Stjórnlagakrísa í Póllandi ... lögregla stormar forsetahöllina

Djúpstæður ágreiningur er milli forseta Póllands Andrzej Duda & stjórnar hins nýja forsætisráðherra Donald Tusk sem skipaði lögreglu að ráðast inn í forsetahöllina til að handtaka tvo þingmenn sem forsetinn hafði náðað. Þingmennirnir höfðu leitað skjóls í forsetahöllinni. Þingmennirnir eru Mariuz Kaminski fyrrum innanríkisráðherra og Maciej Wasik. Þeir höfðu verið dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir að misfara með vald þegar þeir fóru fyrir aðgerðum gegn spillingu; Anti Corruption Bureau þáverandi hægri stjórnar. Forsetinn hafði náðað þá.
Tusk er fyrrverandi forseti Evrópuráðsins. Duda heldur því fram að hann sem æðsti maður ríkisvaldsins hafi haft fulla heimild til þess að náða mennina en Hæstiréttur hafði á síðastliðnu ári lýst náðun Duda frá 2015 ógilda. Stjórnlagadómstóll og  deild Hæstaréttar; Supreme Court Chamber höfðu staðfest náðun, að sögn BBC.
 
FORSETINN MIÐUR SÍN
Duda ávarpaði þjóðina og kvaðst miður sín um atburðarás og lýsti þeim sem heiðarlegum. Tvímenningarnir höfðu verið kjörnir á þing sl. haust en meirihlutinn neitað að viðurkenna setu þeirra. Forsetinn kveður þá löglega kjörna þingmenn því hann hafi sem æðsti maður framkvæmdavaldsins haft fulla heimild til þess að náða mennina.
Á mánudagskvöldið fyrirskipaði dómstóll handtöku mannanna. Strax á þriðjudagsmorgun bauð Duda forseti mönnunum að koma í forsetahöllina til þess að sverja eið að stjórnarskrá Póllands sem þingmenn. Kaminski sagði þá að ef þeir yrðu handteknir þá væru þeir pólitískir fangar. "Alvarlega kreppa ríkir í Póllandi. Verið er að koma á grimmu alræði," sagði Kaminski. Að loknu ávarpinu fóru þingmennirnir inn í forsetahöllina.
 
TUSK ÁSAKAR DUDA
Skömmu síðar hélt Tusk blaðamannafund og kvað stöðuna "ótrúlega". Hann kvað Duda vera hjálpa mönnunum að komast undan réttvísi og virða yrði handtökuskipun dómstólsins. "Þarna er verið að notfæra embætti í skjóli þess að valdi verði ekki beitt." Daginn eftir, á miðvikudag ruddust lögreglumenn inn í forsetahöllina. Kaminski hefur lýst því yfir að hann hafi hafið hungurverkfall.
BBC kveður nokkur hundruð stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar hafa mótmælt. Myndir hafa í vikunni birst af fjöldamótmælum á götum. Meðfylgjandi er frétt indversku fréttastofunnar First Post. 
 

Bloggfærslur 14. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband