15.7.2024 | 11:24
Mögnuð tilviljun bjargaði Trump ...
Ef Donald Trump hefði horft yfir hinn gríðarlega mannfjölda í Butlerbæ Pennsylvaníu í stað þess að snúa sér með snöggri hreyfingu til hægri, þá væri 45. forseti Bandaríkjanna látinn. Tilræðið hefði heppnast, meistaraskytta tók í gikk. Svo stutt er milli lífs og dauða forsetaframbjóðanda í Ameríku. Ótrúleg tilviljun bjargaði Trump sem þakkar Guði almáttugum. Bandaríski fáninn sem blaktir yfir blóðugum Trump fer í sögubækur, rákin eftir riffilkúluna mögnuð. Trump fékk riffilkúlu í brjóstið en skothelt vesti bjargaði forsetanum, enn óbirt. Trump féll til jarðar, öryggisverðir skýldu honum, fólkið óttaðist hið versta. En Trump er warrior; stríðsmaður. Hann reis á fætur hrópandi: Fight, fight, fight; berjist, berjist, berjist, veifaði, steytti hnefa til þess að sýna fólkinu sínu að hann væri heill þó blóðugur væri. Fólkið stóð upp og kyrjaði: USA, USA, USA. Ekkert fær knésett fólk sem elskar ættjörð sína. Glóbalistar eru dæmdir til ósigurs.
AULAGANGUR EÐA INNHERJAJOBB
Fleiri spurningum er ósvarað en svarað, segja menn í Ameríku og bæta við: Collossal Failure of Secret Service; Gríðarleg mistök leyniþjónustu. Leyniþjónustan heyrir undir alríkisstjórn Joe Biden. Hvers vegna lét leyniþjónustan viðvaranir sem vind um eyru þjóta? Það var riffilmaður á þaki lághýsis um 130 metra frá ræðupúlti forsetans? Vitni reyndu ítrekað að gera viðvart. Gengt riffilmanninum voru tveir þungvopnaðir agentar. Átta skotum var hleypt af áður en guttinn var skotinn. Af hverju ekki fyrr? Annað hvort er þetta aulagangur eða inside job; innnherjajobb, segir Clayton Morris á Redacted. Repúblikanar í þinginu boða rannsókn og kalla Kimberley Cheattle forstýru Secret Service fyrir þingnefnd. Skúrkar vilja leiðitama vanhæfni.
FIMMTUGUR FAÐIR & AFI LÁTINN
Fimmtugur faðir, afi og slökkviliðsstjóri er látinn, tveir liggja milli heims og helju. Við vitum ekkert um hvernig fólkið lenti í skotlínum. Tvítugur gutti er sagður tilræðismaður. Sama leikrit alla daga frá morðinu á John F. Kennedy í Dallas 1963. Þá var það Lee Harvey Oswald, nú Thomas Matthew Crooks; lone wolf. Það getur svo sem verið en munið að FBI rannsakar málið! FBI ásamt CIA lugu um morðið á Kennedy, lugu um 9/11, lugu um Rússatölvu Hunter Biden, lugu um Rússa-galdur. Crooks er sagður repúblikani en myndskeið sýna fádæma hatursorðræðu hugstola drengs. Falsmiðlar leika hlutverk sitt, upplýsingum haldið frá almenningi. Hatrið sem demókratar magna á Trump er fordæmalaust frá Abraham Lincoln 1861-1865. Lincoln tók frá þeim þrælana og var skotinn. Síðasta tilræði við forseta var í mars 1981 þegar Ronald Reagan var skotinn.
HATURSORÐRÆÐA JOE BIDEN
Biden sagði styrktaraðilum demókrata fimm dögum fyrir tilræðið að tími væri til kominn að setja Trump fyrir nautsauga. Its time to put Trump in the Bullseye. Hvað þýðir að vera í sjónlínu nauts? Hitta beint í mark. Biden hefur áður nefnt bullseye. Joe Biden hefur margoft uppnefnt Trump threat to democracy; ógn við lýðræði hægri öfgamann. Trump sætir pólitískum ofsóknum stjórnar Biden. Trump verið uppnefndur Hitler. Arnari Þór Jónssyni var líkt við Hitler. Sama orðræða hér á landi, raunar um alla Evrópu, endalausar falsfréttir um hægri-öfga. Flokkur Marie le Pen í Frakklandi er grímulaust uppnefndur Hægri öfgaflokkur; fékk 37.1% á dögunum, ADF í Þýskalandi með 22%, Fidesz í Ungverjalandi með yfirgnæfandi fylgi. Orban talar fyrir friði í Evrópu, hitti Trump fyrir helgi til þess að ræða frið. Biden magnar stríð. Vinstra villt fólk andskotast yfir því að tilræðið hafi misheppnast og skammast út í Bjarna Ben fyrir að senda Trump kveðjur.
Athugasemdir
Sæll Hallur.
Það að vera fær um að lesa skriftina á veggnum er ekki á færi allra og hér á Íslandi er því miður allur almenningur líkt og annarstaðar þægir einfeldningar, sem skiljanlega trúa öllu því sem allir meginstraums fjölmiðlar á borð við RÚV og Mbl (sem leyfir þó enn ritfrelsi) og því allar aðrar skoðanir samstundis úthrópaðar sem hatursorðræða, eða bilaðar samsæriskenningar.
Auðvitað hefur þú rétt fyrir þér í flestum eða öllum þessum beinskeyttu fullyrðingum þínum og átt heiður skilinn fyrir hugrekkið og meðfylgjandi mannorðsmissi meðal rétthugsandi valdastéttarinnar.
Það er reyndar mikið lán að úthrópaðir miðlar á borð við Útvarp Sögu og jafnvel Samstöðin líka fái enn að starfa nokkurn veginn óáreitt.
Það er að sama skapi til hreinnar skammar að menn sem kjörnir eru til að gæta hagsmuna þjóðarinnar á Alþingi breytist í þögular auðsveipar lyddur samstundis og þeir ganga inn um dyrnar við Austurvöll og styðji 100% við margan ósómann og hef ég þar í huga t.a.m menn eins og Jakob stuðmann og hamborgara Tomma, þó það hvíni reyndar stundum í tveim flokkssystrum þeirra yfir kjörum sjúkra og fátækra.
Jónatan Karlsson, 16.7.2024 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.