23.12.2023 | 15:02
ManCity besta lið enskrar knattspyrnusögu ... fimm risatitlar á einu ári ...
Með fimm risatitla á sama ári í fimm borgum er Manchester City besta félagslið í sögu enskrar knattspyrnu. FA Bikarinn í Lundúnum, Englandstitill í Manchester, Evróputitill í Istanbúl, Super-Cup í Aþenu og Heimsmeistaratitill félagsliða í Jeddah. Veröldin hefur aldrei séð aðra eins sigurgöngu ensks félagsliðs. Á tólf árum hefur ManCity unnið 20 titla; þar af sjö Englandstitla. Pep Guardiola er besti þjálfari sögunnar.
Fyrir 25 árum 19. desember 1998 tapaði ManCity fyrir York City 2-1 og var í 13. sæti 3. deildar ensku deildakeppninnar. Félagið upplifði sína mikla niðurlægingu. ManCity var fyrsti klúbbur Manchester til að vinna þjóðartitil 1904, stofnað sem [St. Marks Church] Gorton AFC 1880, breytt Ardwick AFC, breytt í Manchester City FC árið 1894 með rætur djúpt í þjóðarsál Greater-Manchester, flutti á Maine Road 1923 þar sem áhorfendamet ensks félagslið stendur enn, 84.569 vorið 1934. Í ágúst 1967 hóf 16 ára gutti í Bústaðahverfi að halda með ManCity sem varð Englandsmeistari vorið 1968, Bikarmeistari 1969, Evrópubikar bikarhafa 1970. ManCity var á Wembley vorið 1999 að spila um sæti í 2. deild við Gillingham. Á 90M var City 0-2 undir en tvö mörk Horlock & Dickov í uppbótartíma og sigur í vítaspyrnukeppni tryggðu sæti í næsta efstu deild. Sama vor skoraði ManUtd tvö mörk í uppbótartíma gegn Bayern Munchen og vann þrefalt; Bikar, Englandstitil og Evróputitil. Ári síðar var ManCity í efstu deild; English Premier League. ManCity flutti á Eastlands 2003 í tíð Kevin Keegan þegar Glazer-feðgar eignuðust ManUtd stærsta félag Englands í English Premier League sem hafði slegið í gegn á heimsvísu. ManUtd er í dag félag í hnignun. Old Trafford hriplekur og bláir nágrannar þeirra sungu á dögunum Old Trafford is falling down, falling down; hrynur niður, hrynur niður við lagið um London Bridge. ManUtd er félag í hnignun, stefnulaust, Glazerfeðgar fjármagnaðir af blóðsugum Wall Street. Bera má tíð Glazera 2003-23 við formannstíð Swales 1973-93.
UPPBYGGING ...
Mansour sjeik í Abu Dhabi eignaðist ManCity fimm árum síðar 2008. Mansour sjeik hóf uppbyggingu Etihad, búið að stækka í 53.000 og er nú að stækka í 61.400 með hótel, verslanir, reist la Maisa glæsilegustu akademíu veraldar; teflir fram einu besta kvennaliði Bretlands og hefur reist átta þúsund manna íþrótta & sýningarhöll í Eastlands. Vorið 2011 vann ManCity Bikarinn á Wembley með marki Yaya Toure. Vorið 2012 var ég á Etihad með 30 félögum þegar ManCity mætti QPR. Á 90M var staðan 1-2 og titilinn að renna ManCity úr greipum en Dzeko 92:10 og Aguero 93:20 skoruðu tvö mörk í uppbótartíma. City var Englandsmeistari í fyrsta sinn í 44 ár. Púlarar fögnuðu rosalega en fögnuður þeirra átti eftir að breytast í heift. Vorið 2012 komu Ferran & Txiki til Manchester, vorið 2014 varð ManCity Englandsmeistari. Pep kom sumarið 2016. ManCity varð langbesta lið Englands. Amerískum eigendum hefur fjölgað jafnt & þétt í ensku deildinni og eru 10 með nýjum eigendum Chelsea og Everton. Þessir eigendur eru á ofurlaunum, fjármagnaðir meira og minna af Wall Street með vöxtum í hæstu hæðum með dollar í frjálsu falli. Wall Street deilir & drottnar; devides & conquers sem birtist í óeirðum og eldsvoðum í borgum svartra og niðurbroti millistéttarinnar. Þegar ManCity fór á fordæmalaust skrið 2017-2018 magnaðist rauður rógur gegn félaginu. Vorið 2018 grýtti æstur múgur rútu ManCity fyrir utan Anfield og um haustið tók Der Spiegel að birta ásakanir upp úr hökkuðum tölvupóstum. Manchester City var sett í tveggja ára keppnisbann í Evrópu. Vorið 2020 sýknaði dómstóll um íþróttamálefni [CAS] City af ásökunum. Í ársbyrjun 2023 magnaði EPL rógsherferð gegn ManCity og sakaði félagið um 115 brot á reglugerðum EPL þar sem málið meðal annars sem CAS hafði sýknað félagið af. Á sama tíma og ManCity hefur unnið 20 titla á tólf árum hefur ManUtd unnið fimm.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)