Krist-fóbía rithöfundar ...

Grein mína í Morgunblaðinu fyrir sjö árum nefndi ég "Krist-fóbíu rithöfundar." Guðmundur Andri Thorson rithöfundur og alþingismaður hefur haldið því fram að kristin trú sé líkt og Íslam "...trénað og inntakslaust hugmyndakerfi." Hann er frjáls að skoðun sinni en ég bar saman ferilskrá guðleysingja og kristni.

Guðleysingjar 20. aldar skildu eftir sig sviðna jörð helsis í Sovétinu, stærsta fangelsi mannkynssögunnar sem hrundi 1991. Þessari bábylju hefur ættbogi GAThorson fylgt um langan aldur. Guðlausir trúa að manneskjan komi úr myrkinu þar sem ekkert er og hverfi til myrkursins þar sem ekkert er. Þessi furðusiður hefur ríkt á Íslandi síðustu 10-15 ár, raunar tekið yfir Vesturlönd. Þeir bera vísindi fyrir trú sinni þvert á vísindalegar þekkingu um lífi í ljósi. Þeir stefna að því að leggja af vestræna siðmenningu frelsis og lýðræðis. Hnignun vestrænnar siðmenningar og íslenskrar þjóðar blasir við okkur öllum. Guðleysi er skrepphyggja.

Kristin trú er lifandi samfélag við kærleika og náð Drottins í gegn um Jesú Krist; líf í ljósi tengir okkur við kærleika Drottins, sterkasta afl alheims. Þetta hef ég rakið með færslum að undanförnu. Þennan kærleika hafa menn upplifað á öllum tímum frá því Kristur gaf líf sitt á krossinum svo við mættum lifa.

Ég birti mynd af greininni á facebók


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband