Af Kúrsk, pínu-áfalli & Pútin á snæðingi

 
Í liðinni viku urðu þáttaskil í Úkraínu-stríðinu í Kúrsk í Rússlandi. Hersveitir Úkra voru króaðar af við bæinn Sudzha lentar í herkví; cauldron um fjögur þúsund hermenn rétt við landamærin. Rússar unnu frækinn hersigur þegar 800 manna hersveit fór 15km vegalengd á bak við víglínuna eftir gasleiðslu sem liggur um Kúrsk í gegn um Úkraínu alla leið til Slóvakíu. Zelinsky hafði lokað fyrir gasið 1. janúar. Þetta var mikil hættuför, ein djarfasta hersögunnar. Fát og upplausn kom á úkraínska herliðið enda hafði lokast fyrir undankomu til Úkraínu. Um 67 þúsund úkraínskir hermenn eru sagðir fallnir í innrásinni sem er mikið áfall fyrir Zelinsky sem hefur lýst hana “…taktískan sigur.” Trump hefur beðið Pútin að þyrma lífi hermanna. Frestur til þess að leggja niður vopn rennur út í dag, mánudag. Þrjátíu Nato-herforingjar munu króaðir í herkvínni.
 
PÚTIN BORÐAR ÚKRAÍNU
Ríkisáróður er dauðans alvara en þó jafnan skoplegur. RÚV hefur jafnan skoðun á hvað þú, ég og við öll hugsum. Öllu er stýrt þegar rúvarar ljúga, nefin stækka og þau draga okkur niður á sitt lága plan, stjórna, skelfa og hræða. Ósigurinn í Kúrsk er lygaveitunni mikið áfall. Árni Þórðarson fréttaþulur hefur ekki leikni Boga og Jóhönnu Vigdísar. Árni fjallaði um fall Kúrsk 14.03.25. Hann kvað fæsta Rússa kæra sig um stríðsátök í bakgarðinum enda væru lífskjörin bág! Úkrar væru ekki lengur með: “Kúrsk trompið á hendi. Hlýtur að vera pínu áfall,” sagði Árni og beindi orðum til herfræðingsins Erlings Erlingssonar sem svaraði þunglyndislega að Rússar hafi með miklum mannfórnum sótt fram, því hafi verið komið að: “…þeim tíma að draga liðið skipulega til baka, það virðist hafa tekist ágætlega,” sagði Erlingur. Sviðmynd fréttastofu var úthugsuð; Zelinsky harmþrunginn að baki Árna. Pútin  undirförull, horfði lymskulega á eyðileggingu sem blasti við augum.
 
 
-“Hvað gerir Pútin þegar vopnahlé hefur verið gert. Safnar hann kröftum og ræðst aftur inn í Úkraínu eða annars staðar. Hvað heldur þú að hann geri?” spurði Árni mikið niðri fyrir. 
 
Erlingur setti í brýnnar með Pútin fyrir aftan sig: “…Pútin mun borða restina af Úkraínu og fara svo áfram, ég veit að Baltar [Eystrasaltslöndin] og önnur Evrópuríki hafa miklar áhyggjur af því.” Á RÚV vinnur fagfólk. Þetta verður ekki skáldað. Segir ekki Mette: “Friður er hættulegri en stríð.” Frostrós okkar nær ekki hinum orwellska tón, en var samt mikið niðri: "...Það er ofboðslega mikilvægt að Rússar vinni ekki þetta stríð." 
 
Eru ekki allir í stuði, sjón sögu ríkari svo  hér er frétt lygaveitunnar okkar. 

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband