Karlmenn takast í hendur í Alaska ...

Sögulegasti fundur 21. aldar átti sér stað í bandarískri herstöð í Alaska þegar tveir alfa karlmenn, Donald Trump forseti USA og Vladimir Pútin forseti Rússlands tókust í hendur á flugbraut fyrir framan forsetaþotur sínar, yfir flugu B2 virki og F22 orrustuþotur. Þetta var ólíkt flaðri og kjassi evrópskra kókfíkla og feminízkra kerlinga. Trump og Pútin áttu fund með nánustu ráðgjöfum sínum. Mikill fjöldi viðskiptamanna fylgdi Pútin, svo viðskiptahömlur eru vonandi á útleið. Það eru góð tíðindi. Eftir fundinn héldu þeir stuttan blaðamannafund. Trump kvaðst ætla að hafa samband við leiðtoga í Evrópu og Zelinsky. “There is no deal until there is a deal,“ sagði Trump sem kveður frið í höndum Evrópu. Pútin lagði áherslu á að uppræta “...undirrót stríðsins“ sem Rússar segja nazískar.
 
RÚSSAGALDUR; RUSSIA-HOAX
 
Það er mikilvægt að átta sig að þarna voru forsetar sem orðið höfðu aðalpersónur í RússaGaldri; RussiaHoax þess efnis að Trump væri Pútin-leppur. Sjónarspil sem Obama og Hillary settu á svið og sýktu fréttamenn af hinni skæðu veiru. Fréttamenn dreifa veirunni inn á heimili fólks alla daga og sýkja almenning af Trump/Pútin-heilkennum. Báðir voru sammála að stríðið í Úkraínu hefði ekki brotist út nema vegna Rússagaldurs. “Það var glæpsamlegt,“ sagði Trump. Pútin bauð Trump til Moskvu. Trump kvaðst taka "...little bit of heat" ef hann færi.
 
ÁTTATÍU ÁR FRÁ UPPGJÖF JAPANA
 
Fundurinn var 15. ágúst 2025 nákvæmlega áttatíu árum eftir að Japanir gáfust upp og bundu endi á síðari heimsstyrjöld; World War II. Það var táknrænt. Í Alaska hittust leiðtogar þjóða sem björguðu mannkyni frá Nazisma 1945. Þeir hittust í Alaska sem Rússar afhentu Ameríku fyrir 158 árum til þess að halda breska heimsveldinu frá Síberíu. Alexander II Rússakeisari studdi Lincoln sem frelsaði svarta þræla undan oki Suðurríkjanna studd af Bretum, Frökkum og bankaveldi Rotschilda. Liðin eru 160 ár frá morðinu á Abraham Lincoln 1865. Við erum vitni að fæðingu Nýrrar Veraldar.
 
FJÖLMIÐLAMENN HAMSLAUSIR
 
Bandarískir fjölmiðlar voru sturlaðir af bræði illa sýktir af veirunni. CNN og MSNBC spúðu svívirðingum um Pútin. Hér á landi missa fjölmiðlamenn sig og vilja ekki frið. Minn gamli félagi og fyrrum þingmaður Karl Garðarsson búsettur í Úkraínu hneykslast á Trump að taka á móti “...eftirlýstum stríðsglæpamanni.“ Á götum Úkraínu eru banderízkir vígamenn fyrir allra augum. Ólafur Hauksson fyrrum ritstjóri lýsir Trump sem fáráð! Fréttastjóri Mbl kveður fúlmenni fagnað! Þetta er ekki hægt að skálda. Gleymum ekki útþenslu Nato/ESB, valdaráni CIA í Kyiv 2014 og þjóðernishreinsunum leppstjórnar Kyiv gegn óbreyttum borgurum A-Úkraínu 2014-2022. Í kjölfarið skall á Úkra/Rússó styrjöld 2022-2025. Vonandi tekst að semja frið og ef svo verðskuldar Trump Nóbelsverðlaun. Kannski reynast verðlaunin öflug vörn gegn veirunni þó ég efist. Forsetarnir sýndi hvorum öðrum vinsemd og vináttu. Litla fólkið fór á límingunum. 

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband