Nú er kallađ eftir stríđi viđ Íran ...

Ţrír bandarískir hermenn féllu og 40 sćrđust í drónaárás á herstöđ Turn 22; Tower 22 sem sögđ er á landamćrum Jórdaníu og Sýrlands. Árásin var á sunnudag, 28. janúar. Bandaríska varnarmálaráđuneytiđ segir ađ hermennirnir hafi veriđ í Jórdaínu vegna Ađgerđa til Lausna; Operation Inherent Resolve í svokalllađri baráttu viđ ISIS sem Obama-stjórnin kom á laggirnar fyrir um áratug. Ţrjú ţúsund bandarískir hermenn eru sagđir í Jórdaníu. Bandaríkjamenn eru međ ólöglega herstöđ á olíuslóđum í norđ-austur Sýrlandi, ţrátt fyrir ađ Donald Trump forseti hafi fyrirskipađ alla hermenn frá Sýrlandi áriđ 2019, tilskipun sem Pentagon virti ađ vettugi. N-Austur Sýrland er hernumiđ og landiđ arđrćnt međ ţví ađ olíu er dćlt upp, send í olíubílalestum til Írak og ţýfiđ selt til Evrópu svo sem ég hef áđur upplýst; sturlađ sjónarspil.

 

BIDEN HEITIR HEFNDUM

Biden á kosningafundi í S-Karólínu heitir hefnda: „Viđ munum bregđast viđ,“ sagđi forsetinn. Ađ sögn Reuters, kveđur Biden-stjórnin öfgahópa í Sýrlandi og Írak, sem studdir eru af Íran, vera ađ baki árásinni. „Velkist ekki í vafa, viđ munum láta ţá, sem ađ verki voru, gjalda fyrir ódćđiđ ţegar tími er réttur,“ sagđi talsmađur Pentagon. Íran hefur neitađ ađild ađ árásinni. „Ţađ eru átök milli bandarískra hersveita og andspyrnuhópa á svćđinu,“ sagđi Teheran. Talsmađur Hamas segir ađ árásin á Turn 22 sé bein afleiđing Gaza. Ţađ er stríđ í Miđ-Austurlöndum.

 

NEO-CONS KREFJAST ÁRÁSA Á ÍRAN

Raunar endurtekur sagan sig. Hvar sem bandarískar hersveitir eru stađsettar í Miđ-Austurlöndum, myndast andspyrnusveitir sem hefja árásir. Herstöđin Turn 22 hlaut ađ vera skotmark. Ţegar ráđist er á ameríska hermenn krefjast stríđsćsingamenn; neo-cons hefnda. Nú skammast ţeir út í vanmátt Biden. Leiđtogi repúblikana í ţinginu, hinn seníli Mitch McConnell sem reglulega frýs frammi fyrir fréttamönnum, kveđur ađgerđaleysi Biden styrkja óvini Ameríku. „Ţađ átti bregđast viđ árásinni áđur en hugrakkir Bandaríkjamenn létust,“ sagđi McConnell. Tom Cotton ţingmađur frá Texas: „Gereyđandi ađgerđir eru eina svariđ gegn írönskum vígasveitum ... Öđrum kosti er Joe Biden heigull,“ sagđi Cotton. Lindsey Graham frá Gerogíu krefst árása á Íran; to strike targets in Iran. Graham segir árásir ekki bara til ađ hefna, heldur koma í veg fyrir árásir. Ég hef sagt ykkur frá för Lindsey Graham til Mariepol í Úkraínu 2016 ţegar hann hét hermönnum Azov-nazista fé og vopnum til árása á rússnesku mćlandi borgara Donbass. Bjarni Benediktsson utanríkisráđherra gerir vel ađ hvetja Biden-stjórnina ađ hefja friđarferli líkt og var á árunum 2017-2021 ţegar friđur ríkti á Gaza, Arabaríki hófu ađ taka  upp stjórnmálasamband viđ Ísrael og hefja brottflutning bandarískra hermanna frá Miđ-Austurlöndum líkt og áformađ var en Pentagon stöđvađi. 


Bloggfćrslur 30. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband