Rikki ríki ... Útskýring á úraníum

Ágætur vinur á Mogga heldur því fram að bresku skiðdrekarnir sem sendir verða í Austurveg til Úkraínu séu ekki með geislavirkt úraníum; þeir séu með depleted uraninum eða tæmt úraníum. Af þessu tilefni er rétt að árétta að þessi söguskoðun er og hefur verið afstaða Washington allar götur frá Flóabardaga 1990-1991. Bandaríkin og Nato hafa alltaf haldið þessu fram og neitað bótakröfum fórnarlamba sprengjuárása síðustu 30 ára; hvort sem væri sinna eigin hermanna eða óbreyttra borgara fórnarlamba í Afganistan, Írak, Sýrlandi, Bosníu, Kosovo og Serbíu og víðar. Hagsmunir Industrial Military Complex eru teknir fram yfir líf og heilsu fólks og eigin hermanna.

Nato BelgradYfir 500 óbreyttir borgarar féllu í loftárásum á Serbíu, þúsundir önduðu geislavirku sprengjuryki og glíma við illkynja æxli hvers kyns. Ítalskir friðarhermenn í Kosovo urðu fyrir geislavirku sprengjuryki. Til dagsins í dag eru 348 látnir og Nato lætur það sig engu varða; Colleteral Damage – Tryggingatjón þýðir Google.

 

HIN ÞÖGLA ÞJÁNING

Skráð illvirki Nato & Ameríku eru ítarlegust í Serbíu, Kosovo og Írak svo sem kemur fram í fyrri færslu minni um Rikka Ríka. Notkun úraníum eldlflauga og sprengna hefur leikið þessar þjóðir grátt, valdið slíkum harmleik að ekki verður færður í letur. Nýgengi krabbameins í Írak hefur aukist úr 40 pr. 100.000 fyrir Flóaabardaga í 1.600 pr. 100.000 eftir Írak-stríðin. Þetta eru tölur færðar í letur en að baki er dauðinn, þjáningin, fósturlátin og vansköpunin. Hin þögla þjáning óbreytts alþýðufólks sem fórnað er á altari hergagnaiðnaðar sem kaupir rannsóknir til hvítþvottar.

Nato Serbía YFIR SJÖ ÞÚSUND HERMENN ...

Yfir sjö þúsund bandarískir hermenn féllu í Írak og Afganistan. Hermenn sem þjónuðu í Írak-stríðunum komu til baka með illkynja æxli hvers kyns og skemmt DNA; langveikir, fatlaðir og yfirgefnir af eigin stjórnvöldum í Endalausum styrjöldum Clinton, Bush, Obama og Biden.

 

RÚSSAR: HLUTI KJARNORKUVOPNS...

Rússar líta úraníum sem stigmögnun stríðsins í Úkraínu. Vladimir Pútin sagði við Xi forseta Kína að Rússar líti á úraníum sem hluta af kjarnorkuvopni; nuclear compontent. Samsöfnuð Vesturlönd; Collected West ætla að nota hluta kjarnorkuvopns; a nuclear component.

 

HVAÐ SEGJA KATRÍN & ÞÓRDÍS ...

Nú er spurt: Munu fjölmiðlar okkar spyrja Katrínu & Þórdísi um skriðdreka vopnaða sprengjuhleðslum með geislavirku úraníum? Þeir gætu jafnvel líka spurt um íslenska aðild að hryðjuverkinu í Eystrasalti ... noj, Hallur auðvitað ekki ... kjáni ertu. Stríðið verður að halda áfram ... Náttúra og lífríki Eystrasalts er  Colleteral Damage; Tryggingatjón. Hvernig var það ekki í 1984 eftir George Orwell, stríðið í EvrAsíu. Endalaust stríð langt langt í burtu ... svo langtí burtu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér Hallur fyrir færslur þínar í dag. NATO var stofnað sem varnarbandalag, að okkur hefur verið sagt. Í dag er NATO orðið að árásarbandalagi og svífst einskis í villimennsku sinni.

Þeir sem hæst láta þegar kemur að því að "verja/varðveita" jörðina, ganga fremstir í að eyða hana. Hér má bæta East Palistine í Ohio USA við það sem þú hefur þegar talið upp í greinum þínum í dag.

Siðleysið algert og íslensk stjórnvöld taka fullan þátt í ódæðinu.

GUÐ fyrirgefi okkur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.3.2023 kl. 14:56

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hliðarskaði er rétt þýðing á "collateral damage".

Villan í Google þýðingunni er að vélin þýðir orðið "collateral" eins og það standi eitt og sér í engu samhengi við setninguna í heild.

"Collateral" getur vissulega þýtt trygging (sbr. veð til tryggingar fyrir greiðslu skuldar) en þegar það stendur saman með orðinu "damage" þá er um að ræða hugtakið "hliðarskaði".

Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2023 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband