USA "gekk í burtu" & vandi Úkraínu vex ...

Þau tíðindi gerðust í Lundúnum í vikunni að Mark Rubio utanríkisráðherra USA mætti ekki til fundar því Zelinsky ásamt Bretum, Þjóðverjum og Frökkum höfnuðu tillögum Bandaríkjanna. Rubio “gekk í burtu – walked away.” Spilaborgin hrunin. Zelinsky og Evrópa berrössuð án öryggistrygginga USA. Evrópa er sem geltandi hvolpur. Tillögur USA mótuðust af vígstöðunni eins og hún er. Rússar fá Donbass, Luhansk, Karkhiv, Kherson ásamt Krímskaga. Í þessum héruðum eru Rússar +/-90% íbúa en mátt sæta þjóðernisofsóknum af Kyiv. Þetta eru héruð sem Lenín lét Sovét-Úkró í té í árdaga Sovétríkjanna. Úkraínski herinn í sárum. Hvorki Zelinsky né ESB viðurkenna ósigur í stríðinu né hvika frá Nato aðild. Frakkar, Bretar, Þjóðverjar og Danir yrðu fallbyssufóður eins og Úkrar. Donald Trump hefur gagnrýnt Zelinsky fyrir að hefja stríðið gegn 20falt öflugra herveldi. Zelinsky fékk gnægð dollara frá Joe Biden til proxy-stríðs gegn Rússlandi. “Þetta var stríð Biden; Biden’s War,” segir Donald Trump sem vill binda endi á stríðið nú þegar. Trump segir að fimm þúsund hermenn falli á viku, vígvellirnir hroðalegir af loftmyndum honum sýndar. 1.2M Úkra fallnir í stríðinu, segir Redacted. Frá þessu segja falsmiðlar ekki. Steve Witkoff ráðgjafi Trump fer til Moskvu til viðræðna til að koma á eðlilegum samskiptum.
 
ZELINSKY Í FÓTSPORI HITLERS
Zelinsky stjórnar í skjóli herlaga, ofsækir þegna í lögregluríki. Menn fást ekki í herinn og zel-tuddar elta þá uppi á götum í viðurvist barna. Zelinsky neitar að gefast upp. Hann fylgir þannig fordæmi Adolfs Hitlers sem sundraði Þýskalandi, milljónir hermanna og óbreyttra borgara féllu löngu eftir að stríðið var tapað; World War II Mannfall Þjóðverja geigvænlegt á undanhaldinu eftir ósigurinn í Stalíngrad. Mannfall úkra geigvænlegt á undanhaldinu í Úkraínu.
 
Oleksiy Arestovych fyrrum ráðgjafi Zelinsky nú pólitískur andstæðingur var spurður um álitaefnið af hverju Úkraína ætti að gefa eftir fjögur héruð; oblasts. Arestovych svaraði: “Ástæðan er einföld. Eftir sex mánuði eða ár verða héruðin sex. Skortur á hugsun; [að semja] not enough brains. Síðan verða það átta héruð sem tapast; “you will give away.”
 
EKKI ÁGREININGUR UM LANDAMÆRI ÚKRAÍNU 2014
Árið 2014 var enginn ágreiningur um landamæri Úkraínu. Fjórðungur íbúa, 8.3 milljónir voru Rússar. Árið 2013-14 var blóðugt valdarán CIA/Obama/Biden í Kyiv og Nato austur. Íbúar Krímskaga 96% samþykktu í þjóðaratkvæði inngöngu í Rússland. Rússneskir íbúar Donbass og Luhansk völdu sjálfstjórn. Kyiv fór með stríði á eigin þegna. Það eru vestrænir stríðs-glóbalistar sem hafa sundrað og eyðilagt Úkraínu til útþenslu Nato/ESB.
 
Ný ríkisstjórn Bandaríkjanna er hætt styrjaldarvafstri og útþenslu Nato. Þið munið: Serbía, Afganistan, Írak, Súdan, Sómalía, Líbýa, Sýrland og nú Úkraína. Frostrós & Togga töff í fáfræði taka þátt í proxy-stríði ESB og útdeila blóði í Úkraínu sem er sundruð. Þær eru út um allar koppa grundir í partíum með der Leyen og Mette orwellsku; “Stríð er betra en friður.” Þær rífa kjaft og bölva forseta Ameríku sem vill stöðva mannfórnir. Svo láta þessar konur taka myndir af sér skælbrosandi í garðinum, sbr fb-færslu mína. Fimm þúsund manns eru að falla í viku hverri og der Leyen, Frostrós, Togga og Mette dunda sér; "Stríð er betra en friður." 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Afhverju ætti Selensky að vilja frið  meðan peningarnir streyma inn

Trump er enn að uppfylla loforð Bidens um fjárframlög

Úrsula eykur fjárframlögin á hverjum fundi ESB

Bretland ætlar að gefa eftir fiskveiðar í landhelgi til að mega vera með í fjáraustrinum

Þorgerður Katrín lofar meiri pening fyrir hönd íslenskra skattgreiðenda

og nú er Selensky í Afríku með söfnunarbaukinn á lofti en verður svo sennilega við útför páfa um helgina

Ukrainian President Volodymyr Zelensky arrived in South Africa

Grímur Kjartansson, 25.4.2025 kl. 23:46

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Úkrania 1919, við hvaða tímabil sögunar skal miða við

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/5/5d/Map_of_Ukraine_%28postcard_1919%29.jpg

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 26.4.2025 kl. 09:46

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Hallur.

Finnst þér ekkert að því að Rússar ráðist á annað alþjóðlega viðurkennt fullvalda ríki. Að þeir, Russar eigi að komast upp með að sölsa undir sig með hervaldi annarra þjóða land.  Hefði ekki verið eðlilegra að Rússar hefði boðið Rússunum sem þeir skipulega fluttu frá Rússlandi til Úkraínu eftir seinna stríð, að flytja til baka. Það má deila um kúgun í austurhluta Úkraníu, hvorir kúguðu hvorn. Öll kennsla fór fram á rússnesku eftir 1959 í austur Úkraníu vegna reglu í sovét menntastefnunni, Úkraníufólkið þar fékk aðeins kennslu á Rússnesku. Krímverjar gengu til atkvæðagreiðslu seint í mars 2014 með Rússneska hermenn andandi ofan í hálsmálið í kjörklefanum. Rússar hernámu Krím án blóðsúthellingar í byrjun marsmánaðar það ár. Rússnesk ættaðir íbúar Donbass og Luhansk gerðu byltingu gegn nýjum stjórnvöldum þegar þeir sáu á eftir rússneskaforseta keppnum flýja austur úr, Rússar studdu þessi vopnuðu átök frá byrjum með vopnum og mönnum og opinberlega frá 25 ágúst 2014.

Plútín hefur notað sömu taktík og Hitler gerði fyrir seinna stríð með sudeten héruðin innlimuðu þau vegna þýskumælandi fólks, eins og Plútín með Krímskagan, báðir komust upp með það óáreittir. Næst snéri Hitler sér að Austurríki,Plútin að Donbasa.  Hitler var verðlaunaður með friðar samningi, sem tryggði frið um ókomna framtíð að sögn Chamberlain þáverandi forsætisráðherra Breta.  Nú ætlar Trump  veifa copy paste af þeim samningi.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 26.4.2025 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband