Ameríska öldin heyrir sögunni til ...

Tímans þungi niður fram steymir. Ameríska öldin heyrir sögunn til; American Century 1947-2025. Ameríka setur sjálfa sig í 1. sæti fram fyrir alþjóðavald; Make America Great Again. Bandaríkin voru ráðandi heimsveldi í einpóla veröld. Við lifum nú í margpóla veröld með Kína, Indland, Rússland og Bandaríkin ráðandi stórveldi. Við erum vitni að upplausn ESB og Nato. Við erum vitni að endalokum endalausra styrjalda og fjörbrotum glóbalizma.

Donald Trump hefur hætt fjármögnun Úkraínu sem hefur tapað stríðinu gegn Rússlandi. Evrópuríki hins vegar eru staðráðin í að halda áfram stríðinu við Rússland. Ísland þar á meðal. Evrópskir leiðtogar eru vegvilltir kjánar. Hnignun Evrópu blasir við öllum nema pólitískum leiðtogum álfunnar. Glámskyggni Íslendinga er sérlega eftirtektarverð. Donald John Trump vann afgerandi sigur 5. nóvember; landslide victory. Hins vegar töldu 94% Íslendinga að Kamala Harris yrði forseti því Trump sé hættulegur narsissti og fasisti. Svona öflug er lygaveita íslenska ríkisins.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Glöggt er gests augað. 94% Íslendinga standa utan við bandarísk stjórnmál. Kaupmáttur þeirra og kjör, skattar og skyldur, heilsa, hamingja og framtíð stýrist ekki af því hver er forseti Bandaríkjanna. Þjóðin fylgist samt mjög vel með og dæmir eftir persónuleika, hegðun og heiðarleika en ekki eftir slagorðum og flokks hollustu. Vandséð er hvernig hlutlausar mat á frambjóðendum fæst.

Vagn (IP-tala skráð) 6.2.2025 kl. 14:13

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

-nákvæmlega-

Guðjón E. Hreinberg, 6.2.2025 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband