25.1.2024 | 18:44
Eru Bandaríkin að klofna ... Hörð deila Texas & Washington um ólöglega innflytjendur ...
Eru Bandaríkin að klofna? Upp er komin deila milli næst fjölmennasta fylkis Bandaríkjanna; Texas og Biden stjórnarinnar í Washington um yfirráð yfir landamærum fylkisins. Fylkisstjóri Texas, Greg Abbot lýsti því yfir á miðvikudag 24. janúar að réttur fylkisins til sjálfsvarnar ...gangi framar öllum alríkislögum sem gangi þvert á öryggi fylkisins ... Höfundar stjórnarskrárinnar sáu fyrir að fylkin gætu ekki verið upp á náð forseta sem færi fram með lögleysu og gerði ekkert til þess að stöðva glæpaklíkur sem smygluðu milljónum ólöglegra innflytjenda inn í landið, sagði fylkisstjórinn. Harðar deilur eru milli Biden forseta og Abbott fylkisstjóra sem hefur lýst því yfir að Washington sé ekki að verja fylkið fyrir innrás í landið, þvert á móti brjóti lög. Texas hafi stjórnarskrár varinn rétt til varnar utanaðkomandi ógn sem taumlaus ólöglegur innnflutningur sé og gaddavír var lagður á landamærunum.
ÚRSKURÐUR HÆSTARÉTTAR
Á mánudag úrskurðaði Hæstiréttur Bandaríkjanna að alríkisstjórninni sé heimilt að fjarlægja gaddavírinn á landamærum Texas og Mexíkó við Ríó Grande-fljót. Alríkisverðir hafa fjarlægt gaddavír sem fylkisstjórnin lét koma upp. Á sama tíma halda texas-þjóðvarðliðar áfram að leggja gaddvír til þess að hamla ólöglegum innflytjendum inngöngu í fylkið. Þjóðvarðlið Texas er undir fylkisstjórninni. Umræða er um að Biden kunni að setja texas-liða undir alríkisstjórnina. Biden-stjórnin hélt því fram fyrir Hæstarétti að heimild til þess að fjarlægja gaddavír væri svo landamæraverðir geti sinnt störfum af ýmsum ástæðum; mannúðar- og heilbrigðisástæðum. Staðan er grafalvarleg og líklegt að fleiri fylki muni krefjast úrsagnar. Flórída og Oklahoma hafa lýst stuðningi við Texas um að fylkin hafi heimild til þess verja eigin landamæri frá utanaðkomandi ógn; border invasion.
LÖGSÓKN TEXAS 2020 & TEXIT = BREXIT
Árið 2020 höfðaði Texas mál fyrir Hæstarétti gegn fimm fylkjum þar sem opinber úrslit kosninganna 2020 milli Joe Biden og Donald Trump voru véfengd og kosningalög verið brotin. Texas-fylki hefði lögvarða hagsmuni af því að fylkin fari að lögum og virði kosningalög. Hæstiréttur neitaði að taka málið til meðferðar. Ég hef margoft sagt frá valdaráninu; Coup dEtat í Washington 2020 þegar senílt gamalmenni kom upp úr kjallara og tók við embætti án þess að halda marktækan kosningafund. Í kjölfar synjunar Hæstaréttar 2020 magnaðist umræða um að Texas segi sig úr Bandaríkjum Ameríku; Texit í takt við slagorðið Brexit. Þáverandi fylkisstjóri Alan West gaf til kynna að Texas kunni að segja sig úr Bandaríkjum Ameríku. Repúblikanaflokkur fylkisins hvatti til fylkisatkvæðagreiðslu um úrsögn 2023. Í Ameríku er verið að skipta um þjóð líkt og á Íslandi nema hér á landi er hlutfallslegt innstreymi hælisleitenda miklu mun meira undanfarin ár; sex þúsund í Ameríku samanborið við fimmtán þúsund á Íslandi á þremur árum. Texas er næstum sjöfalt Ísland með yfir 30 milljón íbúa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)