Ritstjórar stórblaða teknir á beinið ...

Ég hef sagt frá uppljóstrun þekktasta blaðamanns Vesturlanda, Sy Hersh á hryðjuverki Bandaríkjanna og Noregs á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasalti. Mesta hryðjuverk þessarar aldar, mesta mengunarhryðjuverki sögunnar sem Vesturlönd neita að láta Sameinuðu þjóðirnar rannsaka. Í vikunni hélt Kolumbíu háskóli í New York blaðamannaþing. Þar voru ritstjórar New York Times, Washington Post, Los Angeles Times og Reuters ásamt rektor skólans. Maður út í sal að nafni Jose Vega  spurði ritstjórana um ástæður þess að þeir þagga frétt Sy Hersh. „Eigum við ekki að tala um Nord Stream sem er stærsta frétt aldarinnar? Þið eruð með ritstjóra New York Times sem var með falsfrétt til að blokkera frétt Symour Hersh. Það er fyndið, ekki satt? Nefnduð þið frétt Symour Hersh? Kolumbía háskóli er hér með ritstjórum blaða sem sögðu okkur frá Pentagon, My Lai  og Watergate. Hafið þið náð einhverju réttu síðustu 20 ár? Þetta er fyndið. Írak, rangt. Sýrland rangt. RussiaGate mjög rangt. Listinn heldur áfram ... Við urðum að finna í gegn um leka að Zelinskyy ætlaði bomba Moskvu. Ef þið svo eruð hlutlausir hefðuð þið ekki átt að segja okkur að Zelinskyy færði okkur á barm Þriðju heimsstyrjaldar.“

VEGA SNÚINN NIÐUR 

Jose Vega hvatti ritstjórana til að tjá sig en þeir þögðu þunnu hljóði og rektor sigaði varðmönnum á manninn. Vestrænir blaðamenn og ráðamenn hafa misst traust fólks. Sjón er sögu ríkari, sjá má uppákomuna hér. „Þið eruð öll huglaus,“ sagði Vega sem var snúinn niður af varðmönnum. Þess ber að geta að RÚV hefur hvorki sagt frá frétt Sy Hersh, né frétt minni að P8 þotan sem var yfir gasleiðslunum nóttina 26.09.2022 hóf sig til lofts frá Keflavíkurflugvelli.

Vega vitnaði í uppsögn Tucker Carlsson sem hefði verið rekinn fyrir að tala sannleika og andæfa stríði. Tucker Carlsson flutti 2ja mínútna ávarp á Twitter í gær. Á 36 klukkustundum höfðu 75 milljónir manna horft á ávarp hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SyHersh hefur verið ómarktækur pistlahöfundur hjá sjálfum sér og samsæriskenningasmiður en ekki fréttamaður í um 20 ár. Lengi hefur engin alvöru frétt komið frá honum og "uppljóstranir" hans án sannana og ekkert annað en samsæriskenningar. Sorglegt þegar gamalmenni reyna að tóra á fornri frægð með rakalausu rugli og þvælu.

RÚV hefur hvorki sagt frá órökstuddum kenningum Sy Hersh, né "frétt" þinni að P8 þotan sem var yfir (en kom samt ekki nær en 24 km, sem er eins og milli IKEA og Hvalfjarðarganga) gasleiðslunum nóttina 26.09.2022 hóf sig til lofts frá Keflavíkurflugvelli. Skiljanlega, mínir órar, draumar og ímyndanir rata heldur ekki í fréttir RÚV.

Og það vita allir sem eitthvað þekkja til Tucker Carlsson að hann var ekki rekinn fyrir að tala sannleika og andæfa stríði.

Vagn (IP-tala skráð) 28.4.2023 kl. 23:02

3 Smámynd: Hallur Hallsson

Þetta er það sem Military Industrial Complex gerir - hergagnaiðnaðurinn ameríski & raunar líka Big Pharma. Það er að níða niður skóinn á góðu fólki sem afhjúpar brjálæðið. Þú fetar það fótspor.

Nú hefur Robert Kennedy boðið sig fram gegn Joe Biden fyrir kosningarnar 2024. Kennedy hefur gagnrýnt ameríska lyfjabrjálæðið og alveg sérstaklega Anthony Fauci. Kennedy var "afgreiddur" að hætti hússins t.d. á ABC í vikunni. Fenginn í viðtal & tekinn pólitískt af lífi. Ótrúlegt níðingsbragð en svona vinnur amerísk falsmedía.

Milljarður dollara hvarf úr FOX með brottrekstri Tucker, áhorf undir CNN í ruslakistunni. Tucker með 2jamín ávarp ... á 36 stundum höfðu 75 milljónir manna horft ... Enginn mikilvægari en fyrirtækið segir þú. Ert þú ráðgjafi Murdoch?

Hallur Hallsson, 29.4.2023 kl. 10:49

4 identicon

Lítið veit ég um T.C., en sé á tístinu að áhorf á tíst hans, sem þú tilnefnir, hefur nú náð 77,8 milljónir áhorfa.  Það er því greinilegt að orð hans höfða til margra, mjög margra. Mér virðist hann höfða mjög til þeirra sem hér áður fyrr voru nendir sem hinn þögli meirihluti.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.4.2023 kl. 17:49

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Hallur. Ég kann alltaf að meta þitt sjónarhorn. Nei, ég er ekki svo frægur að vera ráðgjafi Murdochs.

Wilhelm Emilsson, 29.4.2023 kl. 18:32

6 identicon

Hvers vegna hergagnaiðnaðurinn ameríski og lyfjaiðnaðurinn ættu að hafa nokkurn áhuga á hver sprengdi leiðsluna, hverju Sy Hersh heldur fram eða hvað Tucker Carlson segir fæ ég ekki með nokkru móti séð. Ekki hefur neitt af því áhrif á sölu vopna eða lyfja og skaðar hvorki orðspor né hagnað fyrirtækjanna. Þau hafa enga ástæðu til annars en að standa nákvæmlega á sama. Sennilegast er þetta gamla góða --þegar þú þarft að tjá þig en veist ekkert og hefur engar sannanir þá kennir þú Military Industrial Complex eða Big Pharma um-- hér á ferð.

Undarlegt hvernig Military Industrial Complex og Big Pharma eiga að hafa vald til að stjórna umræðu og fréttaflutningi af ótrúlegustu samsærum en geta samt ekki stöðvað eða ófrægt stöðugar fréttir af minnstu yfirsjónum, svindlum og svikum innan þeirra egin veggja úr fjölmiðlunum sem sagt er að þeir ritstýri. Og forvitnilegt hvað þessi fyrirtæki sem mynda Military Industrial Complex og Big Pharma og sögð eru hafa ægivald yfir fjölmiðlum, flokkum og ríkisstjórnum eru raunverulega smá þegar þau eru skoðuð í samanburði við mörg hundruð önnur fyrirtæki.

Vagn (IP-tala skráð) 29.4.2023 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband