Orwellska á Íslandi

George Orwell skrifaði hið ódauðlega verk 1984 um alræðisríkið. Þar er lýst orwellsku tungumáli sem brýtur niður frjálst opið samfélag; stríð er friður, frelsi er helsi, fáfræði er máttur; War is peace, freedom is slavery, ignorance is strength.  Orwellska tekur á sig margar birtingamyndir.

 

Sig­mund­ur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra hefur deilt glæru úr Verzló af Hitler, Mus­sol­ini og sér: „Nokkr­ir merk­ir þjóðern­is­sinn­ar“ er texti glærunnar. Sigmundur lýsir áhyggjum af áróðri í hinu gamla íhaldsvígi Verzló. Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri segir að glær­an sé til að fræða nem­endur um ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir þjóðern­is­stefnu. ...Áróður er fræðsla

 

Landsvirkjun selur evrópskum fyrirtækjum hreina græna orku og fær í staðinn óhreina orku í bókhald sitt. Evrópsk fyrirtæki kaupa vottorð af Landsvirkjun til þess að geta státað af því að selja viðskiptavinum græna orku en Ísland verður óhreint land notandi óhreina kola-, olíu- og kjarnorku. Fyrir um 500 árum seldi kaþólska kirkjan syndugum aflátsbréf til þess að komast inn í himnaríki. ...Kjarnorka er græn orka

 

Fréttablaðið er ekki lengur dreift á heimili fólks, upplag minnkað um helming eða hvað og helst dreift í matvörumörkuðum. Minn fyrrum samstarfsfélagi og vinur, Sigmundur Ernir, ritstjóri auglýsir í Nettó í Breiðholti. „... Við erum byrjuð að dreifa Fréttablaðinu mun víðar en áður.“ ...Minna upplag er meiri dreifing.

 Orwell


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, en Hallur, kjarnorka er græn orka, ekki satt?

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 12.1.2023 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband