21.1.2023 | 08:10
Rautt á Palicka
Þegar Andreas Palicka réðst á Elliða Snæ Viðarsson í leik Íslands og Svíþjóðar var alvarlegt atvik og verðskuldaði rautt spjald. Eftir að hafa varið, festist boltinn við Elliða. Palicka réðst á Elliða af mikilli heift og sló hann í magann. Ég man ekki eftir að hafa séð svona atvik.
Rautt, alltaf rautt
Báðir voru reknir af velli. Það var undarlegur dómur. Palicka átti að fá rautt. Árás á mann. Þarna sluppu Svíar með skrekkinn. Palicka baðst afsökunar eftir leik og Elliði sýndi mikla stillingu. Ég gat ekki séð að hann hafi brotið af sér. Ef ég hefði klárað færin mín hefðum við haldið jöfnu, sagði vonsvikinn Elliði eftir leik, klikkaði meira að segja frá miðju. En allir leikmenn okkar misnotuðu færi.
Ég hygg að ekkert landslið í heiminum hefði þolað önnur eins áföll og það íslenska í mótinu. Að missa Aron og Ómar Inga; tvo af top 10 leikmönnum veraldar og það gegn Svíum á heimavelli, var meira en liðið réð við.
HM draumurinn er úti en íslensku strákarnir læra af mistökum, sérstaklega að vera klókari. Þegar þeir komust þrjú mörk yfir undir lok fyrri hálfleiks þá áttu þeir að lengja sóknir og reyna á óöryggi Svía í stað þess að ljúka sóknum á 0.1 sek. Öll getum við lært af HM.
Íslenska liðið er feikisterkt en er að læra. Guðmundur Þ. Guðmundsson hefur verið að þróa liðið feikivel og nú er verið að kalla eftir afsögn. Þar fara menn fram úr sér, til dæmis hinn ágæti Henry. RÚV-panellinn féll á prófinu; þau tóku bipólar á þetta; fóru hátt upp þegar vel gekk en niður í djúpa dali eltandi neikvæðni eftir ósigra. Kannski eins og íslenska þjóðin ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.