Paník í Westminster ... Íhaldið "ristað"... Hverjum Klukkan Glymur ...

Umbótaflokkur Bretlands; Reform UK vann stórsigur í sveitastjórnum 1. maí síðastliðinn með 31% atkvæða; 677 sveitastjórnafulltrúa af  1641. Verkó; Labour fékk 98 og Íhaldið; Conservatives 317, en libdems 370. Þetta var fordæmalaus niðurlæging valda-elítunnar. “Umbótaflokkurinn er raunveruleg ógn; Reform Party is real threat,“ sagði álitsgjafi Sky News. Farage andvígur ESB & €vru. Hann setur UK í fyrsta sæti. Farage helsti áhrifavaldur Brexit 2016 er jafnan uppnefndur hægri-öfgapopúlisti af valdafólki; Political Elite. Íhaldið sveik þjóðina  um Brexit og er refsað. Vók-trans afhjúpað með dómi Hæstaréttar Bretlands. Ef úrslitin gengju eftir við þingkosningar fengi Verkó  156 þingmenn og tapaði 255. Íhaldið fengi 4 þingsæti og tapaði 117. Umbótaflokkur Farage fengi 427 þingsæti, bætti við sig 422 og fengi afgerandi meirihluta ef sama niðurstaða yrði í þingkosningum. Það er paník í Westminster. Hverjum klukkan glymuur. 
 
KOSNINGUM Í NÍU SVEITASTJÓRNUM FRESTAÐ
Þetta eru óvæntustu úrslit í breskri pólitík; "...most stunning results." Það var kosið í 23 sveitarstjórnir en átti að kjósa í 32. Það hefur ekki komið fram að aukakosningum var aflýst í níu sveitastjórnum; Norfolk, Suffolk, Essex, Thurrock, Surrey, East Sussex, West Sussex, Hampshire, Isle of Wight með 5.5 millón kjósendur. Er það ekki alveg stórmerkilegt? Sannarlega er paník í Westminster. Sagt er að þurfi að “...endurskipuleggja“ en í raun breyta reglum valdaelítunni í vil. Nigel Farage segir að Verkó og Íhald hafi plottað frestun; colluded.
 
 
SÖGULEGUR SIGUR Í AUKA-ÞINGKOSNINGU
Það urðu mikil tíðindi í auka þingkosningu; by-election í Runcorn & Helsey suð-austur af Liverpool. Reform UK vann kjördæmið með sex atkvæða meirihluta en fylgi Labour hrundi. Fimmti þingmaður Reform er Sarah Pochin. Verkó vann kjördæmið með fimmtán þúsund atkvæða mun fyrir 10 mánuðum þegar Frostrós okkar sagði við Starmer; Þú veitir okkur innblástur. Runcorn & Helsey hefur verið sterkt vígi Verkó. Þingmaður flokksins sagði af sér þingmennsku eftir að hafa verið dæmdur í fangelsi fyrir að ráðast á "kjósanda." "Fylgið hefur streymt til Reform,“ sagði Farage sem bætti við að Íhaldið stofnað 1832 sé ristað; toast.
 
 

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband