Man City, Wall Street & rauður ofsi ...

Fyrir 50 árum tók bísnissmaðurinn Peter Swales við stjórnarformennsku Manchester City. Árið var 1973. ManCity var þá eitt besta lið Evrópu; Englandsmeistarar 1968, FA Cup 1969, Evrópumeistarar bikarhafa, League Cup 1970, misst af titli '72 á markatölu. Í ágúst 1967 hafði sextán ára gutti í Bústaðahverfi tekið ástfóstri við félagið; Bell Lee & Summerbee goðsagnir. Með Swales varð City óstöðugt, illa stjórnað þó sigur hefði unnist í League Cup 1975 og liðið hafnaði í 2. sæti 1977, stigi á eftir Liverpool og léki tvo leiki til úrslita í FA Cup 1981. Árið 1983 féll City og tuttugu árum eftir valdatöku árið 1993 hrökklaðist Swales frá City, rúinn trausti og félagið í frjálsu falli alla leið í 3. deild enskrar knattspyrnu. Aldrei hafði svo stórt enskt félag fallið í annað eins hyldýpi. Þann 19. desember 1998 tapaði ManCity fyrir York City 2-1, var í 13. sæti á jólum. Þrátt fyrir bága stöðu var Maine Road jafnan smekkfullur í 3. deild. Þrátt fyrir erfitt gengi 1998 komst ManCity í úrslitakeppni um sæti í næstefstu deild og vann magnaðan sigur á Wembley vorið 1999 þegar Kevin Horlock og Paul Dickov björguðu félaginu úr svartholinu með tveimur mörkum í uppbótartíma gegn Gillingham. Ári síðar var ManCity á ný í English Premier League.

 

ST. MARKS KIRKJAN & ÍÞRÓTTIR

St. Marks [Church] Football Club í West Gorton var stofnað 1880, varð Ardwick FC 1887 breytt í Manchester City FC 1894 sem vann FA Cup 1904 fyrsta stóra titil borgarinnar. Prestur St. Marks og fjölskylda hans voru frumkvöðlar að cricket, rugby og fótboltaliðum til þess að skapa alþýðufólki áhugamál en þýskur influttur verkfræðingur Carl Beyer fjármagnaði St. Marks og tvær aðrar kirkjur í Manchester og var helsti stuðningsmaður háskóla borgarinnar; University of Manchester. Maine Road var reistur 1923 stærsti félagsvöllur Englands í áratugi. Staðarval fjarri stofnlóð í austur Manchester var ekki óumdeilt. Sígaunar voru sagðir hafa lagt bölvun á Maine Road en þeir höfðu hrakist af vallarlóðinni. Enn stendur aðsóknarmet á Englandi, sett á Maine Road 84.569 þegar Stoke City kom í heimsókn í Bikarnum 1934. Þá um vorið vann City FA Cup í annað sinn, þriðja sinn 1956. St. Marks kirkjan var rifin 1976. Um aldamótin tvö þúsund horfði gott fólk til framtíðar ManCity. Samveldisleikarnir í Eastlands austurhluta Manchester urðu stökkpallur. Elísabet II Englandsdrottning vígði leikvanginn sumarið 2002. Borgaryfirvöld leigðu City of Manchester Stadium leikvanginn til 99 ára. Hinn nýi leikvangur í Eastlands var sem óplægður akur tilbúinn til sáningar, gaf ManCity magnað forskot á önnur ensk félög án þess að tekið væri eftir. Kevin Keegan hafði verið ráðinn stjóri 2001 og félagið dreymdi stóra drauma.

 

UPPBYGGING MANCITY

Sjeik Mansour keypti ManCity 2008, Khaldoon al Mubarak varð stjórnarformaður, Roberto Mancini leiddi City til FA Cup sigurs 2011 og Englandstitils 2012 með mörkum Edin Dzeko 91:40 og Sergio Aguero 93:20 í 3-2 sigri á QPR. Um þrjátíu Íslendingar urðu vitni að þessari frægustu endurkomu enskrar knattspyrnusögu. Árið 2014 tók City titilinn aftur eftir að Steven Gerrard hafði hrasað slysalega á Anfield. Ferran Sorriano og Txiki Begiristain voru ráðnir haustið 2012 og Pep Guardiola kom 2016. Uppbygging ManCity fór í yfirgír; glæsilegasta akademía veraldar, eitt besta kvennalið Englands, Etihad stækkaður nú á leið í 61.400. Hótel, safn, verslanir, íþrótta- og sýningarhöll við Etihad ásamt mikilli uppbyggingu á fornum slóðum í austur Manchester. ManCity hóf að byggja upp félög víða um heim; hugmynd Ferran hafði verið hafnað í Barcelona þaðan sem þeir félagar höfðu hrökklast. Stórbrotin endurkoma gegn Aston Villa tíu árum eftir QPR var vorið 2022. City 0-2 undir á 70. mínútu. Sjálfur Steven Gerrard stjóri Villa á hliðarlínunni. Kevin DeBruyne reimaði skóna eftir síðara mark Villa og City skoraði þrjú mörk á rúmum fimm mínútum; Ilkay Gundogan 76:20, Rodri 78:50 og Gundogan 81:50. Liverpool sat eftir með sárt enni.

 

WALL STREET & RAUÐUR OFSI

Stjórn félaga skiptir öllu. Árið 2003 komu Glazerar inn í ManUtd. Í júní 2005 luku þeir skuldsettri yfirtöku á ManUtd í gegn um Wall Street. Nú 20 árum síðar er ManUtd óstöðugt, illa stjórnað hefur ekki unnið Englandstitil frá því Ferguson hætti fyrir tíu árum, Glazerar rúnir trausti, Old Trafford í niðurníðslu falling down ... falling down; hriplekur. Það er til marks um stöðu ManUtd að satan prýðir þriðju treyju, fyrsta sinn í sögu félagsins sem sá sómi hefur verið honum sýndur. Matt Busby innleiddi rauðu djöflana á sjötta áratug 20. aldar til að vekja ógn í brjóstum andstæðinga, en bölvun virkar á báða vegu. Rætur ManUtd og ManCity ólíkar sem verða má. English Premier League var stofnuð 1992 þegar bestu lið Englands slitu sig frá neðri deildar klúbbum. ManUtd. vann þrettán titla á árunum 1992-2013; fyrsta áratug EPL nánast ósigrandi með átta titla en Liverpool í sárum eftir Heysel 1985 og Hillsborough 1989. Enski boltinn varð vinsælasta sjónvarpssport veraldar færði rauðu liðunum mikið sófafylgi; Ísland þar á meðal. Wall Street tók eftir. Arsenal Wengers var helsti keppinautur Utd, svo kom Chelsea & þá City. Á Englandi eru nú tíu amerískir eigendur meira og minna fjármagnaðir af Wall Street sem lítur á ManCity sem ógn. Bísnissmódeli bankanna er ógnað, stýrivextir Federal Reserve í hæstu hæðum 7.79% í október 2023, peningaprentun fed hömlulaus og dollar í frjálsu falli. Rauður-ofsi ofsafenginn. Amerísk fingraför allra að sjá. Chelsea var tekið af Abramovich af því hann er Rússi og fært í amerískar hendur, Everton í amerískar hendur haustið 2023. Wall Street deilir & drottnar; Divides & Conquers. Í Ameríku eru íþróttafélög grímulaust misnotuð sem stjórntæki. Wall Street inn á gafli enskrar þjóðargersemi; knattspyrnu. Pólitísk slagorð tekin upp í EPL, reglubreytingar EPL færðar í bakherbergi, flækjustig vex með VAR; dularfull 10% lenging leikja án þess leikmenn séu spurðir. Til hvers? Sá er þekkir baksvið Ameríku, sögu Federal Reserve og Wall Street, þekkir þjáningu bandarísku þjóðarinnar, alveg sérstaklega millistéttarinnar og svartra íbúa.

 

ÓSLITIN SIGURGANGA MAN CITY

Með tilkomu Pep besta þjálfara heims hófst óslitin sigurganga ManCity, nú sjö Englandstitlar á tíu árum, 100 stiga múrinn rofinn, þrír bikartitlar. Fimm risatitlar árið 2023; Heimsmeistarar, Evrópumeistarar, Super-Cup Evrópu, Englandsmeistarar og FA Cup. En jafnframt magnaðist ofsi og rógur í garð City sem sagt er félag án sögu. Vorið 2018 grýtti múgur rútu ManCity fyrir utan Anfield og braut rúður. Árásin var látin óátalin, gerð með blessun klúbbsins og í stíl við ofbeldi í amerískum borgum þar sem svörtu fólki er att á forað ofbeldis og haturs. Fimm árum síðar varð veröldin vitni að sama hættuleik í Marseille með hörmulegum afleiðingum. Vorið 2019 birti Der Spiegel stolna pósta portúgalsks hakkara um ManCity sem neitar ásökunum og kveður slitna úr samhengi. UEFA setti City í Evrópubann en City áfrýjaði til CAS Íþróttadómstóls Evrópu sem felldi bannið úr gildi, sýknaði City að mestu af ásökunum, m.a. um óeðlilega hátt verð sem Etihad flugfélagið greiddi fyrir nafngift heimavallar City. Nú eru ásakanir uppi af hálfu English Premier League, EPL undir forystu rauðra skjólstæðinga Wall Street, sem blóðmjólka boltann og stöðugt hækkar gjald áhorfenda. Við sjáum hvað setur.


Bloggfærslur 3. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband