Hversu mörg þúsund fótboltavelli undir vindmyllur Gulla ...

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis, orku & loftlagsráðherra gengur rösklega til verka. Einu virðist gilda hvort málefni séu í anda gamla góða Sjálfstæðisflokksins eða helstefnu glópalista. Gulli ætlar að „flýta umtalsvert“ smíði vindmylla vítt og breitt um landið að hætti ESB.  Gulli er nú kallaður Gulli græni af því hann gengur ötullega fram i grænum erindagjörðum. Norskur sérfræðingur að nafni Sveinulf Vågane varar við vindmyllum. Sveinulf segir að í Noregi hafi land sem jafnist á við 84 þúsund fótboltavelli farið undir vindmyllur; ósnortin víðerni, fjöll og skógar. „Við leyfðum vindorkufyrirtækjum að skaða náttúruna, umhverfið og orkukerfin okkar,“ segir Sveinulf. Grænn raforkukostur hafi haft í för með sér hörmungar, skelfileg náttúruspjöll, gróða fjárplógsafla í skattaskjólum með skattleysi á heimaslóð og hærra raforkuverði. Sveinulf segir að almenningsálitið í Noregi hafi snúist gegn vindmyllum. Ég sendi Gulla þessa norsku viðvörun, vonandi hefur hann lesið þó ég sé ekki sérlega bjartsýnn. 

 

HVERSU MARGAR VINDMYLLUR?

Hversu margar vindmyllur ætlar Gulli að reisa í viðkvæmri íslenskri náttúru? Sem nemur þúsund fótboltavöllum, tíu þúsund, tuttugu þúsund eða kannski 84.000 fótboltavöllum eins og Norðmenn? Ísland er 27% af stærð Noregs. Eigum við að segja að 25% fari undir vindmyllur eða sem nemur 21.000 fótboltavöllum, eða kannski „bara“ sex þúsund ef við miðum við höfðatölu. Haldið þið að gróðapungarnir láti þar við sitja? Bjarni & Gulli hafa ekki reist þjóðarleikvang þar sem þjóðin kemur saman, hlýðir á þjóðsönginn, syngjur áfram Ísland og hampar íslenska fánanum. Nei, þjóðin kúldrast í Laugardalnum, finnur til skammar yfir  ömurlegri aðstöðu. Bjarni og Gulli virðast reiðubúnir að færa fjárplógsöflum landsvæði sem nema þúsundum fótboltavalla, tug þúsundum undir vindmyllur ... Gulli kallar raforkuskömmtun, raforkuöryggi. Raforkuskömmtun sé vegna umframeftirspurnar. Þetta er ekki hægt að skálda ...Eru þeir hissa á að fólkið í landinu treysti þeim ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband