9.9.2024 | 21:17
Síbrota Sigríður tapaði atlögu sinni að málfrelsi
Ég fyrirlít skoðanir þínar, en er reiðubúinn að láta líf mitt fyrir rétt þinn til að tjá þær. Voltaire [1694-1778]. Ég hygg að síbrota ríkissaksóknari Sigríður Friðjónsdóttir hafi lítinn skilning á orðum Voltaire. Hún er sjálfsagt slegin yfir að hafa tapað atlögu sinni að málfrelsi; sumsé Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara. Henni tókst ekki að fá Helga Magnús rekinn og verður að afhenda honum lykla, tölvu og bílstæði! Hins vegar stóðst Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra prófið. Hún kveður ummælin óviðeigandi sem útaf fyrir sig er sjónarmið. Helgi Magnús var harðorður um það deilir enginn en ...sérstakar aðstæður réttlæti þau, að mati Guðrúnar. Þarna kemur ráðherra að kjarna máls sem ríkissaksóknari er algerlega blindur á. Fjölskyldu Helga Magnúsar var ógnað af hættulegum hnífamanni sem hótaði að drepa vararíkissaksóknara, eiginkonu og börn. Síbrota Sigríður hefur elt öfgasamtökin Sólaris sem Oddur Ástráðsson lögmaður er fulltrúi fyrir. Sólaris sem berjast fyrir Íslandistan stóðu fyrir atlögunni að Helga Magnúsi. Oddur var á dögunum fundarstjóri hins umdeilda formanns BÍ gegn órólegu deildinni sem barðist fyrir að halda atkvæðisrétti innan BÍ. Órólega deildin vann! Er þetta ekki alveg stórmerkilegt? Síbrota Sigríður hefði átt að grípa til varnar undirmanni sínum. Hún gerði það ekki. Þetta hafa verið vondir dagar fyrir síbrota Sigríði og öfga feminista sem kerfisbundið hafa brotið lög í fósturvísa skandalnum. Helgi Magnús í samtali við Vísi.is kveðst vilja sjá hvernig Sigríður bregðist ...við þessum ósigri sínum. Blasir það ekki við. Ber Sigríði ekki að segja af sér fyrir atlögu að málfrelsi, síbrot og afglöp?
Hvað segir Guðrún um ofsóknirnar á hendur Halli?
Eftir stendur að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur staðið fyrir ofsóknum á hendur mér, Halli Hallssyni blaðamanni. Halla Bergþóra Björnsdóttir gerði lögreglumenn útaf örkinni norður yfir heiðar til þess að yfirheyra mig vegna skrifa minna um fósturvísa skandalinn. Mér var hótað 4ra ára fangelsi og ævilöngu ferðabanni um sjö póstnúmer í Reykjavík og Garðabæ. Fram á þennan dag hefur enginn fjölmiðill fjallað um þessa atlögu Höllu að málfrelsi í landinu, né hefur dómsmálaráðherra tjáð sig um hneykslið. En það er kannski vegna þess að dómsmálaráðherra hefur ekki verið spurður. Blaðamannafélag Íslands hefur ekki tekið upp hanskann fyrir málfrelsi blaðamanns. Er það ekki alveg stórmerkilegt!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.