Svona afvegaleiðir Blinken bandarísku þjóðina ...

Nord Stream BlinkenSvona afvegaleiðir Washington bandarísku þjóðina. Demókratinn Brad Sherman þingmaður frá Kaliforníu spurði Anthony Blinken utanríkisráðherra hvort Alríkisstofnanir hefðu verið á bak við hryðjuverkið á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasalti. Sherman spurði: „Last September the Nord Stream pipeline was blown up. You are now in a Formal Setting. Can You Assure the World that no Agency of the US Government Blew Up Those Pipelines or Facilitated  the Act.“ Blinken svaraði að bragði:  „Yes I can.“ Sherman þakkaði ráðherranum svarið. Blinken laug ekki en spurningin var samin til þess að afvegaleiða bandarískan almenning og raunar veröldina alla. Svokallaðar þriggja stafa stofnanir; CIA, FBI, NSA  og rest komu ekki að hryðjuverkinu í Eystrasalti, útrætt mál eða er ekki svo?

 

Nord Stream Act of WarSTRÍÐSAÐGERÐ ACT OF WAR

Lítum nánar á. Enginn  hefur haldið því fram það ég veit að CIA, FBI eða NSA hafi verið á bak við hryðjuverkið í Eystrasalti sem skilgreint er stríðsaðgerð; Act of War. Allra síst hélt Sy Hersh frægasti blaðamaður Bandaríkjanna þessu fram þegar hann í febrúar síðastliðnum afhjúpaði leyniaðgerð bandarískra stjórnvalda. Hersh hefur ítrekað áréttað frétt sína í fjölmörgum viðtölum. Kafarar Köfunar- & björgunarmiðstöðvar Bandaríkjanna í bænum Panama City í Flórída hefðu verið að verki. Þeir hafi komið sprengjum fyrir við Nord Stream leiðslurnar í júní 2022 í samvinnu við norsku leyniþjónustuna á BALTOP22 æfingu Nato í Eystrasalti. Ef hinir frægu US Navy Seals úrvalssveit kafara í bandaríska flotanum hefðu verið sendir í Eystrasaltið þá hefði Joe Biden orðið að fá heimild þingsins fyrir hryðjuverkinu. Þingið hefði orðið að samþykkja árás á annað ríki; Act of War. Aðgerðin var ekki plottuð af CIA heldur Jake Sullivan öryggisráðgjafa Biden úr Eisenhower byggingunni í Washington gegnt Hvíta Húsinu við Pennsylvaníu Avenue. Kafararnir frá Flórída komu sprengjum fyrir við leiðslurnar, þrjár af fjórum leiðslum voru sprengdar þremur mánuðum eftir Baltop22, eða þann 26.09.2022. Eitthvað fór úrskeiðis við fjórðu leiðsluna í sænskri lögsögu. Ég hef bætt við: P8 þota frá Keflavíkurflugvelli var yfir gasleiðslunum í sex tíma um nóttina fram á morgun 26.09.2022. Eftirlitsstöð Nato á Borgundarhólmi fylgdist þá eins og alltaf með öllu í, á og yfir Eystrasalti alla leið inn í Rússland. 

Nord Stream BorgundarhólmurDönsk stjórnvöld  vita allt um Eystrasaltið, en hrista tómt höfuð. Nato uppljóstrari; svokallaður whistleblower hefur skýrt frá því að kafarar hafi komið með þyrlu frá Stokkhólmi  til að kafa 80 metra niður að gasleiðslunum í sænskri lögsögu. Kafararnir Flórída sáu um leiðsluna skammt undan Borgundarhólmi sem er suður af Stokkhólmi. Sænsk stjórnvöld hættu rannsókn en sendu götublaðið Expressen til þess að taka myndir af skemmdri gasleiðslu á 40 metra kafla. Engir aðrir voru á vettvangi. Í sömu viku og Blinken var í þinginu kom Pentagon með þá útgáfu að gasleiðslurnar hefðu verið sprengdar innanfrá og kenndi Rússum um.

 BLINKEN FÉKK ÞÓ SPURNINGU

Þó vitnisburður Blinken hafi augljóslega verið til að afvegaleiða, þá alltént fékk hann spurningu í þinginu. Hvíta Húsið hafði neitað allri aðild að Nord Stream. Norska utanríkisráðuneytið hefur og neitað aðild. Í Bundestag hafa þingmenn AfD og Linke krafist rannsóknar á þætti Bandaríkjanna á hryðjuverkinu svo og hafa slíkar kröfur verið settar fram í Evrópuþinginu. Leiðtogi Evrópuandstæðinga í Parlement Français, Florian Philippot heldur því fram að Bandaríkin séu á bak við hryðjuverkið og krefst rannsóknar. Frakkland logar stafna á milli í uppreisn gegn Macron forseta. Eftirlaunadeilan er kornið sem fyllir mælinn. Frökkum finnst Macron staðfesta innræti sitt þegar hann laumaði lúxusúri í vasa í sjónvarpsþætti meðan Frakkland logar í óeirðum. Getur fólkið ekki bara borðað kökur?

Ukraine Zelinsky hintYfir 200 þúsund Úkranar eru fallnir, 400 þúsund óvígir, 500 deyja á degi hverjum. Úkraínska hernum hefur verið gereytt. Indverska Hindustan Times skýrir frá viðtali Zelinsky við japanska fréttamiðilinn Yimouri að Úkraína geti ekki hafið vorsókn, þeir hafi hvorki vopn né skotfæri. Indverski miðillinn spyr hvort yfirlýsingin sé fyrstu merki uppgjafar.  

 

 

ÞAU ÞEGJA ÞUNNU HLJÓÐI

Það er sama hvort það er vestanhafs eða austan. Leiðtogar eru ekki í takti við þjóðir sínar, enda sitja þeir allir að svikráðum við fólk sitt. Þó yfirborðs umræða sé um hryðjuverkið, þá er alltént umræða víðast hvar. Alls staðar umræða nema á Íslandi. Hér er bara stríðsáróður. Enginn þingmaður vogar sér í pontu til þess að ræða mesta mengunarhryðjuverk mannkynssögunnar. Þau þegja öll þunnu hljóði. Enginn vogar sér að ræða aðild Íslands að hryðjuverkinu í Eystrasalti, bara alls enginn. Hér er engin alvöru umræða, bara hatur og heift í garð Rússa, kallað á stríð og meiri vopn. 

Ég hef reynt að beina spurningum til Katrínar og Þórdísar en fæ engin svör. Líka til vina minna Alberts Jónssonar og Óla  Björns án árangurs.  Hvergi er nein umræða um hina geigvænlegu mengun í Eystrasalti. Geigvænlegt magn COâ‚‚ og metan slapp út í andrúmsloftið, 250 þúsund tonn af þungmálmum og þrávirkum eiturefnum þyrluðust upp, fiskar drápust og sjávargróður. Allt er umlukið þögn. Nei, það er annað sem er á huga þeirra. Katrín og Þórdís segja okkur að heimurinn sé að farast vegna hamfarahlýnunar. Ég og þú verðum að hraðspóla kolefnisjöfnun. Það á að kolefnisjafna og skattleggja andardrátt okkar. Það á að loka bankareikningum okkar ef þeim mislíkar skoðanir okkar. Hatursorðræða og upplýsingaóreiða er stimpill sem skellt er á fólk sem vill standa vörð um Ísland, íslenska menningu og tungu. Landamæri eru opin og stjórnlaus innstraumur fólks meðan frændur okkar hafa gripið í tauma. Innan fárra áratuga verður íslensk þjóð horfin og Ísland hérað í alheimsríki glóbalizta ef þær fá að ráða. Svona er Ísland í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Bergmann

Snilldarpistill frá þér að vanda Hallur. Margir blindir á það sem er að gerast í heiminum - svo og hér á landi. Takk fyrir þessa samantekt.

Guðrún Bergmann, 26.3.2023 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband