateygjum stríðsstjórnar Zelinsky úr fjarlægð og friðarfrumkvæði Bandaríkjanna. En nei. Hún tók lest til Kyiv með litla fólkinu og tvöfaldaði framlag Íslands til vopnakaupa í 3.6 milljarða í ár, eftir að hafa beðið fólkið í landinu um tillögur til að spara. Frostrós hækkaði stríðsframlag okkar til Úkraínu í 27 milljarða; hvert er kick-backið. Ísland sagt í bandalagi NB-8; Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Þetta bandalag hefur tekið að sér að vopnvæða úkraínsk herfylki í styrjöld við Rússa, langfjölmennustu þjóð Evrópu. Við erum í hatursbandalagi með þjóðum sem eiga landamæri með Rússlandi. Stefna Frostrósar er þjóðhættuleg. Hún ógnar þjóðaröryggi. Hún gengur gegn íslenskum þjóðarhagsmunum og hegningarlögin taka á því.
Í lestinni hefur Frostrós hlustað á Mette gagga; Friður er hættulegri en stríð. Orwellskt ekki satt? Frostrós gengur út frá stríði: Vopnahlé sé á réttum forsendum...ekki stoppa stríðið sama hvað, segir Frostrós í viðtali við Morgunblaðið. Konan bullar. Stríðið hefur varað í þrjú ár, allan þann tíma hafa Evrópuleiðtogar aldrei rætt frið. Græni T-karlinn gætti þess að litla fólkið færi ekki hænufet út á meðal íbúa Kænugarðs. Frostrós tók ekki hænufet út fyrir sápukúlu græna T-karlsins.
ÓGNIN VIÐ BANDARÍSKT ÞJÓÐARÖRYGGI
Evrópskir leiðtogar toga þjóðir Evrópu stöðugt nær allsherjarstríði við Rússa. Hins vegar lítur Trump-stjórnin á stríð við Rússa sem ógn við bandarískt þjóðaröryggi. Stríð við Rússa getur leitt til kjarnorkustríðs. Friður við Rússa sé eina leiðin út. Trump kveðst vilja vera friðarleiðtogi og efla viðskipti. Stefna Evrópuþjóða getur leitt til eyðingar vestrænnar siðmenningar, en það svo sem hefur verið á dagskrá glóbalista. Fyrir 8 árum skrifaði ég grein í Fréttablaðið; Aðförin að vestrænni siðmenningu. Frostrós er þegar allt kemur til alls femin-glóbalisti sem tekur evrópska hagsmuni fram yfir íslenska.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2025 | 12:28
"Friður er hættulegri en stríð" ... pólitískt sjálfsvíg Kristrúnar ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.2.2025 | 14:15
Af hrútspungafýlu frú Sæland & eiturpennum Heimis Más
Við erum að sjá pólitíska umræðu sem ekki hefur sést frá dögum Kalda stríðsins. Inga Sæland sem loks heldur landsfund hefur farið áratugi aftur í tímann í árásum út í bæ. Hún sagði í ræðustól Alþingis að hrútspungafýlu leggi frá Hádegismóum og réðst á Jón Steinar Gunnlaugsson líkt og hann hefði framið glæp. Minn gamli vinur JSG hallar sér í áttrætt þvælist fyrir frú Sæland. Heimir Már Pétursson nýr áróðursmeistari Ingu fer áratugi aftur í tímann í pólitískum ofsóknum: Eiturpennar á Mogganum án alls siðgæðis. Ummælin voru óvenju ósvífin árás á blaðamenn. Raunar bætir Heimir Már hrútum við lýsingu sína. Í allri sinni fréttamennsku hefur Heimir Már ávallt haldið fram hagsmunum vinstriafla; allaböllum, Vg og Samfó. Morgunblaðið upplýsti að Inga Sæland og sonur hennar hafi fengið leiðbeiningar frá Skattinum og lofað að halda landsfund ...bráðlega. Það var ekki gert. Málatilbúnaður fjármálaráðherra um ...góða trú féll um sjálfan sig. Enginn hefur spurt Ingu um þær 240 milljónir sem Flokkur fólksins þáði. Hvað varð um peningana? Heimir Már kveður ekkert athugavert við fjármál Flokks fólksins. Með slíka öndvegisbyrjun er næsta víst að hann og Inga Sæland munu eiga góða daga saman í gefandi og uppbyggilegu samstarfi, sögðu Staksteinar. Flokkur fólksins í hendarhug útilokar XD frá stjórn borgarinnar. Af hverju ætli það sé? Frú Sæland í villta vinstrinu. Kemur það á óvart?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)