Ákærður fyrir skoðun á kosningaúrslitum ...

Nú hefur 45. forseti Bandaríkjanna verið ákærður fyrir þá skoðun að kosningasvindl hafi verið haft í frammi í forsetakosningunum í nóvember 2020. Með því hafi Donald Trump haft áhrif á hornstein lýðræðis; Bedrock of Power til að hanga á völdum. Ef sekur bíður Trump allt að 20 ára fangelsi en hann er 76 ára. Hann er sakaður  um að hafa svikið; defrauded Bandaríkin með því að viðra rangar skoðanir og þannig ljúga að bandarísku þjóðinni. Trump hafi þrýst á embættismenn – þar á meðal Mike Pence varaforseta – að fresta að lýsa úrslitum.

Markmið Joe Biden 46. forseta er að koma í veg fyrir forsetaframboð Donalds Trump 2024. Trump fékk 75 milljónir atkvæða 2020, 12 milljónum fleiri en 2016. Trump er ekki ákærður um aðild að ofbeldi í þinghúsinu 6. janúar 2021. Hins vegar kennir Jack Smith sérstakur saksóknari Trump um ofbeldið. Smith er skipaður af dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Smith þessi er duglegur með afbrigðum því þetta þriðja ákæran á hendur Trump. Áður höfðu FBI agentar ráðist undir alvæpni inn á heimili Trump í Flórída. Í praxís er það sitjandi forseti sem ákærir pólitískan andstæðing; seníll sídettandi Joe Biden sem ekki hélt marktækan kosningafund haustið 2020 en sagður hafði fengið fleiri atkvæði en nokkur forseti í sögu Bandaríkjanna.

SVONA DREIFIST FAGNAÐARERINDIÐ

Íslenskir ríkramiðlar láta sitt ekki eftir liggja um hina einu réttu ríkisskoðun sem fer um öll Vesturlönd í boði Blackrock. Stöð 2 kallaði í settið fréttamanninn Samúel Karl Ólason sem þýðir Reuters sem endurómar Blackrock og Vanguard fjárfestingafélög hinna ofsaríku. Auðvitað hafði Samúel Karl ekkert frétt af því að Trump hafði þann 6. janúar 2021 hvatt til endurtalninga í Pensylvaníu, Michigan, Georgíu, Wisconsin og Nevada. Tölur höfðu breyst dramatískt í skjóli nætur eftir að talningu hafði verið hætt um klukkan þrjú á kosninganótt. Talningastöðum var lokað, eftirlitsfólki vísað á dyr, hurðar og gluggar birgðir, kjörkassar keyrðir á vettvang og Biden tók að fá öll greidd atkvæði. Þannig hvarf 800 þúsund atkvæða forskot Trump í Pensylvaníu í skjóli nætur svo dæmi sé tekið.

Þann 6. janúar 2021 voru svo dyr þinghússins opnaðar fyrir mótmælendum, ólíkt í Hruninu okkar þegar þingmenn Vg létu sér nægja að leiðbeina mótmælendum úr gluggum Alþingis. Frægar eru upptökur af FBI agent smala fólki inn um opnar dyr og lögreglumenn leiðbeina um ganga og sali þar á meðal hinn fræga indíána í loðfeldinum. Allt liggur þetta fyrir af opinberum upptökum sem Tucker Carlsson sýndi einn bandarískra fréttamanna og var svo rekinn af FoxNews. Heimildamyndin 2000múldýr; 2000mules afhjúpaði skipulagt kosningasvindl víða um Bandaríkin. Allt þetta hafa ríkra-miðlar þagað og þaggað að boði Blackrock og Vanguard í eigu prentaranna í Federal Reserve. Svona einfalt er gameplan þeirra. Jafnvel sósíalistar á litlu stöð 2 dreifa fagnaðarerindi hinna ofsaríku. Snoturt ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Bergmann

Þetta eru greinileg örþrifaráð kabalsins. Mikið panik í gangi!

Guðrún Bergmann, 3.8.2023 kl. 21:27

2 identicon

Ég vona svo sannarlega að Dónald Trump "frændi" fái að "leika lausum hala" framvegis, þrátt fyrir alla sína skapbresti. En ef ég mætti gefa honum mín hollustu ráð þá myndi ég ráðleggja honum að snúa sér alfarið að golfinu. Það væri honum fyrir bestu.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 4.8.2023 kl. 17:26

3 Smámynd: Agný

Hallur ég man eftir að hafa séð video þar sem FBI hjálpar Antifa að komast að byggingunni og almenningi frekar ýtt í burtu... En sannleikurinn er hættulegur fyrir lygara það vitum við.. En að parnaperri sitji við stýrið ( allavega í styrishúsinu) á  þjóðarskútu Bandaríkjanna í  dag, það er ógnvekjandi...En shadow government stjórnar þessu öllu  að mínu  mati en hafa sig ekki frammi..Allirpolitíkusar eru strengjabruður þeirra og ekki bara í USA, hér á landi líka...

Agný, 5.8.2023 kl. 00:42

4 identicon

Guð hjálpi Bandaríkjamönnum ef þeir eiga ekki frambærilegri forsetaefnum á að skipa heldur en Donald Trump og Joe Biden.

Hördur Thormar (IP-tala skráð) 5.8.2023 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband