Eldræða JD Vance í Munchen ...

Varaforseti Bandaríkjanna J.D. Vance hélt mestu eldræðu bandarísks varaforseta þegar hann ávarpaði öryggisráðstefnuna í Munchen í Þýskalandi. Ræða sem allir verða að hlýða á hvaða skoðun sem þeir hafa. Lygaveita ríkisins í uppnámi, Vísir og Stöð2 fara á taugum. “Öryggisógnin er ekki frá Rússlandi og Kína heldur innanfrá,” sagði Vane. Í salnum var Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Ræða Vance var skörulega flutt sem var að vonum enda afar öflugur ræðumaður. Ræðan var haldin í skugga hryðjuverks í Munchen daginn áður. Vance gagnrýndi ógildingu kosninga í Rúmeníu á dögunum þegar Cálin Georgoescu var kjörinn forseti. Vance gagnrýndi fyrrum kómizarinn Thierre Breton sem fagnaði og kvað hugsanlega þurfa ógilda kosningar í Þýskalandi á sunnudag í næstu viku ef úrslit fara ekki að vilja ESB.

GRÉTA THUNBERG & ELON MUSK
Við eigum ekki bara að ræða lýðræði, við verðum að lifa lýðræði,” sagði Vance sem minnti á Kalda stríðið milli lýðræðisríkja og kommúnista sem lokuðu kirkjum, ritskoðuðu, fangelsuðu og breyttu kosningum að geðþótta. Vance benti á hatursorðræðu sem dæmi um tilraun evrópskra stjórnvalda til þess að bæla raddir fólks. Hann benti á mannréttindabrot í Þýskalandi, Svíþjóð og Bretlandi; dóm yfir Adam Smith Connor 51 árs Breta fyrir að biðja í hljóði fyrir utan fósturdeyðingarkliník fyrir ófæddum syni sínum sem fyrrum kærasta hafði látið deyða í móðurkviði. Hann benti á hugarglæpi í Skotlandi. Og auðvitað Bandaríkin undir Joe Biden þar sem facebók var notuð til að ljúga því að covid hafi ekki komið frá rannsóknarstofu í Kína. Heyrir Alma? Vance gagnrýndi taumlausan innflutning hælisleitenda. Hver kaus þessa stefnu? “Ameríka þoldi skammir Grétu Thunberg í áratug, þið eigið að líða Elon Musk í nokkra mánuði,” sagði Vane.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Hallur.

Það er blátt áfram svalandi að lesa þessa færslu þína, þar sem þú bendir einfaldlega á merg málsins, sem er framleiðslan á réttum og viðurkenndum skoðunum sem framleiddar eru ofan í almenning hér og á Vesturlöndum af svokölluðum fréttamiðlum, sem á umræddum NATO halelúja fundi, einungis af tilefni beinskeyttrar ræðu J.D. Vance Varaforseta Bandaríkjanna eru enn tveimur dögum síðar í vandræðum og veseni að reyna að flytja einhverjar þreyttar áróðurs tuggur Úrsulu og Þorgerðar til að fyllla upp í vandræðalegt bergmál ræðunar hryllilegu - Bráð fyndið.

Jónatan Karlsson, 15.2.2025 kl. 10:27

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fimmta herdeildin er ekki ný af nálinni og  á Íslandi eru gífurlega margir sem finna landinu allt til foráttu og vilja helst sjá landsmenn sína í ánauð erlends ríkis.

Eldræðan hjá Vance var bara fínt sparka í rassinn á þessu yfirstéttarliði í Brussel sem öllu vill  ráða

Grímur Kjartansson, 15.2.2025 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband