Fá blindir sýn? ...

Það var húsfyllir á fundi Málfrelsis, samtökum um frjálsa og opna umræðu um lýðræði og mannréttindi; “Í þágu upplýstrar umræðu“. Undiraldan er þung og þyngist. Aðstoðarritstjóri Spectator og formaður Free Speech Union, Toby Young flutti fyrirlestur. Minn fyrrum samstarfsmaður og vinur, Ögmundur Jónasson fjallaði um stöðu Kúrda, Svala Magnea Ásdísardóttir fjölmiðlafræðingur um fangelsun Julian Assange. Fundarstjóri var Arnar Þór Jónsson. Fréttin.is greinir frá.

Málfrelsi 

 

 

 

 

 

Ég hef reynt að vekja vini mína Albert Jónsson og Óla Björn Kárason til umræðu um Úkraínustríðið. Hvernig ber að túlka þögn þeirra? Gera vinir mínir sér grein fyrir áhyggjum fólks af skerðingu málsfrelsis og lýðréttinda? Ég hef reynt að opna augu þeirra án árangurs og uppskorið fangelsun facebókar; f-jail, nýr dagur, nýr dómur. Hvenær opnast augu valdastéttarinnar í 101 Reykjavík ... Hvenær fá blindir sýn?Hallur f-dómur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Hallur

Mig grunar að þeir Óli Björn telji þig á svo miklum villigötum að ekki tjói að rökræða málið. Margeir vinur okkar Pétursson er einmitt þeirrar skoðunar.

... og svo ertu ekki í símaskránni ...

EINAR S HALFDANARSON (IP-tala skráð) 9.1.2023 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband