Rússland, Bandaríkin og Pólar Silkileiðin ...

Fundur Vladimir Pútin og Donald Trump í bandarískri herstöð í Alaska kann að marka þáttaskil og gerbreyta veröldinni og þar með stöðu Íslands. Við spyrjum að leikslokum en fundurinn kann að endurvekja bandalag Rússlands og Bandaríkjanna frá dögum Þrælastríðsins 1861-1865. Rússar seldu  Alaska 1867 til Ameríku á 7.2 milljónir dollara af sérstakri ástæðu. Það var til þess að hamla útþenslu Breta fyrir um það bil hálfri annarri öld. Getur verið að Pútin og Trump kynni samvinnu þjóðanna um járnbraut undir Beringsund sem tengir Ameríku við Síberíu, þaðan til Moskvu og Peking, Kína. Pútin hefur viðrað hugmyndir um Pólar-Silkileiðina frá 2007; $65 milljarða risaframkvæmd. Járnbraut sem gerbreytir Norðurslóðum. Pólar-Silkileið mun hafa djúpstæð áhrif á Ísland, Noreg og Grænland ef að líkum lætur. Það er mikill misskilningur að hagsmunir Íslands liggi í Evrópu.
 
Trump og Pútin kunna að hafa áform um stórfellda uppbyggingu Norðurslóða, tengingu Ameríku, Síberíu og Asíu. Trump hefur áhuga á viðskiptum ekki styrjöldum. Þessi áform verði valin fremur en glóbal Nato/ESB styrjöld gegn Rússlandi. Ef til vill eru samningarnir sem Trump gerði við Frau Leyen liður í áformum að stöðva þriðja heimsstríð, World War III. Evrópa er veikburða af eitraðum kokteil NATO/ESB hrærðum í Brussel. Evrópa er heltekin af Evró/Úkró/Rússó styrjöld, hatri á Pútin og upplausn Rússlands.  
 
BRÆÐRALAG RÚSSA & KANA; YANKEES
 
Þrælastríðið 1861-1865 var ögurstund í sögu Bandaríkjanna. Nýstofnaður Repúblikanaflokkur varði málstað svartra þræla gegn Suðurríkjum demókrata sem sögðu sig frá Norðurfylkjum Ameríku. Repúblikanar voru undir forystu Abraham Lincoln [1809-1865] sem tók við embætti 4. mars 1861 hataður af demókrötum. Bretar og Frakkar studdu samband ellefu Suðurríkja ásamt bresku bankavaldi sem hóf fjárhagslegt stríð gegn Norðurríkjum Lincoln sem fjármagnaði stríðið með útgáfu green-backs. Suðurríkin réðust á Sumter-virki í S-Karólínu í apríl 1861 og unnu fyrsta sigur. Stríðið gekk illa fyrstu misserin fyrir Norðurríkin. Bræðralag Ameríku og Rússlands bjargaði hinu unga lýðveldi á ögurstundu. Árið 1862 fóru nýlenduveldin Bretar og Frakkar þess á leit við Rússa að styðja Suðurríkin. Alexander II keisari [1818-1881] hafnaði bón evrópsku stórveldanna og ekki bara það heldur sendi rússneskan herflota til San Fransisco og New York til varnar hinum ungu Bandaríkjum Ameríku. Lincoln var drepinn 1865, morðið skipulagt í Montreal. Árásir voru á Bandaríkin frá Toronto og Montreal. Stytta Abe Lincoln og Alexanders II í Moskvu er minnisvarði um þetta bandalag.
 
KRÍMSTRÍÐIÐ OG ALASKA
 
Rússar voru í sárum eftir Krímstríðið 1853-1856 gegn Ottómanveldinu ásamt Frökkum og Bretum. Bretar voru ráðandi heimsveldi alls staðar. Alexander II komst til valda 1854 kallaður hinn mikli frelsari bænda 1861. Kreml var umhugað um að verjast ásælni Breta sem kynnu að taka Alaska og jafnvel fara yfir Beringsund til Síberíu. Rússar gerðu sér grein fyrir því að Bandaríkin voru heimsveldi í mótun og Alaska yrði ekki rússnesk mjög lengi. Betra væri að selja Alaska en fá bresk herfylki inn á gafl. Á þetta hefur kanadamaður Matthew Ehret bent á. Skrifað var undir samninga í Washington á miðnætti 30. mars 1867 og menn horfðu til Kína. Þetta kann að vera ástæða að menn tala um þriggja póla veröld sé að rísa; Bandaríkin, Rússland og Kína.
 
Hvað hefur ESB upp á að bjóða annað en Evró/Úkró/Rússó styrjöld og ánauð íslenskrar þjóðar með nauðung 18/65 ára á evrópska vígvelli? Slík sýn er boðuð í frumvarp 114/2025. 

Bloggfærslur 15. ágúst 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband