Íslenskir hermenn sagðir á leið til Finnlands ...

Ísland flytur út stríðið og við fáum fréttir tilkynntar að utan. Íslenskur her á leiðinni ... Hermálaráðherra Svíþjóðar Pål Jonsson hefur tilkynnt að herdeild undir forystu Svía verði staðsett aðeins 300 kílómetra frá landamærum Rússlands með sænskum, íslenskum, dönskum, norskum, frönskum og breskum hermönnum; Nato Forward Land Forces. Bandaríkjamenn munu hafa neitað þátttöku. Það er Gústaf Adolf Skúlason á Þjóðólfi sem færir okkur þessa frétt.
 
STRÍÐIÐ Á LEIÐINNI ...
 
Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Íslendingum eru færðar fréttir að utan um hervæðingu Íslands. Á dögunum birti Donald Trump tölvupóst frá Mark Rutte þess efnis að allar Nato-þjóðir hefðu samþykkt 5% fjárframlög; “...got them to agree 5%.“ Okkur er sagt að framlag Íslands sé“...bara“ 1.5% eða sjötíu milljarðar á ári.
 
JÓLASVEINNINN Á HEIMA Í ROVANIEMI
 
Hersveitin verður í Rovaniemi 300km frá rússnesku landamærunum og Sodankylä í Lapplandi. Í Rovaniemi er áformuð stór Nato-herstöð. Jólasveinninn er sagður eiga þar heimilisfesti. “...Greinilegt er að íslensk yfirvöld hafa lofað einhverju fyrst nafn herlausa landsins er talið með,“ skrifar Gústaf sem hefur eftir finnskum sérfræðingi að fjarvera Bandaríkjanna séu “...örugglega mikil vonbrigði fyrir bæði Finnland og Svíþjóð.“ Á heimasíðu sænsku ríkisstjórnarinnar segir að Svíþjóð hafi aðstoðað Úkraínu fyrir á annað þúsund milljarða íslenskra króna. Stríðið er á leiðinni... 
 

FAZISTINN Í KAUPMANNAHÖFN...

Norðurlönd eru gengin af göflunum.  Við höfum ekki séð annað eins stríðsbrölt af dönskum ráðamönnum frá því Danir misstu Slésvík & Holstein 1864 og urðu “lille Denmark...“ Zelinísky var viðstaddur þegar Danmörk tók við formennsku í Evrópuráðinu í Árósum um daginn ásamt pfizerspilltri Der Leyen sem "...týndi tökvupóstunum." Mette boðaði að Ungverjar missi atkvæðarétt innan ESB fyrir andstöðu gegn stríði Evrópu gegn Rússum. Úkraína er hvorki í ESB né Nato sem kunnugt er. Það stöðvaði ekki Friðrik X að hitta Zel litla Napóleon. Við höfum ekki séð jafn stríðsæstan norrænan leiðtoga og Mette orwellsku: “Stríð er betra en friður.“ Fazistinn  í Kaupmannahöfn fór á dögunum með Macron til Nuuk undir því yfirskini að “Grænland sé Evrópa.“ Ísland verður að hafna evrópsku stríðsbölti í Úkró/Rússó-stríðinu.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband