9.3.2024 | 15:31
"Guđs geniđ" er skapari efnis ...
Áriđ 1964 setti Skotinn Peter Higgs [1929-] fram kenningu um bóseindina; ljóseindina sem skapar massa, efniđ í líkama okkar. Kenning Higgs var stađfest í stóra sterkeindahrađalnum í Cern í Sviss áriđ 2012. Higgs-geniđ er oftast kallađ Guđs geniđ; Gods gene. Ljóseindin er međ ofurhleđslu upp á 136 milljarđa volta spennu, skapandi efnis = massa. Viđ samruna sćđis og eggs kvikna ljós og líf; líf í ljósi. Undursamleg sköpun utan og ofan viđ allt sem viđ skiljum. Ţađ er ómöguleiki ađ manneskjan sé sálarlaus tilviljun úr myrkrinu. Frakkinn Alain Aspect [1947-] stađfesti tímaleysi međ ţví ađ skjóta ljóseindum í sitt hvora áttina í gamla hrađalnum í Cern. Ţađ var áriđ 1982. Ljóseindirnar rákust saman og breyttu um stefnu nákvćmlega á sama tíma, sem sagt án tímamunar ţó ekki vćri nema brotabrot úr sekúndu. Hinar heilögu kýr efnishyggju eru ekki lengur heilagar kýr, heldur gamall misskilningur, skrifađi Gunnar Dal áriđ 1996. Guđ er skapari efnis, tíma og rúms, bćtti hann viđ en fékk ekki ađ upplifa síđari tíđindin frá Cern. Ó, hve vinur minn hefđi glađst. Gunnar var óţreytandi ađ segja frá hinni Miklu Endurvakningu 21. aldar. Fyrir 28 árum varđ ţýđing hans á Lögmálunum Sjö um Velgegni metsölubók ársins. Vísindin hafa sannađ ađ efniđ kemur úr ljósinu utan tíma og rúms en auđvitađ fer tímalaust ljós Guđs í taugar guđlausra.
ALHEIMSVITUNDIN ER
KĆRLEIKUR DROTTINS
Heilagur andi er alheimsvitund kćrleika Guđs sem er sterkasta afl alheimsins skapara himins og jarđar. Allar götur frá krossfestingu Jesú Krists hafa kristnir veitt viđtöku Heilögum anda. Kristinn siđur skapađi vestrćna siđmenningu frelsis og jafnréttis. Hver og einn hefur val. Jóhannes skírari skírđi Jesú Krist í Jórdaná. Međ skírn varđađi Jesú leiđina til alheimsvitundar Drottins. Skírnin markađi upphaf trúbođs Jesú. Valiđ er ađ lifa í ljósi. Engar breyskar stofnanir milliliđir. Mađurinn er á jörđu til ţess ađ víkka vitund sína; lifa lífi í ljósi. Eins einfalt og gerist.
BARÁTTA GÓĐS & ILLS
En trúarbrögđ heims skýra frá átökum góđs og ills, tveimur meginöflum á jörđu. Jesús hafnađi Satan sem bauđ honum öll gćđi veraldar. Baráttan er ekki viđ menn af holdi og blóđi heldur anda illskunnar, sagđi Páll postuli sem fyrstur skildi í hörgul líf og starf Krists. Jesús Kristur rak út illa anda úr fólki. Barátta góđs og ills er grundvallarskilningur á eđli lífsins. Illska tortýmir, brýtur og lýgur. Af hverju er ráđgáta en engu ađ síđur lögmál. Getur veriđ ađ illska sé náttúrulögmál alveg eins og ţyngdarlögmál Isaac Newton [1643-1727]. Ćtti kćrleikur ađ vera međal náttúrulögmála? Kannski ekki, kćrleikur er utan tíma og rúms. Ég er ekki af ţessum heimi, sagđi Jesú. Ćtti ţá ađ gilda sama um illsku? Satan ţekkir lögmál alheimsins og rekur sauđi í réttir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)