28.4.2025 | 13:04
Zelinsky í Rómaborg & þriðji stóllinn ...
Zelinsky á strigaskóm mátti ekki vera að því að syrgja Franz páfa í Péturskirkju sem auðvitað bara lá í kistunni og gat ekki annað. Plottið hjá Zelinsky snérist um að ná fundi með Trump forseta. Zelinsky gekk á fund Meloni forstýru Ítalíu og fór fram á að hún skipulegði fund Trump með hinum viljugu; Starmer og Macron ásamt sér á strigaskónum. Meloni þvertók fyrir það, kvað það óvirðingu við minningu páfa. Góð ráð voru dýr. Macron bað Trump að hitta Zelinsky í basiliku Vatikansins fyrir útförina. Þeir gengu í salinn Trump og Zelinsky. Þremur stólum hafði verið stillt upp. Zelinsky var stressaður eins og unglingur frammi fyrir föður. Þá birtist Macron og það birti yfir Zelinsky sem heilsaði vini sínum innilega. Skyndilega var Starmer mættur. Þeir voru þarna fjórir. En plottið gekk ekki upp, þriðji stóllinn var fjarlægður! Macron og Starmer hurfu af sviðinu. Trump og Zelinsky settust gengt hvor öðrum í 15 mínútna spjall. Meðfylgjandi er Body Analysis af þessari kostulegu uppákomu Zelinsky og Trump.
Lygaveitan á Glæpaleiti sagði okkur allt nema sannleikann um atburði dagsins. Joe Biden var einmana á 10. bekk þar sem enginn talaði við karlinn. Halla Tóm sem kotkerling skimaði í allar áttir þegar Trump gekk framhjá með hinni glæsilegu Melanie. Að hverju leitaði Halla? Stubbur hinn finnski var settur á fyrsta bekk næst Trump enda golfarar, spilaði golf með Trump á dögunum.
Allir reyndu ná tali af Trump nema Halla sem tók gleði sína þegar hún hitti Biden úti í sólinni enda loks einhver til að tala við.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning