31.8.2025 | 12:57
Í fremstu víglínu frétta Stöđvar 2 í Eystrasaltslöndunum 1991 ...
Ég var í fremstu víglínu frétta Stöđvar 2 á örlagatímum. Í janúar 1991 vorum viđ nokkrir blađamenn međ Jóni Baldvin Hannibalssyni í frelsisför til Litháen, Lettlands og Eistlands. Ég hef sagt ykkur frá ţví áđur. Ţessi för var söguleg. Rauđi herinn var viđ bćjardyr Vilnius ţar sem 14 manns höfđu falliđ viku áđur. Jón Baldvin vottađi hinum látnu virđingu sína. Ţinghúsiđ í Vilníus vígvćtt, víggirđingar á torgum, fólk ornađi sér viđ bálkesti albúiđ ađ mćta skriđdrekum Sovétsins. Guđlaus Sovétríki voru ađ hruni komin. Viđ vorum íslenskir blađa- og fréttamenn, ţar á međal ţeir góđu drengir Ragnar Axelsson RAX, Ellert Schram [1939-2025] DV, Pétur heitinn Gunnarsson [1960-2018] Mogganum ásamt Arnóri Hannibalssyni [1934-2012] bróđur ráđherra og skipuleggjandi ferđarinnar.
TIL RIGA Í LETTLANDI
Frá Vilnius ók bílalestin á ofsahrađa til Riga međ lífverđi undir alvćpni. Viđ gistum á Hótel Ridzene í Riga nćst innanríkisráđuneytinu. Borgin var víggirt, ćttjarđavinir undir alvćpni stóđu vörđ um ráđuneytiđ, sovéskar vígasveitir međ vélbyssur biđu átekta. Sunnudagur 20.01.1991 reyndist örlagadagur í sögu Lettlands. Á hótelinu voru Andris Slapins, Gvido Zvaigzne og Juris Podniek sem voru ađ filma frelsisbaráttuna ţjóđar sinnar gegn hinu guđlausa Sovéti. RAX hafđi myndađ ágćt tengsl viđ ţá, hógvćrir, kurteisir og viđkunnanlegir. Ţeir höfđu gert heimildamynd um Chernobyl í Úkraínu og voru nú á heimaslóđ.
SKOTBARDAGI BRÝST ÚT
Ţađ var áliđiđ síđdegi ţegar viđ hlupum út í bílana fyrir utan hóteliđ og stefndum til Tallinn Eistlandi. Ţegar ţangađ kom sáum viđ í sjónvarpi á hóteli okkar ađ harđir skotbardagar höfđu brotist út í Riga ţegar sovéskar sérsveitir réđust á innanríkisráđuneytiđ. Innanríkisráđherrann komst undan međ ţví ađ flýja inn á hóteliđ. Viđ litum hver á annan, fréttir voru óljósar; fimm voru fallnir og tólf sćrđir.
MERI, JÓN BALDVIN & CNN
Jón Baldvin var horfinn af hótelinu. Ég fór á stúfana til ađ hafa upp á ráđherra, lét mig hverfa og rauf útgöngubanniđ. Ég gat mér til ađ Jón Baldvin hefđi fariđ í utanríkisráđuneytiđ til ţess ađ hitta Lennart Meri utanríkisráđherra. Ég hélt út í óvissuna um mannlausar götur Tallinn til ráđuneytisins. Ég hafđi rétt fyrir mér. Ég var leiddur upp á skrifstofu Lennart Meri međ Jón Baldvin sér viđ hliđ. Ţeir voru sambandslausir viđ umheiminn. Hins vegar án vitneskju sovétsins höfđu Eistar lagt símalínu um Kirjálabotn yfir til Finnlands. Geturđu hjálpađ? spurđu ţeir. Ég hafđi unniđ fréttir fyrir CNN í New York, var međ kontakta viđ pródúsenta og mundi símanúmerin. Ţeir komust í beina útsendingu á CNN. Meri útskýrđi stöđuna í Riga, Vilnius og Tallinn. Jón Baldvin stuđning Íslands viđ frelsisbaráttu ţjóđanna. Viđ vorum ţarna fram á nótt. Ţannig hafđi ég lagt lítiđ lóđ til ađ vekja athygli umheimsins á baráttu Eystrasaltsţjóđa fyrir frelsi.
ANDRIS, GVIDO & JURIS
Síđar fréttum viđ ađ Andris Slapins [1949-1991] og Gvido Zvaigzne 1945-1991 hefđu falliđ í skotbardögunum í Riga. Myndskeiđ af dauđastríđi Zvaigzne eru á netinu. Sumariđ eftir 1992 drukknađi Juris Podniek [1952-1992] viđ köfun í Zvirgzduvatni í Lettlandi. Blessuđ sé minning ţessara ćttjarđavina. Ţjóđir sem missa samband viđ Drottinn afvegaleiđast. Ţegar Rússar völdu frelsi og hristu af sér helsi Sovétríkja kommúnista, sneru Evrópuţjóđir sér ađ helsi kommúnisma međ Sovétsambandi Evrópu. Hve sorglegt er ţađ? Sjá hér trailer um Gvido. 3:28.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ţú ert innskráđ(ur) sem .
Innskráning