6.6.2023 | 23:09
Af reiđikasti Arnars, ofsa & heift Blika
Bestu liđin í íslenskum fótbolta áttust viđ í stórkostlegum leik ţar sem Blikar skoruđu tvö mörk í uppbótar tíma og jöfnuđu 2-2. KSÍ hefur dćmt Sölva Geir og Loga Tómasson í eins leiks bann. Ég hygg ađ ţađ komi ekki á óvart. Arnar Gunnlaugsson ţjálfari beindi reiđi sinni í garđ dómara leiksins og rifjađi upp liđna dómaraskandala á međan Óskar Hrafn Ţorvaldsson ţjálfari og Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliđi beindu ofsa og heift ađ Víkingum svo ég man ekki eftir öđru eins svívirđingum í garđ andstćđinga, bara aldrei. Sannarlega var um ađ rćđa fádćma dómaraskandal í Kópavogi sem hélt Blikum inn í leiknum. Ég vil nefna ţrjú atriđi. Skođum hvađ gerđist. Atvik no. 1) Daníel Djuric sem átti stjörnuleik gegn Blikum skorađi snemma leiks og áliđiđ fyrri hálfleik var hann kominn einn í gegn. Varnarmađur Blika setti olnboga í bak Daníels, hrinti honum svo hann féll rétt utan vítateigs. Blikinn átti ađ fá rautt en dómari leiksins Ívar Orri Kristjánsson gaf Daníel gult! Af hverju í veröldinni átti Daníel ađ láta sig detta einn á markmann. Skelfileg dómgćsla. En hún átti eftir ađ versna. No. 2) Í lok fyrri hálfleik var Daníel aftur einn á markmann ţegar Ívar Orri flautar til hálfleiks. Ţađ voru komnar 11 sekúndur inn í uppbótartíma. Ţetta er enn skelfilegri dómgćsla en stađan ţá var 2-0 fyrir Víking. No. 3) Ívar Orri leyfđi sókn Blika ađ klárast ţó komiđ vćri vel yfir tíma. Skelfileg framganga í ljósi atviksins á 45. mínútu. Ívar Orri var ömurlegur í leiknum, hreinasta skömm, sagđi Arnar í reiđikasti. Ég er honum sammála. Blikar eiga Ívari Orra mikiđ ađ ţakka, tvö stig af Víkingi eitt til Blika.
ŢRÍR RISA SKANDALAR
Arnar nefndi nokkur atvik, ţar á međal tvo af mestu skandölum í sögu íslenskrar knattspyrnu, báđa vestur í bć. Í fyrra skiptiđ voriđ 2020 ţegar ţrír af fremstu haffsentum íslenskrar knattspyrnu voru reknir af velli; Kári Árna, Sölvi Geir og Halldór Herra Víkingur. Ţađ var svakalegt. Ţađ sem gerđist vestur í bć áriđ 2021 trompađi ţađ. Ţađ var komiđ fram á 94. mínútu. Íslandsmeistaratitill í húfi og dómari leiksins dćmdi víti á Kára Árna. Síđar kvađst dómarinn aldrei hafa séđ boltann fara í hönd Kára. Ţrjátíu ár voru frá síđasta Íslandstitli Víkings, 90% líkur ađ rynni ţeim úr greipum en Ingvar varđi vítiđ. Ívar Orri hefur bćtt mistökum sínum á dögunum á ferilskrá sína viđ hliđ hinna. Ţessi ósköp geta ţessir annars ágćtu menn aldrei strokađ út. KSÍ á eftir ađ skođa ummćli Arnars svo og heiftúđug ummćli Blika.
Ég kynntist Óskari Hrafni fyrir 20 árum, öflugur mađur líkt og ţjóđin hefur séđ undanfarin ár en heift hans svakaleg. Víkingar eru fávitar og hafa alltaf veriđ fávitar. Já, sćll. Höskuldur fyrirliđi líkti Víkingum viđ litla hunda sem gelta hátt. Rosalegar svívirđingar, aldrei aldrei heyrt svona áđur. Hárblásara taktík. Ég hef ekki séđ ţá félaga biđjast afsökunar né klúbbinn. Mađur veltir fyrir sér hvađ á gangi í Breiđabliki stolti Kópavogs. Auđvitađ gengur svona ekki í áhugamannafélagi. Öll ţrenn ummćlin munu vera til skođunar í KSÍ. Ţađ er vel.
GUMMI BEN Í ALLA REGNBOGANS LITI
En af ţessu tilefni verđ ég ađ nefna Stúku Gumma Ben og félaga. Gummi Ben einn af íkonum íslenskrar íţróttafréttamennsku getur ekki leyft sér ađ detta í forarpitt hlutdrćgni. Ţađ gengur ekki ađ vera bara rauđur, gulur, grćnn, blár né svart hvítur. Gummi Ben verđur ađ klćđast öllum regnbogans litum. Íslensk knattspyrna á svo mikiđ undir heiđarlegri umfjöllun.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.