Fjölmiðlar, fósturvísamálið & börnin

Gunnar Árnason eiginmaður Hlédísar Sveinsdóttir gekk mars-maí 2022 milli fjölmiðla til þess að fá þá til að segja sorglega sögu þeirra hjóna. Á árunum 2008-2010 gengust þau undir tæknifrjóvgun hjá ART Medica nú LivioAB. Út frá eggheimtum komu 50 egg og frá þeim 29 fósturvísar. Hjónin notuðu 10 fósturvísa en þeim lánaðist ekki barn. Eftir stóðu 19 frystir fósturvísar sem hjónin höfðu ekki vitneskju um á annan áratug. Lif-Medica stal fósturvísunum – ófæddum börnum og ráðstafaði að eigin geðþótta í þágu hinna ríku og voldugu. Fyrsta barnið fæddist í mars 2009 og síðasta 2015. Gunnar og Hlédís hafa krafist mannerfðafræðilegrar rannsóknar á ellefu börnum. Börnunum hefur verið synjað um ríkan rétt að lögum til að þekkja uppruna sinn. Þegar Gunnar heimsótti fjölmiðla vissu hjónin aðeins af tveimur börnum sem þau telja líffræðilega sín. Þau höfðu krafist dna-rannsóknar á þeim. Börnin eru tengd Kára Stefánssyni ÍE og Degi B. Eggertssyni þá borgarstjóra. Gunnar heimsótti fjölmiðla. Hér er tímalína heimsókna.

 

14.03.2022: Haukur Hólm fréttamaður RÚV átti fund með Gunnari. Haukur sýndi nafnlaust bréf um tengsl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra við málið. Bréfið hafði borist inn á fréttavakt og/eða Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra. Haukur lagði áherslu á að Gunnar tæki við bréfinu. Gunnari fannst atvikið óþægilegt og vildi  ekki taka á móti bréfinu. Að ráði lögmanns skipti Gunnar um skoðun. Haukur skildi bréfið eftir í móttöku í umslagi sem Gunnar sótti síðar. RÚV hefur ekki fjallað um fósturvísamálið stærsta hneyksli Íslandssögunnar.

 

16:03 2022: Karl Blöndal aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins átti fund með Gunnari í hálfa aðra klukkustund í Hádegismóum. Karl kvaðst ræða málið “...í sínum hópi.“ Karl hringdi síðar í “...hálfgerðu uppnámi“ og spurði hvort þau hjón hygðust birta nöfn barnanna á Fésbók. Gunnar kvað svo ekki vera. Hjónin vissu þá ekki um tengsl Davíðs Oddssonar ritstjóra við fósturvísamálið. Morgunblaðið hefur ekki skrifað um málið.

 

22.04 2022: Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER) ritstjóri Fréttablaðsins átti fund með Gunnari í um klukkustund. Fréttablaðið var þá enn starfandi á Hafnartorgi í eigu Torgs, félags Helga Magnússonar. SER kvaðst hugleiða málið. Fréttablaðið skrifaði ekki um fósturvísamálið en varð gjaldþrota í ársbyrjun 2023.

 

26:04:2022: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Heimildarinnar átti klukkustundarfund með Gunnari í Grófinni. Hún er tengdadóttir Reynis Traustasonar. Hún gaf ekki upp um möguleg skrif en Heimildin hefur ekki skrifað um fósturvísamálið.

 

21.05 2022: Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs tók podcast viðtal við hjónin að eigin frumkvæði. Jafnframt birtist forsíðuviðtal í tímaritinu Mannlífi. DV birti frétt upp úr umfjöllunni. Hvorugur fjölmiðilll fylgdi fósturvísamálinu frekar.


Bloggfærslur 4. maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband