Af formannskjöri KSÍ & góðri innivinnu ...

Starf formennsku KSÍ er krefjandi, líklega eitt hið erfiðasta í íslensku íþróttalífi. Nú hafa þrír menn gefið kost á sér, Þorvaldur Örlygsson fyrrverandi atvinnumaður, Vignir Már Þormóðsson stjórnarmaður KSÍ og fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar KA og Guðni Bergsson fyrrverandi formaður KSÍ. Þeir félagar komu fram á Stöð 2 og fóru yfir málin. Sérstaka athygli vekur að Guðni skuli bjóða sig fram hafandi í huga skelfilegan viðskilnað við KSÍ á sínum tíma. Feminískar drífur munu ávallt elta Guðna reiðubúnar að slá í klárinn. Það hefur framkvæmdastjóri Stígamóta þegar gert. KSÍ hefur ekki náð sér eftir kollsteypur Guðna þegar hann fór illa undirbúinn í viðtal í ágúst 2021.

 

LAUN EÐA  LAUNALEYSI

Guðni réð landsliðsþjálfara í desember 2020, Arnar Þór Viðarsson og Eið Smára. Sú ákvörðun reyndist ekki farsæl. Þjóðin þekkir þá sögu sem ekki verður rifjuð upp hér. Guðni Bergsson var kosinn formaður í Eyjum við sérkennilegar aðstæður og lítt til sóma. Þá var val milli launalauss formanns og launaðs formanns. Ég er þeirrar skoðunar að röng leið hafi verið og sé valin. Sterkur leiðtogi þarf að leiða KSÍ. Nú virðist helsta markmið framjóðenda að ná sér í feitan launatékka, góða innivinnu eins og Gnarr orðaði það um borgarstjórastólinn. Öflugir leiðtogar sem hafa aðstöðu til að leiða KSÍ án þess að reiða sig ofurlaun hafa ekki sóst eftir formennsku, því miður. Hættan er að við sitjum uppi með reynslulitla og fjármálablinda meðalmenn. Við leitum að leiðtogum ekki fleiri skrifstofamönnum. Vignir Þór kveðst ætla að sinna fyrirtæki ásamt veru bæði í Reykjavík og á Akureyri. Það var ekki stórmannlegt af Guðna að véfengja getu landsbyggðarmanns til þess að sinna starfi í Reykjavík. Það er raunar með ólíkindum að Guðni Bergsson skuli bjóða sig eftir allt klúðrið, ef ég á að vera hreinskilinn. Henry Birgir benti á að Guðni hefði aldrei gert upp það klúður. KSÍ var rekið með 126 milljón króna halla 2023. Samkvæmt könnun er baráttan á laugardag milli Guðna 34% og Vignis, 31% en Þorvaldur aðeins með 7%, tæplega þriðjungur óákveðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband