24 titlar ManCity á 13 árum ...

Á þrettán árum 2011-2024 hefur ManCity unnið 24 titla; Englandsmeistarar 8 sinnum, FA-Cup 3 sinnum, League-Cup 6 sinnum, Samfélagskildir 4, Evrópumeistarar, Heimsmeistarar 2023 og álfumeistarar 2024. ManCity sló 100 stiga múrinn 2018, vann alla titla sem í boði á Englandi voru EPL, FA-Cup og League-Cup, Samfélagsskjöldinn. Og 2023 vann ManCity þrennuna frægu, Englandsmeistarar, FA-Cup meistarar og Evrópumeistarar. Í kjölfarið urðu Heimsmeistarar félagsliða og álfumeistarar Super-Cup. Fjórum sinnum í röð orðið Englandsmeistarar 2021-22-23-24. Pep hefur unnið 18 titla á 8 árum! Sigurganga ManCity undir Pep er fordæmalaus.

MANCITY Á KROSSGÖTUM
Sannarlega hefur afleitt gengi Manchester City undanfarnar vikur komið öllum áhugamönnum enska boltans í opna skjöldu. City tapað níu leikjum af síðustu tólf eftir að hafa verið á toppi í haust. Segja má að hrun ManCity hafi hafist með meiðslum Rodri besta miðjumanns heims; Ballon d’Or 2024. Þessir hafa verið og eru meiddir Stones, Dias, Ake, Walker, Akanij, DeBruyne, Foden, Kovasic, Bobb og Grealish. Þá hafa komið í ljós veikleikar þar sem einstakir leikmenn eru við lok ferils síns. Pep Guardiola kom til ManCity sumarið 2016. Hann vann ekki titil á fyrsta ári 2016-2017 en strax á næsta tímabili 2017-18 hófst fordæmalaus sigurganga ManCity og Pep sem byggði upp besta lið sögunnar; vann alla fjóra titla í boði á Englandi.

NÝIR TÍMAR

Nú er kominn tími til að byggja upp nýtt lið og enginn er betur til þess fallinn en Pep Guardiola sigursælasti þjálfari sögunnar. Uppbygging ManCity hefur ekki aðeins verið á vellinum, heldur gríðarleg uppbygging átt sér stað í Eastlands; á Ethihad að stækka í 61 þúsund áhorfendur og unglinga Akademían sú besta í heimi ásamt kvennaboltanum. Fordæmalaus fjöldi ótrúlega flottra ungra leikmanna hefur þroskast og farið til annarra félaga.


Bloggfærslur 23. desember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband