16.2.2024 | 20:39
Bifreið ofan í opinn lagnaskurð í Garði
Skömmu fyrir hádegi á fimmtudag lenti bifreið ofan í lagnaskurði í Garði sem Íslenskir aðalverktakar ÍAV höfðu grafið fyrir HS veitur við Meiðastaðaveg sem liggur til norðurs þegar ekið er inn í Garð frá Keflavík. Vatnslögnin mun hafa gefið sig í gosinu. Fiskvinnsluhús er nyrst á Meiðastaðavegi. Kona var ein í bílnum sem lenti ofan á lögnum. ÍAV gróf holuna á miðvikudag og gerði við vatnslögnina en skildi skurðinn eftir opinn án nokkurra viðvarana. Hallandi vegurinn var glerháll þegar slysið átti sér stað. Rjúfa þurfti þak bifreiðarinnar til þess að ná konunni út úr flakinu og var hún flutt í sjúkrabíl með blikkandi ljós á sjúkrahús. Tveir lögreglubílar mættu á vettvang ásamt sjúkrabíl og tækjabíl Slökkviliðs.
Eftir að lögregla hafði verið kvödd á vettvang kom ÍAV á vettvang með keilur sem voru settar upp. Hvort lögregla hafi verið að breyta vettvangi og til hvers liggur ekki fyrir. Undir kvöld var mokað í holuna. Ekki er að sjá að lögregla hafi skýrt frá hinu alvarlega slysi í Garði. Bifreiðin er Ssangyong Korando jepplingur árgerð 2014 ónýt. Mér er ókunnugt um líðan konunnar. Spurning er hvort konan eigi kröfu á hendur HS-veitum/ÍAV, sveitarfélaginu Garði eða hvort bifreiðin sé í kaskó. Árvökull Garðsbúi sendi mér þessar myndir en fjölnmiðlar hafa ekki birt fréttir af slysinu. Þeim er frjálst að nota meðfylgjandi myndir sem ég birti á facebók.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.