13.6.2023 | 00:45
Af dómgreind í Kastljósi ...
Undarlegur Kasstljósþáttur kvöldsins 12.júní, raunar dularfullur. Tilefnið var að knattspyrnudómarar þurfi að þola gagnrýni og svívirðingar, að sögn umsjónarmanns Höskuldar Schram. Það keyrði allt um þverbak sagði Höskuldur þegar Arnar Gunnlaugsson fór hörðum orðum um dómara eftir leik Víkings og Breiðabliks. Þetta hafi leitt til harðar umræðu nettrölla. Starfsmaður KSÍ Þóroddur Hjaltalín var kallaður til svo og Bjarni Helgason blaðamaður Morgunblaðsins. KSÍ er með átak til að bæta umhverfi dómara. Þóroddur skýrði frá lífsláts hótunum í garð dómara. Í Kastljósi var sagt að allt hafi keyrt um þverbak með ummælum Arnars. Sumsé umæli Arnars verri en líflátshótanir! Sannlega var Arnar Gunnlaugsson þjálfari reiður eftir leikinn við Blika en að spyrða Arnar við umræðu um líflátshótanir í garð dómara er einhver versta fréttamennska sem ég hef orðið vitni að, raunar kjánaleg lágkúra. Vill einhver fræða mig um dómgreind fréttamanns.
SKANDALDÓMAR Í FROSTASKJÓLI
Arnar var með tilteknar aðfinnslur um dómgæsluna í Kópavogi en engar hótanir eða heiftarorðræðu líkt og kollegi hans þjálfari Blika sem kallaði Víkinga fávita, alltaf verið fávita og fyrirliði Blika líkti Víkingum við litla hunda sem gelta. Þarna keyrðu svívirðingar og gagnrýni sannlega um þverbak. Hvorugur hefur beðist afsökunar né hefur klúburinn gert það. Arnar nefndi nokkur atvik þar á meðal tvo af mestu skandaldómum íslenskrar knattspyrnusögu, báða vestur í Frostaskjóli. 1) Þrír hafsentar Víkings voru reknir af velli vorið 2020 þar af tveir af fremstu haffsentum íslenskrar knattspyrnusögu; Kári Árna og Sölvi Geir ásamt Halldóri Smára Herra Víkingi. 2) Hins vegar þegar dómari dæmdi víti á Víking haustið 2021 á 94. mínútu og Íslandsmeistaratitill í húfi. Vítið dæmdi dómarinn á líkum, en markvörður Víkings varði, ég segi sem betur fer fyrir dómarann. Arnar nefndi raunar fleiri dæmi sem honum fannst hallað á Víkinga.
FURÐUDÓMAR Í KÓPAVOGI
Ég hef tíundað furðudóma í leiknum á dögunum. 1) Þegar Danijel Djuric var einn á markmann og aftasti varnarmaður Blika hrinti honum svo hann féll skammt utan vítateigs. Dómari gaf Danijel gula spjaldið þegar Blikinn átti að fá rautt. Dómarinn hefur viðurkennt mistök. 2) Dómarinn hefur ekki verið spurður af hverju hann hefði stöðvað leik þegar Danijel var einn á markmann 11 sekúndum í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á örfáum mínútum féllu tveir dómar gegn Víkingi og Blikar héngu inni í leiknum. 3) Sókn Blika var látin klárast þegar þeir jöfnuðu 40 sekúndum umfram tíma. Mér vitanlega hefur dómarinn ekki verið spurður um þetta misræmi. Blikar hrópa fávitar og hundar en Arnar er spyrtur við rugludalla! Þetta er ekki hægt að skálda. Af hverju hefur gagnrýni Arnars Gunnlaugssonar ekki verið rædd?
Athugasemdir
Það ætti að breyta nafninu Kastljós í vasaljós!!
Sigurður I B Guðmundsson, 13.6.2023 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.