16.3.2023 | 09:27
Bandarískur ofurdróni hrapar í Svartahaf
Nýjasta atvik í deilu stórveldanna er bandarískur njósnadróni MQ-9 Reaper sem hrapaði á mánudag, 14. mars í sjóinn undan Krímskaga. Atvik eru fremur óljós. Evrópuherstjórn Bandaríkjahers; US European Command EUCOM sakar Rússa um unsafe and unprofessional intercept; sprauta eldsneyti yfir ofurdrónann og fljúga utan í hinn mikla hreyfil með þeim afleiðingum að dróninn féll í sjóinn. Tvær rússneskar Su 27 herþotur höfðu verið sendar á vettvang. Rússar segja að flugmenn þeirra hafi ekki beitt vopnum né farið utan í drónann og lent heilu og höldnu eftir atvikið. Eitthvað gerðist sem varð þess valdandi að ofurdróninn hrapaði líklega skammt undan 12 mílna landhelgi á alþjóðlegu hafsvæði. Það er ágiskun en undarlega lítill áhugi hefur verið á staðsetningu atviks.
Washington var ekki skemmt. Sendiherra Rússlands í Washington var kallaður á teppið og tvítaði svo: Ímyndið ykkur hvað gerst hefði ef rússneskur njósnadróni hefði verið undan ströndum New York eða San Fransisco. Það er svo sem ekki erfitt eftir að bandarískar orrustuþotur á liðnum vikum skutu niður loftbelgi og geimskip frá öðrum hnöttum; Alien UFO objects að sögn Hvíta Hússins. Nato-drónar hafa verið tíðir gestir yfir Svartahafi og látið úkrönum í té upplýsingar sem tengst hafa bardögum í Úkraínu. Orðrómur hefur verið undanfarna daga um stórfellda árás Úkraínuhers á næstunni, meðal annars til þess að frelsa tíu þúsund úkraínska hermenn umkringda í herkví í Bakhmut. Kann þarna að vera skýring á viðbrögðum Rússa?
Bandaríkjamenn hafa beitt MQ-9 Reaper ofurdrónum til flugskeyta árása í Mið-Austurlöndum. Þetta eru engin smátæki. Í júlí 2008 réðst slíkur dróni á þorpið Haska Meyna þar sem brúðkaup stóð yfir og féllu 47 Afganir, þar á meðal brúðurin. Þennan stríðsglæp Bush neita þeir að viðurkenna, en kalla Collateral Damage; tryggingatjón í þýðingu google. Biden hafði synjað Zelenskyy um MQ-9 dróna því þeir mættu undir engum kringumstæðum lenda í höndum Rússa. Zelenskyy var ekki treyst. Strax eftir atvikið yfir Svartahafi var rúmenski herinn beðinn að endurheimta drónann en Rússar voru á undan. Þeir eru sjálfsagt að skoða og rannsaka.
Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham mætti hjá Sean Hannity á Fox News. Þeir voru báðir reiðir, Graham vill stríð alveg eins og stelpurnar okkar Katrín og Þórdís. Graham sagði á Fox að Ronald Reagan forseti 1981-1989 hefði aldrei látið þetta yfir Bandaríkin ganga: Hvað myndi Reagan gera? Hann myndi skjóta niður rússneskar þotur, ef þær ógna okkur. En er þetta rétt? Reagan var ekki stríðsforseti, hann beitti stjórnvisku og viðræðum við Sovétríkin; alræðið sem Rússar svo hristu af sér líkt og óværu. Reagan vann stríðið með diplómatíu en ekki það sem ágætur vinur minn kallar mónómatíu; eintali um stríð. Ég minni á fund Reagan og Gorbatsjov í Höfða 1986. Ég hef sagt frá stríðshaukunum Graham og John McCain með fyrir utan Mariepol 2016 þar sem þeir hvöttu til stríðs á komandi ári gegn rússneskum þegnum Úkraínu. Þeir lofuðu vopnum og dollurum, sjá hér. Mariepol var helsta vígi Azov-nazista. Það sem hins vegar gerðist var að nýr forseti sem svarinn var í embætti í janúar 2017 hvatti Zelenskyy til viðræðna við Pútin, ekki styrjaldar ... svo kom Biden.
Athugasemdir
Hliðarskaði er rétt þýðing á hugtakinu "collateral damage".
Guðmundur Ásgeirsson, 17.3.2023 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.