19.9.2024 | 13:51
Legókubbur nýtt merki Alþingis
Alþingi Íslendinga hefur gert legókubb að tákni sínu. Árið er 2024. Senn eru ellefu hundruð ár frá stofnun þessa fyrsta þjóðþings veraldar. Vísir kveður almenna ánægju með nýtt útlit og Morgunblaðið kallar kubbinn andlitsupplyftingu sem sé hluti af stærri upplyftingu! Sjálfsagt eru hinir guðlausu alsælir með kubbinn sinn því blaðamenn og þingmenn virðast elska kubba, litla kubba á lækjarbakka. Þeir elska ringulreið fjöl[ó]menningar þar sem manneskja er kubbur úr myrkrinu þar sem ekkert er. Sem óseðjandi dreki draga þau þjóðina inn í myrkur sitt. Það er helst ekki reist bygging í landinu nema kubbótt sé. Meira að segja forseti Alþingis er kubbóttur. Veröld þeirra við Austurvöll er einn stór sögulaus kubbur.
Litlir kubbar á lækjarbakka,
litlir kubbar úr dinga-linga-ling.
Litlir kubbar, litlir kubbar,
litlir kubbar, allir eins.
Alþingi Íslendinga stofnað 930 er elsta þjóðþing veraldar. Krossinn í fallegasta þjóðfána veraldar hefur rótfest Alþingi. Setja hefði mátt skjaldarmerkið sem sækir innblástur á meðal Ísraelsþjóðanna í eyðimörkina með Móse afkomanda Abrahams. Það hefði verið táknrænt um að íslensk þjóð veit hvaðan hún kemur og hvert hvert hún stefnir. Þau höfðu það ekki í sér að halda rauð/bláa/hvíta þjóðfánanum með krossinum til þess að minna á að Ísland og íslensk þjóð hafa þann tilgang að hnýta Drottni krans. Hver og einn Íslendingur er líf í ljósi. Raunar hefði mátt hafa upphafsstef Þjóðsöngsins greipt í bréfsefni Alþingis:
Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Spurt er hvað rak Alþingi til þessarar upplyftingar og hvað kostuðu herlegheitin?
Athugasemdir
Já, Hallur Hallsson krossinn hefur verið numinn burt úr þjóðfánanum í Merki Alþingis. Krossinn er einnig farinn úr merki kirkjugarðanna.
Hvaða fáni skyldi það vera sem menn vilja helst sjá á flaggstöngum í dag í stað Þjóðfána okkar?
Þjóðin og þingið hefur yfirgefið köllun sína og útvalningu, sem er að flétta kórónu til krýningar Jesú Kristi til konungs þegar Hann birtist innan skamms.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 19.9.2024 kl. 16:00
Vel mælt.
Guðjón E. Hreinberg, 19.9.2024 kl. 20:37
Fyrst var það Bónussvínið. Svo Olís merkið. Og nú þetta.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.9.2024 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.