26.4.2025 | 13:44
Arfleifð Snorra & vinur minn Össur
Það er ófriður í Evrópu. Úkraína er hvorki í Nato né ESB. Stríðið í Austurvegi er til heimabrúks í Brussel hinu nýja rómversk-kaþólska heimsveldi þar sem Úrsúla der Leyen er páfi. Þið munið ófriðinn fjarri heimaslóð í ádeiluverki George Orwell 1984. Í pistli á dögunum benti ég á að fyrir tæpum 800 árum hafi Snorri Sturluson verið veginn í Reykholti að skipan Hákonar gamla í bandalagi við Páfa. Gissur jarl var fenginn til verksins. Hvað um goðorðin? spurði vinur minn Össur Skarphéðinsson. Það er að vonum að spurt sé.
STYRJALDIR PÁFAGARÐS Á 13. ÖLD
Fyrri helmingur þrettándu aldar markaðist af styrjaldavafstri Páfagarðs; útþenslu Vatikansins sem hóf árásir á frumkristna Katara 1209-29 þar sem nú er Suður-Frakkland; albigeníska herferðin. "Allir menn, konur og börn skulu drepin," fyrirskipaði Innocentius III páfi. Þarna áttu Musterisriddarar rætur. Nokkrum árum síðar sigldu áttatíu riddarar til Íslands og tóku land í Borgarfirði og hittu Snorra í Reykholti. Er það ekki stórmerkilegt? Sturlunga segir frá alskjölduðum riddurum [Austmönnum] sem riðu með Snorra Sturlusyni lögsögumanni til Alþingis árið 1217. Ítalinn Giancarlo Gianazza hefur í 20 ár leitað að hinum Heilaga Graali á Kili og sett fram kenninguna um Musterisriddarana hér á landi. Gianazza vitnar hvorki meira né minna en í Dante og Da Vinci. Dante á Íslandi falinn í frægasta málverki veraldar; Mónu Lísu sjá fb. Þetta er mikil saga.
SNORRI TIL NIÐARÓSS
Árið 1218 fór Snorri til Norvegs og hitti Skúla jarl í Niðarósi höfuðsetri Norvegs og Hákon gamla þá ungling. Skúli jarl var mestur valdamanna með aðsetur í Niðarósi með keltneskar rætur sem víkingar höfðu flutt heim til Norvegs. Snorri kom heim 1220 og ritaði Snorra Eddu, Heimskringlu og fleiri klassísk verk. Snorri sigldi aftur utan árið 1237. Örlygsstaðabardagi var 1238 þegar Sighvatur bróðir hans féll. Út vil ek, sagði Snorri. Af hverju átti það að styggja konung? Auðvitað voru konungi og páfa fullkunnugt um Musterisriddarana á Íslandi. Í lokaorrustu leitaði Skúli jarl skjóls í klaustrinu í Niðarósi sem menn konungs lögðu eld að og drápu jarlinn. Árið var 1240. Noregur varð kaþólskur, Osló höfuðsetur. Snorri var drepinn í Reykholti 1241. Frumkeltnesk arfleifð Norvegs, Íslands, Írlands var kramin og dýrð þjóðanna rústuð, að ekki sé talað um arfleifð gnostic Katara og Maríu Magdalenu. Ég er fullviss að Össur sá DaVinci Code. Íslenska þjóðveldið féll með Gamla sáttmála 1262 og svo komu Danir og rændu Ísland. Nú er það pólitíkin sem rænir og tortýmir Íslandi innanfrá. Það er þjóð minni sárt og ég efast ekki um vini mínum líka.
KROSSFERÐIR Á HENDUR RÚSSUM
Vatikanið gaf út páfaleyfi; papal authorization til Svíþjóðar hinnar miklu; Stormakten Sverige til krossferðar gegn orthodox Novgoroska lýðveldinu; Hólmgarði. Orthodox Rússar voru uppnefndir heiðingjar. Svíar lutu í lægra haldi fyrir herjum Rússa undir forystu Alexander Nevsky prins í orrustu við Nevufljót árið 1240. Tveimur árum síðar brast ísinn á Peipusvatni undan þýskum riddurum. Atlagan að Rússlandi hafði tapast. Rússland dafnaði og óx. Pétur mikli sigraði sænska Karl XII sem hraktist undan rússneska vetrinum á leið til Moskvu og tapaði orrustunni við Poltovu skammt frá Kænugarði 1708. "Svíþjóð varð lítil." Heilög Pétursborg reis með Alexander Nevsky lövruna í allri sinni dýrð. Síðar fóru Napóleon og Hitler. Nú undirbýr der Leyen herför í Austurveg eftir háðulegt afhroð Proxy-Zelinsky 2022-25. Herför ESB er áformuð árið 2030 samkvæmt Nato/ESB plani. Frostrós, Togga töff og Mette orwellska eru í yfirgír með der Leyen alsælar því lífið er svo skemmtilegt fjarri vígaslóð. Vesturlönd hafa alltaf vanmetið Rússa. Við höfum svikið gildi forfeðra okkar. Vinur minn Össur.Þjóðin verður að leiðrétta kúrsinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning