Af trúði, kóngi og forseta Íslands

Trúður verður ekki kóngur

þó í höll  flytji.

Höllin verður að sirkus.

     Tyrkneskur málsháttur.

 

Ef við skiptum kóngi fyrir forseta og höll fyrir Bessastaði þá gæti málshátturinn hljóðað: "Trúður verður aldrei forseti og Bessastaðir verða að sirkus." Ég hygg að þjóðin sé einhuga um að ekki sé rétt að trúður geri Bessastaði að sirkus. Þetta álitaefni á við um forsetaframboð Jóns Gnarr sem verður að fá svar við. Hvað verður um trúðinn? Hann fer á hilluna, svarar Gnarr væntanlega. Ok. Sagt er að forseti geri fátt eitt annað en sitja veislur. Þá er annað álitaefni uppi. Er Jón Gnarr hæfur til annars en að halda veislur fyrir vini og fína fólkið?

 

KROSS Á BESSASTAÐAKIRKJU?

Jón Gnarr var borgarstjóri 2010-2014. Það var sagt að “skuggastjóri“ Jóns Gnarr væri baki luktum dyrum Ráðhússins. Allir vissu en enginn nefndi. Það var Degi ljósara hver um valdatauma hélt. Jón Gnarr lofaði reykvíkingum ísbirni í Laugardal. Hann stóð ekki við loforð sitt. Gnarr átti til að gnarrast í reykvíkingum. Verður meira að marka loforð nú? Hann  kveðst ætla að sinna starfi forseta af auðmýkt með styrk Guðs og manna. Er hann tilbúinn að taka vindhana Guðna Th. niður og setja upp kross á Bessastaðakirkju? Þannig sýna meir en þúsund ára kristnum sið virðingu...

GNARR & ICESAVE

Ólafur Ragnar Grímsson forseti [1996-2016] vísaði Icsesave til þjóðarinnar þegar Gnarr sat í embætti. Jón Gnarr hlýddi pólitískri klíku “skuggastjóra“ síns gegn þjóðinni. Gnarr sagði ““ við Icesave. Jón Gnarr kvaðst vilja kjósa Icesave í burtu [með því að senda þjóðinni allt að 500 milljarða króna reikning] því ESB-umsóknin gæti runnið út í sandinn og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir félli sem gnarr kvað hafa “...grafalvarlegar afleiðingar fyrir þjóðina.“ Það  var vont. Forseti þarf ávallt að vera tilbúinn að taka á erfiðustu málum af hlutlægni og víðsýni; stjórnarkreppum og málsskotsrétti forseta. Getur Jón Gnarr einlæglega sagt að hann sé hæfur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Eins og staðan er þá er Jón Gnarr bara viðeigandi val.

Trúður yfir trúða-þjóð.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.4.2024 kl. 20:44

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Flýið, Lifið.

Guðjón E. Hreinberg, 4.4.2024 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband