Blikar og Valsarar strá salti í eigin sár ...

Allt stefnir í að Víkingur verði Íslandsmeistari 2023. Þeir hafa þegar sett stigamet. Víkingur með 56 stig í 21 leik og 62 mörk skoruð, í úrslitum Bikarsins í fjórða sinn í röð. Víkingar hafa notið mikillar velgengni undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Sú furðulega uppákoma varð í Víkinni að Blikar mættu seint og skiluðu leikskýrslu stuttu fyrir leik. Þrisvar hafði KSÍ hafnað beiðni Blika um að fresta leiknum og þrisvar pönkuðust Blikar á KSÍ en fengu jafnan neitun. Óskar Hrafn þjálfari Blika mætti í Víkina eins og stormsveipur og mun hafa neitað að heilsa Arnari þjálfara Víkings. Óskar var augljóslega reiður og bar á Víkinga lélegan árangur í Evrópukeppni! Enginn hefði haft áhuga að rétta Blikum hjálparhönd, kvartaði Óskar.

Blikar pönkuðust á Víkingi og reyndu að skemma umgjörð leiksins. Algjörlega óheyrt í íslenskri knattspyrnusögu. Víkin var þéttsetin og knattspyrnudeild afhenti þrjár milljónir króna til Ljóssins. Blikar misreiknuðu sig og sýndu virðingarleysi. Hvað um kurteisi við gestgjafa, við áhorfendur? KSÍ hafði farið í gegn um ómöguleika frestunar með Blikum samanber greinagerð en það stöðvaði ekki Blika. Ég vona að minn gamli vinur, fréttastjórinn átti sig á frumhlaupinu. Eftir leik félaganna í Kópavogi í sumar kallaði Óskar Hrafn Víkinga fávita í tvígang og Höskuldur fyrirliði kallaði Víkinga geltandi hunda. Hvorki þeir né Breiðablik hafa beðist afsökunar. Það virðist mikil græn reiði og heift þrífast í Fífunni.

VALSMENN FARA OFFARI

Á sama tíma vilja forystumenn Vals að félaginu verði dæmdur sigur eftir stórtap fyrir Víkingi á Hlíðarenda á dögunum. Niðurstaða KSÍ nægir ekki forystumönnum Vals svo þeir hafa áfrýjað og krafist þess að leikurinn verði dæmdur Víkingi tapaður. Um þetta var ekki rætt við þjálfara og leikmenn Vals! Af hverju skapa þessi tvö félög neikvæða umræðu um Íslandsmótið? Ef Blikar hefðu ráðið, þá hefði Víkingum verið gert að stilla upp liði án landsliðsmanna sinna í landsleikjahléi, Íslandsmót framlengt inn í myrkur haustsins. Blikar báru saman upphaf móts í N-Makedóníu við lok móts á Íslandi. Það er ólíku saman að jafna og fremur grunnhyggið. Bæði Blikar og Valsmenn strá salti í eigin sár.

 

Eru Kópvogsbúar og Valsmenn sáttir með framgöngu forystumanna?


Bloggfærslur 28. ágúst 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband