13.12.2024 | 20:15
Hervæðing Nato-Kef er reist á lygi ...
Víggirtri herstöð Nato-Kef ásamt herskipa- og kafbátalægi í Helguvík hefur lævíslega verið laumað inn á íslenska þjóð vegna útþenslu Nato til austurs að landamærum Rússlands. Þetta var tilkynnt á RÚV. Þessi vígastefna er reist á lygi. Ég endurtek lygi. Ég hef oft fjallað um útþenslu Nato og endalausar styrjaldir í Mið-Austurlöndum og nú Úkraínu. Hið heimsvaldasinnaða Nato stefnir leynt og ljóst að því að innlima Úkraínu, Georgíu og umkringja Rússland. Hervæðing Íslands stefnir fólkinu í landinu vísvitandi í hættu vegna Nato-Kef og herskipalægis í Helguvík. Þessa herstefnu hefur hin ógæfusama Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þröngvað upp á íslenska þjóð. Hún talar í véfréttarstíl til þjóðarinnar. Ýmislegt stórt mun gerast, segir hún. Framkvæmdastjóri árásarbandalagsins Nato kveður fólk verða að búa sig undir stríðstíma; wartime. Hvað er verið að bralla í kjöllurum Nato í Brussel? Hefur fólkið í landinu verið spurt hvort það vilji stríð við Rússa?
ÞÓRDÍS BEINLÍNIS SKAÐLEG
Þórdís var mest strikuð út í Suð-vesturkjördæmi (591). Hún flutti sig úr heimabyggð því hún treysti sér ekki til að horfast í augu við kjósendur á Akranesi þar sem afleiðingar helstefnu hennar blasa við fólkinu með milljarða gjaldþroti Skagans3X þar sem 128 misstu vinnu. Viðskiptabönn Íslands sem tóku fyrir viðskipti í Austurveg hafa skaðað efnahag landsins. 3X seldi saltfisklínu til Múrmansk árið 2019 þá stærstu við Norður-Atlantshaf sem vinnur 50 tonn af saltfiski á sólarhring! Rússneskir fiskmarkaðir eru horfnir, hátæknifyrirtæki hafa misst dýrmæta markaði, sendiráðið okkar í Moskvu yfirgefið og tugmilljarðar af fé fólksins í landinu fer í stríðsrekstur. Allt vegna lygi.
ÍSLAND SKOTMARK Í STYRJÖLD
Þetta eru þó smámunir í samanburði við þá staðreynd að Ísland er skotmark í styrjöld Vesturlanda á hendur Rússum. RÚV tilkynnti þjóðinni hervæðinguna í síðustu viku og fólkI var brugðið. Framganga Þórdísar er óásættanleg. Hún er beinlínis hættuleg íslensku lýðveldi. Hvernig hún rataði í Sjálfstæðisflokkinn er óútskýrt slys því hún er glóbalisti sem stefnir á Brussel. Þórdís talar um að Ísland snúi sér að Evrópu, les ESB. Við vorum útkjálki danska stórríkisins. Íslendingar vilja ekki vera evrópskur útkjálki. Við erum á mörkum Ameríku og Evrópu. Við erum í N-Atlantshafi milli Evrópu og Ameríku.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning