11.1.2023 | 17:06
Orwellska á Íslandi
George Orwell skrifaði hið ódauðlega verk 1984 um alræðisríkið. Þar er lýst orwellsku tungumáli sem brýtur niður frjálst opið samfélag; stríð er friður, frelsi er helsi, fáfræði er máttur; War is peace, freedom is slavery, ignorance is strength. Orwellska tekur á sig margar birtingamyndir.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra hefur deilt glæru úr Verzló af Hitler, Mussolini og sér: Nokkrir merkir þjóðernissinnar er texti glærunnar. Sigmundur lýsir áhyggjum af áróðri í hinu gamla íhaldsvígi Verzló. Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri segir að glæran sé til að fræða nemendur um ólíkar birtingarmyndir þjóðernisstefnu. ...Áróður er fræðsla
Landsvirkjun selur evrópskum fyrirtækjum hreina græna orku og fær í staðinn óhreina orku í bókhald sitt. Evrópsk fyrirtæki kaupa vottorð af Landsvirkjun til þess að geta státað af því að selja viðskiptavinum græna orku en Ísland verður óhreint land notandi óhreina kola-, olíu- og kjarnorku. Fyrir um 500 árum seldi kaþólska kirkjan syndugum aflátsbréf til þess að komast inn í himnaríki. ...Kjarnorka er græn orka
Fréttablaðið er ekki lengur dreift á heimili fólks, upplag minnkað um helming eða hvað og helst dreift í matvörumörkuðum. Minn fyrrum samstarfsfélagi og vinur, Sigmundur Ernir, ritstjóri auglýsir í Nettó í Breiðholti. ... Við erum byrjuð að dreifa Fréttablaðinu mun víðar en áður. ...Minna upplag er meiri dreifing.
Athugasemdir
Já, en Hallur, kjarnorka er græn orka, ekki satt?
Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 12.1.2023 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.