30.10.2023 | 17:16
Eitrað andrúmsloft á Old Trafford ...
Mikil umræða er um vanda ManUtd en félagið stendur nú um stundir í skugga nágranna sinna. ManUtd hefur kennt sig við Rauða djöfla og í fyrsta sinn í sögu félagsins var merki djöfulsins sett á keppnistreyju. Sérstaka athygli vakti að Roy Keane var meðal þeirra sem kynnti treyju félagsins ásamt leikmönnum. Djöfullinn með þríodda spjót er ófrýnilegur. Rauðir djöflar eiga rætur til Matt Busby sem stýrði félaginu til stórveldis fyrir sjötíu árum, 1945-1971. Nú eru 28 ár síðan bandaríska Glazerfjölskyldan tók ManUtd yfir í skjóli gerspilltra banka. Svokallaðir bísnissmenn verða sýna Mammon hollustu, félög eru mergsogin með vaxtagreiðslum, lúxuslíf ríkra Kana víða um heim kostar sitt. Bísnissmódel Wall Street er baneitrað. ManUtd er vegvilltur klúbbur og hriplekur Old Trafford í niðurníðslu.
Eftir niðurlægingu ManUtd um helgina talaði Phil Neville um eitrað andrúmsloft á Old Trafford. Hann kveður þá sem koma mergsjúgast í eitruðu andrúmslofti. Það var augljóst að leikmenn voru hræddir sem leiddi til falls ManUtd. Tvö atvik í fyrri hálfleik kostuðu. Amrabat braut klaufalega á Foden, aukaspyrnan leiddi til klaufalegs brots Hojlund á Rodri og fyrstu vítaspyrnu City á Old Trafford frá stofnun EPL 1992. Spjaldaður Amrabat var tekinn útaf í hálfleik og Hojlund um miðjan síðari hálfleik. Í síðari hálfleik braut Maguire á Haaland í teignum sem hefði átt að leiða til vítis en VAR gerði ekkert enda kannski nóg komið og hinn ógæfusami Maguire líklega ekki spilað annan leik fyrir ManUtd. Bruno Fernandes var spjaldaður fyrir ruddabrot á Grealish og trylltur Antony fékk gult. Keane vill sjá Fernandes sviptan fyrirliðabandinu. City aðdáendur sungu Old Trafford is falling down ... þið munið London Bridge is fallinn down ...
Athugasemdir
Ja hérna hr.Hallur! Hvernig verjast menn þessum "forríku könum" haldandi þá eins og mig elska að vinna dollur. En ég á ekkert í ManUtd.nema dýrmætar endurminningar og læt mér önnur lið litlu skipta.
Ég get vel skilið að mynd af djöfsa sé þér ekki að skapi,gegnheilum kristnum manni,það væri verðugt efni að komast að hver átti hugmyndina.
Kannski hermt eftir þeim mörgu skjaldamerkjum léna? í Englandi.Mbkv.
Helga Kristjánsdóttir, 4.11.2023 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.