Julian Assange, George Orwell & ofsóknir nútíðar ...

Julian Assange stofnandi Wikileaks hefur verið látinn laus. Því fagna allir lýðræðissinnar. Fjórtán ár eru frá því Assange afhjúpaði stríðsglæpi Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. Það er flottasta blaðamennska 21. aldar. Árið var 2010. Ofsóknir á hendur Assange hófust strax í nóvember 2010. Svíar tóku að sér skítverk og gefin var út evrópsk handtökutilskipun. Assange flúði í sendiráð Ekvador í London 2012 og fékk hæli á grundvelli pólitískra ofsókna. Svíar ofsóttu Assange til 2019 þegar rannsókn var hætt. Ekvador hætti að veita Assange skjól. Breska lögreglan stormaði sendiráðið og Assange var varpað í Belmarsh fangelsi í London, haldið í fimm ár frá 2019 til 2024.

 

ASSANGE & GEORGE ORWELL

Líklega verður Assange hissa þegar hann nú fagnar frelsi. Vestrænir fjölmiðlar hafa grímulaust breyst í 4ða vald ríkisins, háværa áróðursmaskinu. Helstu fjölmiðlar okkar eru á ríkisfé með ríkisfréttir; eina og sömu frétt á rauntíma, Marteinn Mosdal með einn ríkissannleik. Ritskoðun hefur verið innleidd um öll Vesturlönd. Í aðdraganda covid var blaða- og fréttamönnum skipað í “framvarðasveit ríkislögreglustjóra.” Skúli Sveinsson lögmaður benti fyrstur á “samræmdan sannleika á rauntíma; Trusted News Initiative”. Spádómur George Orwell í 1984 hefur ræst; sannleikur er lygi. Lygi er sannleikur gjallarhornum ríkis- og ríkramiðlum. Assange okkar tíðar er Winston Smith, söguhetja Orwell í 1984. Stríð okkar tíðar í Úkraínu, langt, langt í burtu endalaust stríð. Alþingi undir erlendum fána myrkvað.

 

MÉR HÓTAÐ 4RA ÁRA FANGELSI

Með RÚV í broddi fylkingar flytja fjölmiðlar okkar tíðar samræmda lygi sem þeir kalla sannleik og ofsækja þá sem efast, já fólkinu í landinu er bannað að efast. Hugsanalögreglan; Thought Police mætir á vettvang. Ég hef fjallað um svokallað fósturvísamál sem fjölmiðlar þegja og þagga. Mér var hótað 4ra ára fangelsi fyrir að fjalla um stuld tæknifrjóvgunarfirmans Art Medica á nítján fósturvísum í eigu hjónanna Gunnars Árnasonar og Hlédísar Sveinsdóttur. Fósturvísar voru afhentir vandalausum. Rökstuddur grunur er um að lífbörn hjónanna séu út í bæ og þekki ekki uppruna sinn.

 

1984 ER MEÐ OKKUR

Ég var kærður og sakaður um umsáturs-einelti. Lögregla stormaði norður yfir heiðar. Ég, einn reyndasti blaðamaður landsins sakborningur, yfirheyrður og þess krafist að meðan ég tóri verði mér bannað að fara frjáls um Reykjavík og Garðabæ. Það heitir nálgunarbann. Þetta er atlaga að réttarríkinu. Hvorki ríkis- eða ríkramiðlar hafa tekið mál mitt upp, enginn þingmaður hefur gert það. Kröfu lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins Höllu Bergþóru Björnsdóttur var hafnað en 1984 er með okkur. Hugsanalögreglan er mætt …


Bloggfærslur 26. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband